Fréttablaðið - 07.03.2019, Blaðsíða 40
Ágúst og
Viktoría eru
sammála um að
aukið gagnsæi
og aðferðir í
samræmi við
markmið um
sjálfbæra þróun
séu lykilatriði.
MYND/ ANTON
BRINK
Samfélagsábyrgð á
að sjálfsögðu að
tengjast kjarnastarfsemi
fyrirtækjanna og helst
vera órjúfanlegur hluti
hennar
Ágúst Angantýsson
Nú snýst þetta ekki lengur bara um siðferði og hug-sjónir því að lagaumhverfið
setur fyrirtækjum sífellt strangari
skorður, t.d. með kröfum um
ófjárhagslega upplýsingagjöf í árs-
reikningi og á f leiri sviðum,“ segir
Viktoría. „Ungt fólk í dag velur
í auknum mæli vörumerki með
hreina virðiskeðju og hæft starfs-
fólk velur frekar að vinna fyrir
ábyrg fyrirtæki sem hlúa sérstak-
lega að umhverfi og samfélagi,“
bætir hún við.
Ágúst tekur undir þetta og
bendir á að aðgerðir sem gripið sé
til núna skapi samkeppnisforskot
eftir örfá ár. „Þetta er spurning um
fjárfestingu en ekki kostnað. Þeir
sem ekki bregðast við í tíma geta
lent í meiriháttar áskorunum innan
fárra ára þegar þeir komast ekki hjá
því að fást við auknar lagalegar og
siðferðislega kröfur til hliðar við
allt annað,“ segir hann.
Aðspurður um umhverfismálin
telur Ágúst að að sumu leyti hafi
umræðan þroskast mikið á undan-
förnum árum. „Samhengið er svo
miklu stærra en það hvort fyrir-
tæki noti prentarana sína aðeins
minna eða flokki plast. Til að ná
raunverulegum árangri verða þau
að einblína á umhverfis- og sam-
félagsáhrif í kjarnastarfsemi sinni.
Það leiðir til betri nýtingar á fjár-
munum, minni sóunar og dregur úr
áhættu í rekstri.“
„Það sama á við um samfélags-
ábyrgð,“ segir Viktoría. „Sumir
halda að hún snúist um að gefa
sem mest til góðgerðarmála en við
viljum meina að viðskipti og fjár-
festingar sem stuðla að verðmæta-
sköpun og góðu siðferði þar sem t.d.
komið er í veg fyrir spillingu skipti
auðvitað höfuðmáli.“ Þarna segist
Ágúst vera algjörlega sammála.
„Samfélagsábyrgð á að sjálfsögðu
að tengjast kjarnastarfsemi fyrir-
tækjanna og helst vera órjúfanlegur
hluti hennar,“ segir hann.
„Við sjáum öra þróun í mála-
flokknum og mörg fyrirtæki sinna
þessu málefni af miklum metnaði.
Mörg önnur eru öll af vilja gerð en
Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
snýst um kjarnastarfsemi
Hlýnun jarðar og breytingar í loftslagi eru ógnanir sem fyrirtæki þurfa að bregðast við. Viktoría
Valdimarsdóttir, forsvarsmaður Ábyrgra lausna, og Ágúst Angantýsson hjá KPMG eru sammála
um að aukið gagnsæi og aðferðir í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun séu þar lykilatriði.
Sjálfbær
þróun í þinni
kjarnastarfsemi
Nánari upplýsingar veitir Ágúst Angantýsson
í síma 545 6029 og aangantysson@kpmg.is
vantar e.t.v. sérfræðiþekkingu til að
komast af stað.“ segir Ágúst. „Nýlegt
dæmi um jákvæða þróun er útgáfa
grænna skuldabréfa sem gefa fag-
fjárfestum tækifæri til þess að upp-
fylla kröfur sem þeir hafa undir-
gengist um ábyrgar fjárfestingar.“
Aðspurð um fyrstu skref fyrir-
tækja í átt að sjálf bærni þá segja
þau bæði að þar geti verið um
talsverðan frumskóg að ræða.
„Aðferðir geta tengst heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna um
sjálf bæra þróun, ESG-viðmiðum,
GRI o.f l. en mikilvægt er að greina
lykilþætti í starfseminni og sinna
þeim vel frekar en færast of mikið
í fang,“ segir Viktoría. „Vel rekin
fyrirtæki með skýra stefnu þekkja
auðvitað sín markmið og sitt
viðskiptalíkan best en við búum
yfir haldgóðum upplýsingum um
hvaða lykilstærðir henta mis-
munandi starfsemi og aðstoðum
gjarnan við innleiðingu.“ Aðkoma
Ábyrgra lausna og KPMG að
slíkum verkefnum spannar vítt
svið, allt frá stefnumótun og
undirbúningi, innleiðingu og
þjálfun, yfir í staðfestingarvinnu
af fjölbreyttu tagi. Ágúst og Vikt-
oría státa af þekkingu og reynslu á
þessu sviði auk sterkra alþjóðlegra
tengsla og hvetja alla sem vilja
kanna þessa vegferð að hafa sam-
band við fyrsta tækifæri.
12 KYNNINGARBLAÐ 7 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RSAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
0
7
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
F
-B
6
4
8
2
2
7
F
-B
5
0
C
2
2
7
F
-B
3
D
0
2
2
7
F
-B
2
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
6
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K