Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 44
Í dag kalla neytendur einfaldlega eftir því að fyrirtæki sýni fram á að þau leggi sitt af mörkum í umhverfis- og samfélags- málum. Skemmtileg aukaafurð sem við höfum tekið eftir hjá viðskiptavinum okkar er að rekstrarkostnaður fyrirtækja á það til að dragast saman þegar þau fara að rýna í umhverfismál og nýting hráefna verður oft mun betri,“ segir Sigrún Hildur Jónsdóttir, einn af stofnendum Klappa. „Það reynist því vera hagkvæm ákvörðun að huga betur að umhverfinu.“ Klappir þjónusta nú yfir 200 viðskiptavini á Íslandi og hefur fyrirtækið hafið starfsemi í Lit- háen og Bretlandi. „Umhverfis- stjórinn hefur verið vinsælasta varan okkar hérlendis en hann safnar upplýsingum um þá þætti í rekstri fyrirtækja sem hafa áhrif á umhverfisspor þeirra. Þetta er t.d. eldsneytis- og rafmagnsnotkun, hiti eða heitt vatn og úrgangsmynd- un. Við horfum líka í þætti eins og flugferðir og prentmál fyrirtækja og annað sem er tilfallandi fyrir mismunandi iðnað,“ segir Sigrún. Gögnum frá starfsemi fyrir- tækja er streymt rafrænt til Klappa þar sem unnið er úr þeim og þau greind. Viðskiptavinurinn fær svo heildstæða mynd af umhverfis- málunum hjá sér sem byggist á þessum upplýsingum. „Með því að safna upplýsingum stöðugt, frekar en eingöngu rétt fyrir árlegt uppgjör, er hægt að taka upplýstar ákvarðanir á hverjum tíma fyrir sig með hliðsjón af þessum rauntíma- upplýsingum. Þannig er einfalt að setja sér markmið og fylgjast með framvindunni jafnóðum. Ef ólík- legt virðist að markmiðin náist þarf eflaust eitthvað að skoða málin og mögulega grípa til hertari aðgerða,“ segir Sigrún. Þannig auðvelda Klappir viðskiptavinum sínum að lág- marka vistspor sitt og gera allt umhverfisuppgjör öruggt, gagn- sætt og skilvirkt. „Hugbúnaðurinn okkar veitir líka viðskiptavinum okkar þann möguleika að miðla áfram upplýsingum um árangur í umhverfismálum og eins er opin- berum aðilum gert mögulegt að fylgjast með árangri af aðgerðum í samræmi við alþjóðlegar skuld- bindingar.“ Hugvitið á bak við hugbúnaðinn sækir í áratugalanga reynslu og sérþekkingu stofnenda og starfs- manna í umhverfisstjórnun og þróun hugbúnaðar á alþjóðavísu. Sigrún segir að í teymi Klappa sé að finna fólk á öllum aldri með sérþekkingu á sviði verkfræði, hugbúnaðargerðar, lögfræði, umhverfis mála og stjórnsýslu. „Viðskiptavinir Klappa eru fyrir- tæki á nær öllum sviðum atvinnu- lífsins og einnig sveitarfélög og stjórnvöld á ýmsum stigum stjórn- sýslu.“ Einfaldar vinnuna Lausnir Klappa miða allar að því að einfalda vinnu við saman- tekt á gögnum um umhverfis- og samfélagsmál viðskiptavinanna. „Hingað til hefur farið mikill tími bara í að tína saman þau gögn sem stendur til að birta því þau eru dreifð og liggja víða. Síðan þarf að reikna út kolefnissporið og þetta ferli er mjög tímafrekt og útheimtir mikla vinnu. Ofan á það bætist síðan vinnan í kringum t.d. samfélagsþætti og stjórnarhætti þess fyrirtækis sem unnið er með en leiðbeiningar eru þá oft ansi flóknar,“ segir Sigrún og bætir því við að hugbúnaður Klappa einfaldi alla þessa vinnu. „Það sem skiptir líka miklu máli og er kannski svolítið vanmetið í allri þessari umræðu er að fyrirtæki og stofn- anir tali og geri uppgjör út frá sömu forsendum þannig við séum í raun og veru að bera saman sömu þætti. Allir viðskiptavinir okkar eru á sama ferðalagi og vinna umhverfis- og samfélagsuppgjörin sín á sama hátt. Þannig verða þeir læsir á umhverfis- og samfélagsskýrslur hver annars og geta treyst því að gengið sé út frá sömu forsendum við uppgjör og annað slíkt.“ Aðspurð segir Sigrún að Klappir leggi mikið upp úr því að vera kol- efnishlutlaus. Margir starfsmenn búi í grennd við Austurstrætið þar sem fyrirtækið er staðsett. „Úrgangurinn er helsti hausverkur- inn hjá okkur því flokkunartunn- um er, líkt og svo víða, ábótavant í húsnæðinu. Þetta er svona verkefni sem við erum að vinna í góðu sam- starfi við leigusalann okkar,“ segir Sigrún og brosir. Sívaxandi áhugi Sigrún bendir á að með auknum áhuga almennings á umhverfis- og samfélagsmálum hafi athygli fyrir- tækja beinst enn frekar að þessum þáttum. „Einstaklingar mynda auð- vitað fyrirtækin og með auknum áhuga þeirra á málefninu aukast líkurnar á því að fyrirtækin færi sig í þessa átt. Þess utan starfa fyrir- tæki í samfélagi og þurfa að svara kalli neytenda. Í dag kalla neyt- endur einfaldlega eftir því að fyrir- tæki sýni fram á að þau leggi sitt af mörkum í umhverfis- og samfélags- málum og að upplýsingar um þessi mál séu aðgengilegar og rekjan- legar. Að það sé ekki hægt að segjast vera að gera hitt og þetta án þess að slíkar fullyrðingar styðjist við raun- veruleg gögn. Það er þessi rekjan- leiki sem skiptir svo miklu máli og þar komum við til skjalanna og getum lagt fyrirtækjum lið.“ „Við leggjum mikið upp úr því að vera viðskiptavinum okkar innan handar og veita þeim góða þjón- ustu og oft myndast mjög góður vinskapur með okkur,“ segir Sig- rún. „Við höfum tekið eftir því að þeim fyrirtækjum vegnar best sem fylgjast markvisst með umhverfis- og samfélagsmálum innanhúss í stað þess að taka stöðutékk annað slagið. Þeir sem ná teljanlegum árangri í umhverfismálum eru þeir sem hafa mikinn og einlægan áhuga á málefninu og hafa ekki misst trú á því að aðgerðir þeirra skipti máli. Síðan hjálpar að skipa sérstakan umhverfishóp innan fyrirtækisins eða stofnunarinnar og láta hann leiða starfið og fylgjast með stöðu mála.“ Minnka vistspor fyrirtækja á snjallan hátt Klappir er hug- búnaðarfyrir- tæki sem þróar og selur snjallar umhverfislausnir sem gera við- skiptavinum þess kleift að minnka úrgang, draga úr losun gróður- húsalofttegunda og tryggja lög- fylgni við um- hverfislöggjöf. Sigrún Hildur Jóns- dóttir er einn af stofnendum Klappa. Hún segir að það sé hagkvæm ákvörðun hjá fyrirtækjum að huga betur að umhverfinu. MYND/STEFÁN Klappir þjónusta yfir 200 viðskiptavini á Íslandi, meðal annars útgerðir. Dagleg starfsemi Klappa fer fram í Austurstrætinu í miðborg Reykjavíkur. 16 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -D D C 8 2 2 7 F -D C 8 C 2 2 7 F -D B 5 0 2 2 7 F -D A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.