Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 18
Það gengur allt
mjög vel og við
erum búin að ná þátttöku-
þröskuldinum í þremur
verkfallsboðunum af sjö.
Viðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Eflingar
Veldu Panodil®
sem hentar þér!
Verkjastillandi og hitalækkandi
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi.
Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Panodil-LB-5x10 copy.pdf 1 06/11/2018 11:46
Vikan
Yfirvofandi verkföll,
leit í Ölfusá og Hatari
á leið í Eurovision
var meðal þess sem
bar hæst í liðinni
viku. Mislingar eru
þó það sem flestir
hafa áhyggjur af.
Lagið Hatrið mun sigra
verður því framlag Íslands í
Eurovision sem haldin
verður í Ísrael í maí.
Leitinni hefur verið hætt
í bili en verður haldið áfram
þann 16. mars næstkom-
andi.
Meira en 90 prósent
Íslendinga eru bólusett og
telja læknar því litla hættu á
mislingafaraldri.
Fjögur mislingasmit
Fjögur mislingasmit greindust
hér á landi undanfarna viku, er
það alvarlegasta staðan í áratugi.
Mislingar eru bráðsmitandi og
geta valdið dauða. Meira en 90
prósent Íslendinga eru bólusett
og telja læknar því litla hættu á
faraldri. Bólusett er við mislingum
við 18 mánaða aldur og eru það
helst ung börn sem eiga á hættu
að smitast. Fyrsta smitið greindist
á laugardaginn, um var að ræða 11
mánaða barn sem var í sama flugi
og einstaklingur sem smitaðist
erlendis. Í fyrstu var útlit fyrir að
það yrðu einu tilfellin. Síðar kom í
ljós að annað barn hefði smitast í
sama flugi, það barn fór á leik-
skóla. Sérstakt eftirlit er nú með
öllum börnum yngri en 18 mánaða
af leikskólanum til að koma í veg
fyrir útbreiðslu sjúkdómsins.
Leit að Páli hélt áfram
Leit hélt áfram að Páli Mar Guð-
jónssyni sem talið er að hafi ekið
út í Ölfusá fyrir neðan Hótel Sel-
foss á mánudaginn í síðustu viku.
Við leitina var notast við flygildi
ásamt gönguhópum og bátum.
Leitinni hefur verið hætt í bili en
verður haldið áfram þann 16. mars
næstkomandi. Þá mun Björgunar-
félag Árborgar, sérsveit ríkislög-
reglustjóra og sérfræðingar
Landhelgisgæslunnar framkvæma
mælingar á lögun og dýpi gjárinn-
ar neðan brúar yfir Ölfusá. Bæði
verður notaður búnaður þessara
aðila auk búnaðar í einkaeigu við
mælingarnar. Vonir standa til að
þá verði hægt að staðsetja flak
bifreiðarinnar. Greint var frá því
síðasta sunnudag að leitin að Páli,
sem var í bílnum, hefði engan
árangur borið.
Verkföll á næstunni
Búið er að ná lágmarkshlutfalli
kosningar í þremur af þeim sjö
verkföllum sem stéttarfélagið
Efling hefur boðað til á tíma-
bilinu 18. mars til loka apríl.
Kosning hófst klukkan tólf síðasta
mánudag og lýkur á laugardaginn,
klukkan 23.59.
„Það gengur allt mjög vel og
við erum búin að ná þátttöku-
þröskuldinum í þremur verk-
fallsboðunum af sjö,“ segir Viðar
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Eflingar stéttarfélags, í samtali við
Fréttablaðið.
Hann sagðist eiga von á því
að ná þátttökuþröskuldi í öllum
sjö verkfallsboðunum áður en
kosningu lýkur næsta laugardag.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, segir að á hádegi í gær hafi
félagið náð að uppfylla lágmarks-
þátttökuskilyrði fyrir þeim verk-
föllum sem félagið hefur einnig
boðað til á sama tíma og Efling.
Hatari til Ísraels
Hljómsveitin Hatari kom, sá og
sigraði í Söngvakeppni Sjónvarps-
ins síðustu helgi. Lagið Hatrið
mun sigra verður því framlag
Íslands í Eurovision sem haldin
verður í Ísrael í maí. Hatari hefur
gefið það út að hljómsveitin muni
nota dagskrárvaldið til að gagn-
rýna framgöngu Ísraels gagn-
vart Palestínumönnum. Sveitin
hefur fengið óblíðar móttökur í
ísraelsku pressunni fyrir vikið. Hún
hefur einnig verið gagnrýnd af
bæði málsvörum Palestínumanna
og Ísraelsmanna hér á landi.
Hins vegar á Hatari stóran aðdá-
endahóp hér á landi og tóku mörg
börn upp á því að klæða sig upp
í takt við klæðnað hljómsveitar-
meðlima á öskudaginn í gær.
TILVERAN
7 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
F
-9
3
B
8
2
2
7
F
-9
2
7
C
2
2
7
F
-9
1
4
0
2
2
7
F
-9
0
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K