Fréttablaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2019, Blaðsíða 6
SAMFÉLAG Heill mánuður er liðinn frá því Jón Þröstur Jónsson gekk út af hótelherbergi sínu á laugardags- morgni og út á götur Dublin. Enn er ekkert vitað um afdrif hans. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt til Írlands í vikunni eftir hvarfið. Þau hafa gert mikið til að vekja athygli á málinu. Til að byrja með vissu fáir á Írlandi af hvarfinu. Fjölskyldan, ásamt fjölmörgum sjálfboðaliðum, hefur dreift auglýsingum og komið fram í f jölmörgum sjónvarps- þáttum. Lögreglan á Írlandi hefur biðlað til almennings eftir upplýsingum, einnig leitast við að ná tali af öllum sem voru á Swords Road og Collins Avenue þennan morgun. Fjölmarg- ar ábendingar hafa borist. Fjöl- skyldan, sjálf boðaliðar og björg- unarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið og þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl. Daníel Örn Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar, var á leið á fund með lögreglunni þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Hann segir það velta á vísbendingum lögreglunn- ar hvar, hvenær og hvort leitinni verður haldið áfram. „Það er margt fólk hérna tilbúið að hjálpa og bíður bara eftir því fara að leita. En ef hann hefur stigið upp í leigubíl þá gæti hann verið hvar sem er,“ segir Daníel Örn. Jón Þröstur og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. Hann ætlaði að taka þátt í pókermóti í þrjá daga vikunnar eftir komuna, annars ætluðu þau einfaldlega að skoða sig um. Hann spilaði póker á hótelinu kvöldið áður og tapaði nokkur hundruð þúsund krónum. Fjölskylda hans telur ólíklegt að það tengist hvarfinu á einhvern hátt. „Ég spila ekki póker sjálfur en ég hef hitt Mánuður síðan Jón Þröstur hvarf í Dublin Tímalína atburða í hvarfi Jóns Þrastar 8. FEBRÚAR Jón Þröstur fer til Írlands. Um kvöldið spilar hann póker á hótelinu og tapar á milli 200 og 640 þúsund krónum. 9. FEBRÚAR Að morgni kemur Jana Guðjóns­ dóttir, unnusta Jóns Þrastar, til Írlands. Hún vekur hann á hótelherberginu og ræðir við hann stuttlega. Hún fer niður til að fá sér kaffi og reykja. Jón Þröstur yfirgefur her­ bergið og gengur upp Swords Road. 12. FEBRÚAR Fjöl­ skylda Jóns Þrastar fer til Írlands. 13. FEBRÚAR Írska lögreglan biðlar til almennings um upp­ lýsingar um ferðir Jóns Þrastar. FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 22. FEBRÚAR Bræður Jóns Þrast ar koma fram í The Late Late Show, vinsælum spjallþætti á Írlandi. LAUGARDAGINN 23. FEBRÚAR Fjölmargir sjálfboðaliðar og fjölskyldumeðlimir ráðast í umfangs­ mikla leit á svæðinu í kringum hótelið. Íslenskar björgunar­ sveitir sjá um að kortleggja svæðið. 24. FEBRÚAR Lög­ reglan birtir mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir Jón Þröst á gangi upp Swords Road fram hjá High­ field­hjúkrunar­ heimilinu. 25. FEBRÚAR Jana Guðjónsdóttir í við­ tali í Kastljósi. Hún segir ekkert geta útskýrt hvarfið. 26. FEBRÚAR Bræður hans koma fram í sjónvarpsþættinum Crimecall, þar eru sýndar upptökur úr eftirlitsmynda­ vélum. SUNNUDAGINN 3. MARS Almanna­ varnir Dublin leita áfram á svæðinu, notast er við þyrlur og leitarhunda. Leitað á stóru svæði, meðal annars við sjóinn. 6. MARS Hanna Björk Þrastardóttir, móðir hans, í viðtali við Virgin Media News á Írlandi. Hún segist ekkert vita sem geti útskýrt hvarfið. Hún biðlar til þeirra sem gætu vitað eitthvað um afdrif hans að gefa sig fram. Auðbrekku 10, 2. hæð, 200 Kópavogi Netfang covericeland@covericeland.is Sími 7777001 CoverIceland fagnar Góu og komandi vori með sérstökum afslætti á svalalokunum ef gengið er frá samningi fyrir 15. mars. Svalalokun lengir sumarið og veitir möguleika á eigin gróðurhúsi á svölunum þínum. Bjóðum hagstæð greiðslukjör. Skipta má greiðslum niður á allt að 48 mánuði með Pei greiðslulausn. Laugardaginn 9. mars frá 11 til 15 mun lögfræðiþjón- usta laganema við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við KPMG veita einstaklingum endurgjaldslausa aðstoð við gerð skattframtala 2019. Individuals are invited to receive complimentary assistance with filing their tax reports, Saturday 9th of march from 11:00 -15:00 at Reykjavík University, Menntavegi 1. Aðgangsupplýsingar • að heimabanka • að skattframtali á skattur.is • verktakamiða (ef á við) Access information • password and/or identity key for • the online key for skattur.is (veklykill RSK) • contractor’s slip/ticket (if applicable) HVAÐ ÞARF AÐ HAFA MEÐFERÐIS? WHAT INFORMATION SHOULD I BRING? THE DUE DATE FOR FILING INDIVIDUAL TAX REPORTS IS MARCH 12TH. SKILAFRESTUR Á SKATTFRAMTALI EINSTAKLINGA ER TIL 12. MARS Skattadagur Lögréttu Endurgjaldslaus aðstoð við gerð skattframtala Free assistance with filing tax reports Lögrétta’s tax day HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Mánuður er liðinn frá hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fjölskylda, sjálfboðaliðar og björg­ unarsveitir hafa leitað af sér allan grun á svæð­ inu þar sem hann sást síðast. Bróðir Jóns segir það velta á vísbend­ ingum lögreglu hvenær leitin heldur áfram. Jóns Þrastar Jónssonar hefur verið saknað síðan 9. febrúar síðastliðinn. Hans er enn leitað í Dublin á Írlandi. alla þessa menn í pókersambandinu hérna úti, þetta eru einfaldlega toppmenn,“ segir Daníel Örn. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vega- bréf á sér. Hann var með greiðslu- kort en þau hafa ekki verið notuð. Talað hefur verið um að hann gæti verið með stóra fjárhæð í peningum á sér, Daníel Örn segir það mega rekja til misskilnings í kringum útvarpsviðtal skömmu eftir hvarf- ið. „Það var talað um að hann gæti verið með nokkra þúsundkalla á sér, þá vorum við að tala um krónur en ekki evrur. Ef hann er með eitthvað á sér, þá er það ekkert mikið.“ Ekkert getur útskýrt hvers vegna 41 árs leigubílstjóri, tveggja barna og tveggja stjúpbarna faðir, er horfinn. „Allir eru að klóra sér í hausnum yfir þessu. Fólk heima veit jafn mikið og við. Þetta er bara ein risastór ráðgáta.“ arib@frettabladid.is Jón Þröstur og Jana unnusta hans ætluðu að verja tíu dögum á Írlandi. 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -2 B D C 2 2 8 7 -2 A A 0 2 2 8 7 -2 9 6 4 2 2 8 7 -2 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.