Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 11

Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 11
Við getum ekki haft velmegandi og friðsæl samfélög ef það er haldið aftur af helmingi íbúanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherrra og Kristalina tóku í vikunni þátt í málstofu um konur, viðskipti og lög. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lagaleg staða kvenna í heiminum er misjöfn Í skýrslu Alþjóðabankans kemur fram að konur í heiminum njóta að meðaltali aðeins um 75 pró- senta af lagalegum réttindum karla. Aðeins sex lönd mældust með jafna stöðu en það eru Belgía, Danmörk, Frakkland, Lettland, Lúxemborg og Sví- þjóð. Ísland er í 16.-18. sæti listans en samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar njóta konur hér á landi 96,88 prósenta af laga- legum réttindum karla. Það sem upp á vantar er ákvæði í lögum sem tryggir einstaklingum sem kjósa að vera heima og sinna börnum sínum lífeyrisréttindi. Við mat á lagalegri stöðu kvenna var horft til 35 mis- munandi þátta í lagaumhverfi landanna í átta meginflokkum. Þeir snúa að réttindum varðandi ferðafrelsi, atvinnu, laun, hjú- skap, barneignir, atvinnurekstur, eignir og lífeyrisréttindi. Ef aðeins er horft til OECD- ríkja þar sem tekjur eru hæstar er meðaltal réttindanna 93,5 prósent. Verst er lagaleg staða kvenna í Miðausturlöndum og Norður-Afríku þar sem konur njóta aðeins rúmlega 47 pró- senta af réttindum karla. Staðan á heimsvísu hefur batnað á síðustu tíu árum en meðaltal réttindanna var um 70 prósent árið 2008. Á tímabilinu hefur staða kvenna batnað í öllum heimshlutum, hlutfalls- lega mest í Suður-Asíu. þessu á síðasta ári. Þannig er ég núna að stýra fundum þar sem kynjahlutfallið er jafnt. Það breytir umræðunum að fá fleiri sjónarhorn á hlutina. Ég er sannfærð um að við tökum betri ákvarðanir þegar við höfum þennan fjölbreytileika.“ Kristalina segist á sínum starfs- ferli hafa þurft að leggja meira á sig heldur en karlkyns kollegar sínir til að sanna sig og teljast jafningi þeirra. „Ég man hvernig þetta var á fyrstu árum mínum í bankanum. Ein- hverju sinni þegar ég var búin að vera þarna í nokkur ár stóð bankinn frammi fyrir mjög krefjandi verk- efni. James Wolfensohn sem var þá forseti bankans sneri sér að mér og sagði: „Kristalina, svo mikið verk að vinna en svo fáar konur.“ Það hefur breyst. Sem betur fer.“ A lþjóðabank inn bir ti f y r ir skömmu nýja skýrslu um þróun á lagalegri stöðu kvenna í heim- inum. Kristalina segir að staðan hafi batnað á þessu tímabili en það gerist samt of hægt. Ástandið og áskoranirnar séu mjög mismunandi milli heimshluta. „Norðurlöndin og Eystrasalts- löndin standa sig mjög vel þegar kemur að jafnréttismálum. Við gerðum þessa skýrslu bæði til að hvetja lönd heimsins áfram en líka til að benda á vel heppnaðar umbætur og góðar reynslusögur. Við hvetjum lönd til að grípa til aðgerða til að auka réttindi kvenna því það er siðferðislega rétt.“ Jafnrétti kynjanna komi sér líka vel fyrir efnahaginn. „Við getum ekki haft velmegandi og friðsæl samfélög ef það er haldið aftur af helmingi íbúanna.“ Fyrir mörg lönd í heiminum snú- ist áskorunin fyrst og fremst um að bæta löggjöfina varðandi réttindi kvenna. „Við sjáum mörg jákvæð merki í skýrslunni um árangur jafnvel þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Til dæmis hefur lögum verið breytt í Afganistan þannig að konur hafa nú sjálfstæðan rétt til að eign- ast vegabréf.“ Hins vegar séu aðrar áskoranir fyrir lönd eins og Ísland þar sem lagaleg staða kvenna er góð. „Fyrir þau lönd sem hafa lagaumhverfið í lagi þarf samt ennþá að tryggja að þessum lögum sé framfylgt. Það er í mörgum löndum lögum samkvæmt skylt að borga körlum og konum sömu laun fyrir sömu vinnu en það er ekkert land í heiminum sem nær því alveg.“ Þess vegna fagnar Kristalina sérstaklega úrræðum eins og jafn- launavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2017. „Þetta er mjög áhugavert framtak og vonandi munu aðrar þjóðir fylgja í kjölfarið.“ Alþjóðabankinn var stofnaður í lok seinni heimsstyrjaldarinnar og var ætlað að vera lánveitandi fyrir fátækari ríki heims. Hlutverk hans er enn að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunar- landa. Tvö meginmarkmið bankans eru að berjast gegn fátækt í heiminum og að stuðla að jafnari dreifingu hagsældar. Þannig er markmiðið að árið 2030 búi aðeins þrjú prósent íbúa heimsins við sára fátækt en þá er miðað við að einstaklingur lifi af minna en 1,90 dollurum á dag. Frá 1990 til 2015 lækkaði hlutfall jarðarbúa sem búa við sára fátækt úr 36 prósentum í 10 prósent. Spár Alþjóðabankans gera ráð fyrir að þetta hlutfall hafi farið niður í 8,6 prósent á síðasta ári. Stærstur hluti vandans er nú í ríkjum Afríku sunnan Sahara en þar býr um helmingur hópsins. Þá eru 26 af 27 fátækustu ríkjum heims á þessu svæði. Ísland mun taka sæti í stjórn bankans síðar á árinu sem fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystra- saltsríkja. Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, verður fulltrúi Íslands. Fram undan er val á nýjum for- seta bankans. Hefð hefur verið fyrir því að forseti Bandaríkjanna tilnefni forseta Alþjóðabankans en Evrópa framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Donald Trump hefur tilnefnt David Malpass sem er hátt settur í bandaríska fjármálaráðuneytinu. Hann var efnahagsráðgjafi Trumps í forsetakosningunum 2016. Malpass hefur í gegnum tíðina gagnrýnt Alþjóðabankann og sagt hann of stóran og óskilvirkan. Fjár- málaráðuneyti Líbanons hafði til- nefnt Ziad Hayek í forsetastólinn en sú tilnefning var dregin til baka í vikunni vegna þrýstings annarra ríkja. sighvatur@frettabladid.is Mitsubishi Eclipse Cross / Instyle / 4x4 Skoda Karoq / Ambition / 1.6 TDI / Sjálfskiptur Fullt verð: 5.490.000 kr. Fullt verð: 4.850.000 kr.Veftilboð: 5.190.000 Kr. Volkswagen e-Golf / Rafmagnaður Fullt verð: 4.540.000 kr. Veftilboð: 4.290.000 Kr. Veftilboð: 4.550.000 Kr. Audi Q7 e-tron / Design / 4x4 Fullt verð: 12.300.000 kr. Veftilboð: 10.990.000 Kr. 9 mars kl. 12-16 VEFVEISLAHEKLU NÝ VEFVERSLUN HEKLU OPNAR VEFVEISLA www.hekla.is/vefverslun LÉTTAR VEITINGAR Krispy Kreme. PÁSKAEGGJALEIKUR Í verðlaun eru páskaegg frá Góu og 100.000 Kr. inneign í vefverslun HEKLU. Hér er aðeins sýndur hluti af bílum í boði en þó er um takmarkað magn bíla að ræða. Fyrstir koma, fyrstir fá! Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. Birt með fyrirvara um prentvillur. DÚNDURTILBOĐ Tilboð á nýjum og notuðum HEKLU-bílum. 20% afsláttur af þverbogum, skíða- og hjólafestingum. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is HEKLA Notaðir bílar · Kletthálsi 13 · 110 Reykjavík VELTIBÍLLINN Veltibíllinn verður á svæðinu. BLÖĐRULISTAMENN ANDLITSMÁLNING Afsláttur 250.000 Kr. Afsláttur 300.000 Kr. Afsláttur 1.310.000 Kr. Afsláttur 300.000 Kr. *V er ðu r á L au ga ve gi 1 70 -1 74 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11L A U G A R D A G U R 9 . M A R S 2 0 1 9 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -2 B D C 2 2 8 7 -2 A A 0 2 2 8 7 -2 9 6 4 2 2 8 7 -2 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.