Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 32
Með því að stýra
réttu og mikilvægu
þáttunum er hægt að
bæta samkeppnisstöðu.
Dr. Hafþór Ægir
Hjónin Arndís Soffía Sigurð-ardóttir og Ívar Þormóðsson matreiðslumeistari reka
ferðaþjónustuna. Arndís er alin
upp á bænum og er þriðja kynslóð
ábúenda. „Þetta er fjölskyldu-
fyrirtæki en foreldrar mínir hófu
samstarf við Ferðaþjónustu bænda
árið 1986 og buðu þá upp á svefn-
pokapláss. Í þá daga var boðið upp
á morgunverð með fjölskyldunni.
Reksturinn hefur síðan vaxið
smátt og smátt ásamt því að ferða-
þjónustan hefur eflst og þróast.
Við getum tekið á móti 70 manns
í gistingu og 120 í mat,“ útskýrir
Arndís.
Arndís og Ívar komu aftur heim,
eins og hún orðar það, eftir nám
og tóku við rekstrinum árið 2006.
„Við breyttum fjósinu í hótelher-
bergi og hlöðunni í veitingasal.
Árið 2007 settum við okkur sjálf-
bærnistefnu og höfum unnið út
frá henni allar götur síðan. Okkur
fannst úr því að við vorum að laða
hingað erlenda ferðamenn til að
dást að hreinleika landsins yrðum
við að gæta að náttúrunni. Við
náðum mjög mikilvægum áfanga
árið 2014 þegar við fengum Svans-
vottun, á gistingu, veitinga- og
ráðstefnusali. Við erum
stofnaðilar Beint frá býli
og ræktum kjöt, græn-
meti og kryddjurtir
fyrir veitingahúsið
okkar. Gestirnir fá að
njóta þeirra afurða,“
segir Arndís.
„Sjálf bærnistefna
okkar er mjög víðtæk.
Við viljum reka ferðaþjón-
ustu á ábyrgan hátt gagnvart
samfélaginu. Auk þess þurftum
við að fylgja ákveðnu ferli til að
fá Svansvottun. Áhersla er meðal
annars lögð á að minnka orku-,
efnanotkun og úrgang. Hérna
hefur verið gengið lengra en það
sem Svanurinn setur okkur. Til
dæmis höfum við verið að mæla
matarsóun á veitingastaðnum. Við
höfum safnað miklum tölulegum
upplýsingum um matarsóun á
hvern gest og markvisst hefur
verið dregið úr henni. Allur
úrgangur er notaður í moltu-
gerð og dýrafóður. Það fer ekkert
til spillis. Við höfum verið með
spennandi námskeið fyrir starfs-
fólk í iðnaðareldhúsum þar sem
við kennum hvernig hægt er að
draga úr matarsóun,“ segir Arndís.
„Þessi námskeið hafa verið mjög
skemmtileg.“
Gestir þeirra Arndísar og Ívars
eru að mestum hluta
erlendir ferðamenn. Á
staðnum eru hótelher-
bergi, fimm smáhýsi og þrjú
stærri sumarhús. Arndís segir
að stærri húsin séu vinsæl hjá
fjölskyldufólki. „Hér er hægt að
komast í alls kyns afþreyingu. Við
erum með hestaleigu og bjóðum
veiði. Heima við bæinn eru hestar,
geitur, kindur, hænur, endur og
jafnvel kanínur sem fólk hefur
gaman af að skoða. Staðsetningin
gerir áfangastaðinn kjörinn fyrir
dagsferðir til dæmis til Vest-
mannaeyja, í Þórsmörk, til Land-
mannalauga, um Syðra-Fjallabak,
Gullna hringinn og margt f leira.
Smáratún er sveitabýli í Fljótshlíð,
13 km frá Hvolsvelli. Smáratún er
staðsett mitt á sögusviði Njáls
sögu. Inn af Fljótshlíð er Þórs-
mörk. Hægt er að skoða hótelið
á heimasíðunni smaratun.is eða
hafa samband í síma 487 1416.
Svansvottað sveitahótel í
fallegri íslenskri náttúru
Aðkoman að
Hótel Fljótshlíð
er snyrtileg og
næg bílastæði
fyrir gesti. Bærinn
nefnist Smáratún
og Arndís er alin
þar upp.
Það er fallegt í
Fljótshlíðinni og
alls kyns afþrey-
ing í boði.
Arndís Soffía Sigurðardóttir
rekur ferðaþjónustu í
Smáratúni ásamt eigin-
manni sínum, Ívari
Þormóðssyni mat-
reiðslumanni.
Hótel Fljótshlíð er
fjölskyldu rekið,
umhverfis vænt
sveita hótel sem
vottað er með
Svansmerkinu.
Þar er unnið að
sjálfbærni á sem
flestum sviðum.
Hægt er að horfa á sjálf-bærni fyrirtækja út frá hinni þrískiptu rekstrar-
af komu, þ.e. áhrifum þess á
jörðina (umhverfismál), fólkinu
(félags- og samfélagsmál) og
hagnaði (fjárhagsleg af koma).
Fyrir utan fjárhagslega af komu
mynda þessir þættir hugtakið
UFS, þ.e. umhverfi, félagsmál og
stjórnarhættir.
Í dag er staðan þannig að
fyrirtæki hafa ekki lengur val
um hvaða sjálf bærniþættir eru
mikilvægir er snúa að þeirra
rekstri.
Í nýútkominni skýrslu World
Economic Forum var niðurstað-
an að fimm af tíu helstu áhættum
í heiminum sneru að umhverfis-
málum, s.s. af brigðilegt veður,
náttúruhamfarir, manngerðar
náttúruhamfarir, vanræksla í
mótvægisaðgerðum og neikvæð
áhrif á lífríki. Þegar sama skýrsla
var gefin út árið 2009 þá voru
helstu áhættur aðallega efna-
hagslegar, s.s. verðhrun á eignum.
Það er því ljóst að áhættur er
snúa að sjálf bærni fyrirtækja eru
komnar framarlega á dagskrá
hjá stjórnendum. Þeir horfa því á
umhverfismál og þ.a.l. sjálf bærni
m.a. út frá langtímaáhættustýr-
ingu og út frá mikilvægisþáttum.
„Ein birtingarmynd þess er að
til dæmis hefur orðið gríðarlegur
vöxtur í skilum fyrirtækja í CDP,
alþjóðlegan gagnagrunn um
loftslagsmál. Árið 2018 voru yfir
7.000 fyrirtæki sem skiluðu inn.
Þá eru f leiri og f leiri fyrirtæki
farin að setja sér mælanleg mark-
mið sem byggja á vísindalegum
grunni,“ segir Bjarni.
Hann bætir við að önnur birt-
ingarmynd sé útgáfa grænna
skuldabréfa. „Slíkum útgáfum
er beinlínis ætlað að fjármagna
verkefni sem draga úr umhverfis-
áhrifum. Landsvirkjun, Reykja-
víkurborg og Orkuveita Reykja-
víkur hafa gefið út slík bréf hér á
Íslandi og fleiri aðilar eru líklegir
til að fylgja í kjölfarið.
Þá hefur fjöldi erlendra grein-
ingarfyrirtækja þróað aðferða-
fræði við að meta áhættu
fyrir tækja út frá sjálfbærni og
ESG-þáttum sem eru mikilvægir í
rekstri þessara fyrirtækja. Þessar
greiningar birtast fjárfestum og
öðrum t.d. í fjármálagagnaveitum
þar sem fyrirtæki eru mæld gegn
samkeppnisaðilum sínum.“
Hafþór Ægir segir gott að byrja
sjálfbærnivegferð fyrirtækis á að
skapa meðvitund hjá hagaðilum
fyrirtækisins, t.d. starfsfólki, fjár-
festum eða eigendum, birgjum, og
viðskiptavinum hvort sem það eru
orkufyrirtæki, alþjóðlegt fram-
leiðslufyrirtæki, tryggingarfélag,
þriggja manna hönnunarfyrir-
tæki eða lögmannsstofa. „Þegar
meðvitund hefur verið sköpuð
er rétt að miðla upplýsingum um
aðgerðir félagsins og þá stefnu og
markmið sem sett hafa verið. Þá er
mikilvægt að huga að því hvernig
mismunandi hagaðilar lesa í þær
upplýsingar sem miðlað er og við
hvaða alþjóðlegu staðla er stuðst.
Þá mætti telja að vegferð fyrir-
tækisins að sjálfbærni sé komin af
stað. Þá er hægt að stýra einstaka
sjálfbærniþáttum með það að
markmiði að verða leiðtogi í sjálf-
bærnimálum. Með því að stýra
réttu og mikilvægu þáttunum er
hægt að bæta samkeppnisstöðu,
búa til ný viðskiptatækifæri, draga
úr kostnaði og hafa meiri áhrif.“
Mikilvægar
spurningar í byrjun
n Hvernig fyrirtæki erum við?
n Hverjar eru okkar fyrirmyndir?
n Hverjir eru okkar hagaðilar?
n Hvernig lítur virðiskeðja okkar út?
n Kostar meira að gera eitthvað
núna eða bíða með það?
Sjálfbærni: tækifæri og áhættur
CIRCULAR Solutions er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærnimálum fyrirtækja. Þeir
Bjarni Herrera og dr. Hafþór Ægir segja að sjálfbærnimálin séu komin framarlega á dagskrá hjá
stjórnendum, en farið er að horfa á UFS sem mikilvæga þætti í áhættustýringu fyrirtækja.
CIRCULAR Solutions er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfbærni fyrirtækja. Hér eru Bjarni Herrera og dr.
Hafþór Ægir. Einnig eru í teyminu dr. Reynir Smári og Birgir Örn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
4 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-C
5
1
8
2
2
7
F
-C
3
D
C
2
2
7
F
-C
2
A
0
2
2
7
F
-C
1
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K