Fréttablaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 101

Fréttablaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 101
BÆKUR Roðabein Höfundur: Ann Cleeves Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir Útgefandi: Ugla Blaðsíður: 351 Roðabein er glæpasaga eftir Ann Cleeves sem nýkomin er út í íslenskri þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Bókin gerist á Hjaltlands- eyjum þar sem rann- sóknarlögreglumað- urinn Jimmy Perez rannsakar lát konu. Persónur sögunnar eru á því að konan ha f i lát ist veg na slysaskots og ekkert sérstakt bendir til þess að um annað sé að ræða. Þraut- þjálfaðir lesendur glæpasagna hljóta að telja sig vita betur og kunna að sýna vissa óþolinmæði vegna þess hversu lögreglan er sein að átta sig. Annað mannslát verður og er afgreitt sem sjálfsvíg meðan lesandinn er á annarri skoðun, þótt ekkert í textanum sjálfum staðfesti fyllilega þá tilfinningu hans. Í lokin er svo komið upp um morðingjann eins og vera ber, og sennilegt er að fæsta lesendur hafi grunað þann seka sterklega. Ekki nóg með það heldur er gamalt sakamál einnig leyst. Venjulega veldur Cleeves ekki vonbrigðum, hún er fær glæpa- sagnahöfundur og kann sitt fag. Hér tekst henni að draga upp góða mynd af samfélagi þar sem fólk geymir leyndarmál sem smám saman komast upp á yfirborðið. Þetta er lokað samfélag þar sem utanaðkomandi eru ekki alltaf vel- komnir gestir. Persónusköpun er góð og tvær eftirminnilegustu per- sónurnar eru einmitt konurnar sem myrtar eru. Báðar sérstakar á sinn hátt og lesandinn getur ekki annað en séð eftir þeim. Lögreglumaðurinn Perez er stundum nánast eins og auka- persóna í bókinni, týnist stundum innan um karaktera sem eru öllu svipmeiri en hann. Ekki skal það f lokkað sem galli. Í glæpasögum verða lesendur oft þreyttir á of fyrirferðarmiklum lýsingum á  storma- sömu einkalíf i lög- reglufólks þar sem aldrei ríkir friður. Hér er þeim hlíft við því. Roðabein er hin ágætasta glæpa- saga, gædd hæfilegri spennu. Helsti kosturinn er þó hversu vel höfundi tekst að lýsa litlu samfélagi  þar sem einstaklingar eru á vissan hátt innilokaðir og sumir geyma beina- grindur inni í skáp. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Fín glæpasaga sem fangar athygli lesandans, ekki síst vegna áhugaverðra lýsinga á lífi í litlu samfélagi. Beinagrindur í skápnum Iveco Crossway árgerð 2015 47 manna ekin 404.000 Verð 7.900.000 Rnr 221590 Iveco Crossway árgerð 2015 47 manna ekin 466.000 Verð 7.900.000 Rnr 221591 Mercedes Benz Integro L árgerð 2015 96 manna ekin 247.000 Verð 12.900.000 Rnr 221592 Man Lions Regio árgerð 2006 69 manna ekin 526.000 Verð 2.990.000 Rnr 221593 Skógarhlíð 10 • 105 Reykjavík • www.bilasalaislands.is Opið 10-18 virka daga 11-14 á laugardögum Aðalfundur Sýnar hf. Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn föstudaginn 22. mars 2019 kl. 10:00, í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík. Aðrar upplýsingar: Skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins syn.is/fjarfestatengsl. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin frá því tímamarki í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík, virka daga milli kl. 09:00 – 16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafa- fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð á eyðublaði sem unnt er að nálgast á vef félagsins. Endanleg dagskrá og tillögur hafa verið birtar í Kauphöll og er unnt að nálgast á vef félagsins. Sérstök tilnefningarnefnd hefur verið að störfum í samræmi við starfsreglur stjórnar og tilnefningarnefndar. Hluthafar og aðrir sem óska eftir tilnefningu nefndarinnar til framboðs til stjórnar að aðalfundi félagsins hafa átt þess kost að koma áhuga sínum og eftir atvikum framboði á framfæri við nefndina, en frestur til þess er nú útrunninn. Skýrsla tilnefningarnefndar var send Kauphöll með fyrra fundarboði.. Með fyrirvara um að stjórn staðfesti lögmæti hlutaðeigandi framboða leggur tilnefningarnefnd til að þau Heiðar Guðjónsson, Anna Guðný Aradóttir, Tanya Zharov, Hjörleifur Pálsson og Yngvi Halldórsson verði kjörin til setu sem aðalmenn í stjórn og Óli Rúnar Jónsson og Sigríður Vala Halldórsdóttir verði kosin í varastjórn. Tilnefningarnefnd mun leggja til að Kristinn Hallgrímsson hrl. verði fundarstjóri aðalfundarins. Eftir sem áður er unnt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm sólarhringum fyrir aðalfund, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 eða fyrir kl. 10 sunnudaginn 17. mars 2019. Framboð skulu berast á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum tækifæri á að kjósa tvo af þremur fulltrúum í tilnefningarnefnd. Framboðsfrestur til tilnefningarnefndar er til kl. 10 sunnudaginn 17. mars 2019 og ber að skila framboðum á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is Reglur um stjórnarkjör gilda eftir því sem við getur átt um kosningu tilnefningarnefndarfulltrúanna. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundar- gögn verða afhent frá kl. 9:30 á aðalfundardegi. Stjórn Sýnar hf. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári. 2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með hagnað félagsins á reikningsárinu 2018. 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins, sem fela í sér: a) Að heimila birtingu 20 stærstu hluthafa Sýnar hf. b) Að heimila félaginu kaup á eigin hlutum, sem verður viðauki við samþykktirnar. 5. Tillaga um stefnu um arðgreiðslur og/eða endurkaup eigin hluta. 6. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir árið 2019. 8. Kosning stjórnar félagsins. 9. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd félagsins í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar. 10. Kosning endurskoðanda félagsins. 11. Önnur mál löglega upp borin. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 53L A U G A R D A G U R 9 . M A R S 2 0 1 9 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -2 6 E C 2 2 8 7 -2 5 B 0 2 2 8 7 -2 4 7 4 2 2 8 7 -2 3 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.