Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 35
Um langa tíð hafa umhverfis-mál verið mikilvægur þáttur í starfsemi Landsvirkjunar og á síðastliðnum árum hefur einnig verið lögð aukin áhersla á samstarf við samfélagið, heilsu-, öryggis- og starfsmannamál og miðlun þekkingar. Fram undan er vinna sem felur í sér endurskoðun á stefnunni til þess meðal annars að taka mið af nýjum áskorunum, þróun fyrirtækisins og væntingum hagsmunaaðila. „Með samfélagsábyrgð skapar Landsvirkjun eigendum sínum arð, fer vel með auðlindir lands og umhverfi, og stuðlar að því að þekking og jákvæð áhrif af starf- semi fyrirtækisins skili sér til sam- félagsins,“ segir Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri sam- félagsábyrgðar hjá Landsvirkjun. Meðal nýrra stefnuáherslna á sviði samfélagsábyrgðar Lands- virkjunar er upptaka alþjóðlega GRI-staðalsins og stuðningur við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. GRI stendur fyrir Global Reporting Initiative og er samræmd aðferðafræði til að mæla árangur fyrirtækja og stofnana í átt að sjálf bærri þróun. „Landsvirkjun ákvað að styðjast við staðalinn til að styrkja upp- lýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins sem og mark- miðasetningu og skilgreiningu áherslna. Samhliða þessari vinnu mun eiga sér stað ákveðin endur- mörkun á samfélagsábyrgðar- stefnu fyrirtækisins.“ Landsvirkjun styður við Heimsmarkmið (HM) Sameinuðu þjóðanna og leggur sérstaka áherslu á þrjú þeirra sem falla vel að starfsemi fyrirtækisins: HM 5 um jafnrétti kynjanna, HM 7 um sjálf bæra orku fyrir alla og HM 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Áhersla á jafnréttismál „Landsvirkjun setur nú mikinn kraft í jafnréttisvinnu og er það í samræmi við stuðning fyrirtækis- ins við Heimsmarkmið SÞ númer 5 um jafnrétti. Einnig fórum við að skoða markmið okkar í jafnréttis- málum í víðara samhengi sem og að ákveðin grasrót innan fyrir- tækisins vildi sjá auknar aðgerðir. Ráðist var í viðamikla úttekt á stöðu jafnréttismála og kallað eftir hugmyndum frá starfsfólki haustið 2017. Fyrir ári kynntum við þriggja ára aðgerðaáætlun jafnréttis með sautján umbóta- verkefnum sem færa munu fyrir- tækið nær markmiðum sem sett hafa verið í jafnréttismálum,“ upp- lýsir Jóhanna Harpa en umbóta- verkefnin snerta á ólíkum þáttum starfseminnar og styðja við þróun vinnustaðarins. „Við beinum sjónum meðal annars að jafnrétti þegar kemur að ráðningu nýrra starfsmanna og er fræðsla um jafnrétti hluti af nýliðaþjálfun í fyrirtækinu. Nú er að ljúka vinnu við greiningu á vinnuumhverfinu með til- liti til þess hvernig það höfðar til kynjanna og í vinnustaða- greininguna hefur verið bætt vísi sem er ætlað að mæla jafnrétti og samskipti kynjanna. Þá höfum við lokið við endurskoðun og kynningu á nýrri viðbragðsáætlun um kynferðislega og kynbundna áreitni eða of beldi,“ nefnir Jóhanna sem dæmi. Árangur á sviði jafnlauna Frá því verkefnið fór af stað árið 2017 hefur jafnréttisáhersla Lands- virkjunar vaxið að umfangi en Jóhanna Harpa segir að eftir því sem vinnunni hafi miðað áfram hafi orðið ljóst að mikið verk væri óunnið. Góður árangur hefur náðst á sviði jafnlauna en um áramót fékkst staðfest að Lands- virkjun hefði hlotið jafnlauna- vottun en jafnlaunakerfið stuðlar að því að starfsmenn njóti jafnra launa fyrir jafnverðmæt störf. „Breið nálgun er lykill að árangri á þessu sviði og því er leitast við að nálgast jafnréttismálin með því að skoða launa- og kynjahlutföll en líka menningu, fyrirmyndir, vinnuumhverfi, stefnu og skipu- lag. Við höfum áður unnið með hugmynd um framtíðarvinnu- staðinn Landsvirkjun og í ár er jafnréttismenning ein af þremur stefnuáherslum fyrirtækisins,“ upplýsir Jóhanna. Mannauðs- og jafnréttisstefna Landsvirkjunar var nýverið endur- skoðuð til þess að taka mið af nýjum áherslum í málaflokknum. Sjálfbær orka fyrir alla „Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 7 fjallar um að tryggja skuli öllu mannkyni aðgang að öruggri og sjálf bærri orku á viðráðanlegu verði eigi síðar en 2030. Innan þess mark- miðs falla þau undirmarkmið að hlutfall endurnýjanlegrar orku af orkugjöfum heimsins verði aukið verulega og að alþjóðleg samvinna verði aukin í því skyni að auðvelda aðgengi að rannsóknum og tækni á sviði umhverfisvænnar orku,“ útskýrir Jóhanna. Sérstaða í orkumálum Ísland hefur sérstöðu þegar kemur að aðgengi að endurnýjanlegum orkugjöfum í heiminum og vinna Íslendingar nærri 100 prósent allrar raforku með endurnýjan- legum orkugjöfum. Þar af vinnur Landsvirkjun þrjá fjórðu hluta þeirra orku. Landsvirkjun leitast við að finna leiðir til þess að miðla af þekkingu sinni á erlendri grundu til þess að auka aðgengi heimsbyggðarinnar að sjálf bærri orku. Landsvirkjun hefur á síðastliðn- um árum starfað með samtökun- um SEforALL – Sustainable Energy for All, eða Sjálf bær orka fyrir alla, en samtökin voru stofnuð á vegum Sameinuðu þjóðanna árið 2011. „SEforALL hafa á síðastliðnum þremur árum aukið umsvif sín verulega til að nálgast HM 7 um sjálf bæra orku fyrir alla. Í fyrra hóf göngu sína hraðall í samstarfi við Landsvirkjun og fleiri aðila en vinnustofa til undirbúnings hraðalsins var haldin á vegum Landsvirkjunar í Kröflu sumarið 2017. Hraðlinum er ætlað að auka áherslu á kynjajafnrétti, sam- félagsþátttöku og valdeflingu kvenna, auk þess að kortleggja hagsmunaaðila og mynda banda- lög sem stuðla að kerfisbreyting- um,“ útskýrir Jóhanna. Útflutningur á þekkingu Landsvirkjun Power, dótturfélag Landsvirkjunar, var stofnað fyrir áratug til að sinna verkefnum Landsvirkjunar á erlendri grundu. „Landsvirkjun Power veitir erlendum aðilum ráðgjöf og á í samstarfi um þróun vatnsafls- og jarðvarmavirkjana yfir alla virðiskeðju slíkra verkefna, frá frumhönnun og fýsileikakönnun í upphafi yfir í útboð, byggingu og að lokum rekstur,“ segir Jóhanna. Meðal nýlegra verkefna má nefna þróun og fýsileikakönnun fyrir vatnsaflsvirkjanir í Georgíu, undirbúning og framkvæmd útboðs í tengslum við öflun gufu fyrir jarðvarmavirkjun í Eþíópíu, aðstoð við undirbúning og rýni útboðsgagna fyrir vatnsafls- virkjun í Ástralíu og stuðning við rekstur og viðhald vatnsafls- virkjana á Grænlandi og fræðslu tengda því. Aðgerðir í loftslagsmálum Loftslagsbreytingar eru ein helsta áskorunin sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Kröfur eru gerðar til fyrirtækja um að leggja sitt af mörkum til að sporna við hlýnun jarðar. „Nýleg skýrsla IPCC sýnir afdráttarlaust nauðsyn þess að halda hlýnun jarðar í skefjum. Takist að halda hlýnun jarðar í 1,5°C verða áhrif af hitabylgjum, þurrkum, flóðum og áhrif á líf- fræðilegan fjölbreytileika mun minni en ef hitastig hækkar um 2°C. Til að ná markmiðinu um 1,5°C þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heims- vísu um 45 prósent fyrir árið 2030 og kolefnishlutleysi þarf að nást árið 2050. Uppbygging á endur- nýjanlegri raforku er því nauð- synleg til að ná þessu markmiði.“ Framlag Landsvirkjunar til lofts- lagsmála er einkum tvíþætt. Ann- ars vegar vinnur fyrirtækið orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum og hins vegar leggur það áherslu á að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda í starfsemi sinni. Þátttaka á COP24 í Póllandi Rögnu Árnadóttur, aðstoðarfor- stjóra Landsvirkjunar, var boðið að taka þátt í aðalpallborði COP24, 24. þings aðildarríkja Ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem fram fór í Katowice í Póllandi í desember 2018. „Í framsögu sinni sagði Ragna frá raforkusögu íslensku þjóðar- innar og framtakinu að nýta jarðvarma til hitunar. Megin- verkefni fundarins var að ganga frá samkomulagi um innleiðingu Parísarsamningsins 2015. Í lok fundar var reglugerð samþykkt sem skyldar öll ríki heims til að fylgja sömu stöðlum á mælingu á losun gróðurhúsalofttegunda og skilgreina stefnu sína í loftslags- málum. Ríki heims voru einnig hvött til að herða aðgerðir sínar gegn losun fyrir loftslagsfundinn 2020,“ segir Jóhanna. Rafbílavæðing Ný skýrsla Samorku um þjóðhags- leg áhrif raf bílavæðingar á Íslandi var gefin út í október. „Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar mun raf bílavæðing verða hagkvæm fyrir Ísland til lengri tíma litið og mikilvægur þáttur í að markmiðum Parísar- samkomulagsins um minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda verði náð fyrir 2030. Raf bíla- væðing hefur fleiri jákvæð, óbein áhrif sem snerta þjóðarhag, svo sem minni loftmengun og aukið orkuöryggi,“ upplýsir Jóhanna. Árið 2013 keypti Landsvirkjun fyrstu raf bílana til að nota í starf- semi fyrirtækisins og er hlutfall þeirra um 20% af bílaeign fyrir- tækisins. Á síðastliðnu ári var svo fjárfest í fyrsta vetnisknúna raf bílnum en kaupin eru liður í orkuskiptum fyrirtækisins. „Engin mengun stafar af notkun þeirra og fyrirtækið stefnir á að taka fleiri slíka bíla í notkun á komandi árum,“ segir Jóhanna. Útgáfa grænna skuldabréfa Í mars 2018 varð Landsvirkjun fyrsta íslenska fyrirtækið til að standa að útgáfu grænna skulda- bréfa. „Útgefandi grænna skulda- bréfa fær lán frá fjárfestum þar sem þriðji aðili vottar að andvirði skuldabréfsins verði ráðstafað í verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem til endurnýjanlegrar og sjálf- bærrar orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Grænu skulda- bréfin voru gefin út á Bandaríkja- markaði og var mjög vel tekið. Alls bárust tilboð fyrir yfir 700 milljónir Bandaríkjadala, en það samsvarar sjöfaldri eftirspurn, þar sem upphaflega var stefnt að útgáfu skuldabréfa að andvirði 100 milljónir Bandaríkjadala,“ upp- lýsir Jóhanna. Það er ánægjulegt að segja frá því að síðastliðinn þriðjudag hlaut Landsvirkjun verðlaun fyrir að vera brautryðjandi á sviði grænna skuldabréfa (e. Green Bond Pioneer Award) á árlegri ráðstefnu Climate Bonds í London. „Brautryðjendaverðlaun fyrir græn skuldabréf eru árleg viður- kenning sem veitt eru til samtaka, fjármálastofnana, ríkisstjórna og einstaklinga sem hafa sýnt frumkvæði með útgáfu grænna skuldabréfa. Útgefendur hafi þar með sýnt jákvætt fordæmi um umhverfisvænar fjárfestingar með lítið kolefnisspor á alþjóðlegum svæðum og mörkuðum,“ segir Jóhanna. „Verðlaunin í ár eru með sér- staka áherslu á smáar þjóðir, enda berum við öll ábyrgð á því að grípa til aðgerða vegna loftslagsmála. Landsvirkjun er brautryðjandi á Íslandi þegar kemur að grænni fjármögnun og hefur rutt leiðina fyrir aðra. Fyrirtækið er vel að verðlaununum komið,“ er haft eftir Sean Kidney, framkvæmdastjóra Climate Bonds Initiative. Sjá nánar á landsvirkjun.is. Landsvirkjun styður við þrjú af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; HM 5 um jafnrétti kynjanna, HM 7 um sjálf bæra orku fyrir alla og HM 13 um aðgerðir í loftslagsmálum. Viljum alltaf gera betur Frá stofnun Landsvirkjunar hefur rík áhersla verið lögð á starfsemi í sátt við samfélagið og umhverfi en fyrirtækið markaði sér sérstaka stefnu um samfélagsábyrgð árið 2012. Jóhanna Harpa Árnadóttir hjá Landsvirkjun. MYND/ANTON BRINK KYNNINGARBLAÐ 7 F I M MT U DAG U R 7 . M A R S 2 0 1 9 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA 0 7 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 0 7 2 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 F -A 2 8 8 2 2 7 F -A 1 4 C 2 2 7 F -A 0 1 0 2 2 7 F -9 E D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 7 2 s _ 6 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.