Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 4

Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Helga Vala Helga- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar 1 mánuður er liðinn frá hvarfi fjöl- skylduföðurins Jóns Þrastar Jónssonar í Dublin. Fjölskyldan leitar hans ákaft og biðlar til Íra. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Ef lingar sagði gærdaginn „mjög merki­ legan dag“, en þá hófst verk fall 700 hótel starfs­ manna innan Eflingar verka lýðs ­ félags. Verkfallið stóð til mið­ nættis. Fé lags dómur kvað upp úr skurð sinn í fyrradag þess efnis að at kvæða greiðsla Eflingar um verk falls boðunina stæðist lög. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis telur til efni til að kalla eftir upp lýsingum um hver hlutur starfs manna gjald eyris eftir lits Seðla banka Ís­ lands var í að upp lýsa starfs mann Ríkis út varpsins þegar bankinn fram kvæmdi hús leit hjá sjávar út vegs fyrir tækinu Sam herja árið 2012. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisf lokks í Reykjavík var vonsvikinn þegar borgar­ stjórn felldi tillögur flokks­ ins til að liðka fyrir kjaravið­ ræðum á þriðjudag, svokallaðan „kjarapakka“ um lækkun út svars, rekstrar gjalda heimilanna og byggingarréttar­ gjalda. Þrjú í fréttum Verkfall, leki og kjarapakki TÖLUR VIKUNNAR 03.03.2019 TIL 9.03.2019 31,1% landsmanna er andvígt fyrirhuguðum verkföllum en rúmur helmingur fylgj- andi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 20 dag ar eru þar til frestur WOW air til að ná samningum við Indigo Partners um kaup þess síðarnefnda á félaginu rennur út. 42 ár eru síðan jafn mörg mislingasmit hafa verið staðfest á Íslandi og undan- farnar vikur. UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is EIGUM ÖRFÁA BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX. BJÓÐUM UPP Á 35” TIL 42” BREYTINGAPAKKA. 35” - 37” BREYTTUR UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI 40” - 42” BREYTTUR STJÓRNSÝSLA Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun sitja fyrir svörum á opnum fundi stjórn­ skipunar­ og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Á fundi nefndarinnar síðastliðinn miðviku­ dag fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um stjórnsýslu bankans á tímum gjaldeyrishafta, og gagnrýndi meðal annars opin­ berar yfirlýsingar forsvarsmanna bankans um þá sem sættu eftirliti og upplýsingagjöf við fjölmiðla um húsleitina hjá Samherja árið 2012. „Eins og málið lítur út á þessu stigi er það auðvitað grafalvarlegt. Við bíðum þó eftir svörum og skýr­ ingum frá fulltrúum Seðlabankans í næstu viku og eftir það ætti staðan að vera aðeins skýrari,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórn­ skipunar­ og eftirlitsnefndar. Hún segir málið hafa verið lengi hjá nefndinni og að fundur nefndar­ innar með fulltrúum Seðlabankans sé löngu ákveðinn. Á fyrrnefndum fundi nefndar­ innar sagði umboðsmaður  það ekki samræmast hlutverki for­ svarsmanna eftirlitsstofnana að lýsa opinberlega efasemdum um sakleysi manna eftir að mál þeirra hafi verið felld niður vegna galla á regluverki eða annarra formgalla. Umboðsmanni varð einnig tíð­ rætt um þau orð Más Guðmunds­ sonar í bréfi til forsætisráðherra, sem birt var á vef bankans í lok febrúar, að húsleitin hjá Samherja árið 2012 hefði haft ákveðin fæl­ ingaráhrif. Í bréfinu er fælingarmætti hús­ leitarinnar lýst þannig að tekist hafi að stöðva útstreymi aflandskróna og bæta virkni skilaskyldu. Með húsleitinni hafi verið send skýr skilaboð um að Seðlabankanum hafi verið alvara með því að fram­ fylgja höftunum. Í máli umboðsmanns kom einn­ ig fram að hann teldi ástæðu til að kanna nánar hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfs­ mann Ríkisútvarpsins um fyrirhug­ aða húsleit en við íþyngjandi rann­ sóknarúrræði eins og húsleit ríkir þagnarskylda á starfsmönnum sem að henni koma, ekki aðeins vegna rannsóknarhagsmuna heldur einnig vegna réttar borgaranna til að teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð. Umboðsmaður sagði Samherja­ málið og framkvæmd gjaldeyris­ eftirlitsins gefa tilefni til að huga betur að aðgreiningu verkefna hjá stofnunum sem er falið eftirlitshlut­ verk og vald til að beita viðurlögum. Slík verkefni fari ekki endilega vel saman við önnur verkefni viðkom­ andi stofnunar. Þessum vanda er einnig lýst í fyrrnefndu bréfi Más til forsætis­ ráðherra. Hann greinir þar frá því þegar starfsmenn bankans svari upplýsingabeiðnum fjölmiðla með vísan til þagnarskylduákvæða sé því jafnan verr tekið en í tilvikum annarra eftirlitsstofnana, lög­ reglu og saksóknara. Það kunni að skýrast af því að starfsmenn bankans tjái sig gjarnan opinber­ lega um önnur verkefni  bankans eins og peningastefnu og fjármála­ stöðugleika. Þá segir í bréfinu að Seðlabankinn eigi erfiðara með að draga sig inn í skel þar sem þögn sé gjarnan túlkuð sem svo að hlutir þoli ekki dagsljósið og neikvæð smitáhrif á aðra starfsemi geti haft neikvæð smitáhrif í meiri mæli en í tilvikum sérhæfðari eftirlitsstofn­ ana, lögreglu og saksóknara. adalheidur@frettabladid.is Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. For- maður nefndarinnar segir málið virðast grafalvarlegt og væntir skýringa á fundi með bankastjóranum. Búast má við að Már Guðmundsson fái erfiðar spurningar á opnum fundi í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -1 8 1 C 2 2 8 7 -1 6 E 0 2 2 8 7 -1 5 A 4 2 2 8 7 -1 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.