Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 58
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Nemendur Kvennó eru að tínast á æf ingu í Iðnó eftir skóla þegar þetta viðtal fer fram. Rakel Svavarsdóttir, formaður leikfélagsins Fúríu, er mætt áður og búin að hengja upp leiktjöld ásamt fleirum. „Við erum að setja upp söngleikinn Srekk í fyrsta sinn hér á Íslandi og erum stolt af því,“ segir Rakel. „Það er sýning fyrir alla fjöl- skylduna.“ Hún segir Agnesi Wild leik- stjóra eiga hugmyndina. „Agnes vann með okkur í fyrra og við fengum hana aftur því hún er æðisleg. Hún hefur séð Srekk erlendis, hann hefur verið sýndur á Broadway og West-End. Fyrst vorum við í stjórn leikfélagsins svolítið efins út af krefjandi búningum og leikmynd en svo fengum við flinkan hönnuð, Evu Björg Harðardóttur, sem hjálpaði okkur með þann þátt og Aníta Rós Þorsteins- dóttir er höfundur dansa.“ Sviðið í Iðnó  má ekki minna  vera þegar svona fjölmenn sýning er annars vegar en nemendur Kvennó kunna á það því þeir hafa sýnt þar í nokkur ár, að sögn Rakelar. „Í fáeinum atriðum er allur leikhópurinn á sviðinu í einu, sam- tals 29 manns,“ segir hún brosandi.  En eru góðir söngvarar í skólanum? „Já, það er  fullt af vönum söngvurum og  svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frá- bæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott.“ Margir koma líka að sýningunni sem ekki fara á svið, Rakel bendir á að unnið sé að því að prenta leikskrá og plaköt sem eigi að fara að dreifa. En um hvað snýst söngleikurinn í stuttu máli? „Hann fjallar um tröllkarlinn Srekk sem vill búa einn í sinni mýri, langt frá ys og félagslífi en Farquad lávarður hatar ævintýrapersónur ríkisins og sendir þær allar út í mýrina. Tröllið verður bandbrjálað en samþykkir að bjarga prinsessunni Fíónu úr turni eldspúandi dreka, og vinna með því mýrina aftur. Þetta er langt ferðalag  og hann lærir margt á leiðinni, til dæmis um vinátt- una … já, svo er bara að bíða og sjá.“ gun@frettabladid.is Ævintýrasöngleikur í Iðnó Það verður líflegt á sviðinu í Iðnó í kvöld þegar söngleikurinn Srekk verður sýndur þar af leikfélagi Kvennaskólans, Fúríu. Þar er um frumsýningu á Íslandi að ræða.  Rakel, formaður Fúríu, og Agnes Wild leikstjóri hlakka mikið til frumsýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Farquad lávarður liggur makindalega í kastala sínum og hermenn hans standa vörð. það er fullt af vönum söngvurum og svo er fjöldi fólks í sýningunni sem hafði aldrei sungið áður en við erum með frábæra söngstýru, Sigrúnu Harðardóttur, hún er góð að kenna fólki og því verður þetta mjög flott. Ástkær bróðir okkar, Sigurður Magni Sveinbjörnsson Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, lést á heimili sínu 26. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Systkini hins látna og fjölskyldur. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Veronika Pétursdóttir lést 13. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks Sólteigs Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Kristín Ólafsdóttir Sigurður Guðjónsson Pétur Ólafsson Bjarki H. Ólafsson Kristín Helga Friðriksdóttir Sigþrúður Ólafsdóttir Björn J. Hannesson Guðrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Heittelskaður og elskandi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Pálsson dr. og fyrrv. sóknarprestur í Hallgrímskirkju, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 2. mars. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 12. mars klukkan 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar og Unicef. Jóhanna G. Möller Margrét Kristín Sigurðardóttir Børge J. Wigum Embla Gabríela Wigum og Ágúst Örn Wigum Haukur Þór Búason Kolbrún Mist Pálsdóttir Birgir Hrafn Búason Sæunn Ýr Marinósdóttir Daníel Leó og Atli Hrafn Arnar Már Búason og Viktor Örn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lydía Rósa Sigurlaugsdóttir Ísafirði, lést fimmtudaginn 28. febrúar sl. Útför hennar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. mars kl. 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á slysavarnadeildina Iðunni, Ísafirði. Albert Óskarsson Sigfríður Hallgrímsdóttir Óskar Ágúst og Arna Sigríður Lydía Ósk Óskarsd. Kristján M. Ólafsson Lydía Hrönn og Iðunn Rún Hanna Rósa, Engilráð Ósk og Eydís Eva Einarsdætur og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sigrún Edda Hringsdóttir Dalsbrún 16, Hveragerði, sem lést á sjúkrahúsi á Spáni 23. febrúar síðastliðinn, verður jarðsungin frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, þriðjudaginn 12. mars klukkan 13.00. Hafsteinn Jónsson Sigrún Hafsteinsdóttir Guðmundur Andri Bergmann María Hafsteinsdóttir Björn Ingimundarson Hermann Hafsteinsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, Ólafs Hákonar Guðmundssonar Grashaga 20. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á lyflækningadeild HSU fyrir einstaka umönnun og umhyggju. Jónína Magnúsdóttir börn, tengdabörn, barnabörn, systur hins látna og fjölskyldur. 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -A C 6 8 2 2 7 F -A B 2 C 2 2 7 F -A 9 F 0 2 2 7 F -A 8 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.