Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 16
Þú þarft meira en orðin tóm
Þú getur talað eins og þú vilt, en þegar upp er staðið gerir
síminn þinn takmarkað gagn án gagnamagns.
Ef þú ert í færðu 100 GB fyrir sama verð.
Ótakmarkaðar
mínútur og SMS 3.490
kr. á mánuði
+10GB =
Ekki vera
gagnslaus
Framtíðin er spennandi.
Ertu til?
Baráttuhugur
í kröfugöngu
Maxim Baru, sviðsstjóri
félagssviðs Eflingar
Ég er mjög ánægður með
mætinguna og þennan
mikla áhuga. Við
finnum líka fyrir miklum
stuðningi félagsmanna
sem ekki eru í verkfalli.
Margir þeirra vilja líka
fara í verkfall.
Ani Marincean, fyrrverandi hótelþerna
Ég er hér til að sýna stuðning við verkfallið. Það er
mikilvægt að þetta gerist 8. mars á alþjóðlegum
baráttudegi kvenna. Konur kröfðust betri launa og
styttri vinnutíma þarna fyrir rúmlega 100 árum. Ég
held við séum enn í sömu stöðu og þá.
Martyna Dobrowolska, fyrrverandi hótelþerna
Ég hef unnið við þessi störf og þekki aðstæðurnar.
Þetta er svo sannarlega vanþakklátt starf. Mig lang-
aði að sýna stuðning fyrir þær sem höfðu kannski
ekki hugrekkið til að koma hingað í dag.
Karolina, starfsmaður við þrif á gistihúsi
Aðstæður okkar eru slæmar. Launin eru það lág að
það er nánast ómögulegt að lifa eðlilegu lífi. Það er
ekkert líf að eiga bara fyrir mat og lélegu húsnæði.
Það eiga allir að geta notið lífsins líka. Ég er tilbúin í
fleiri verkföll ef á þarf að halda.
María S. Gunnarsdóttir, félagi í MFÍK
Við í MFÍK höldum alltaf upp á 8. mars og vekjum
athygli á einhverju brýnu samfélagsmáli. Við erum
sannfærðar um að jöfnuður í samfélagi stuðli að friði
og styðjum kröfur Eflingar.
Hótelþernur í Eflingu lögðu niður störf klukkan tíu
í gærmorgun og stóð verkfallið til miðnættis. Efl-
ingarfólk fjölmennti í Gamla bíó þar sem boðið var
upp á dagskrá allan daginn. Farið var í kröfugöngu
um miðbæinn sem endaði á baráttufundi Menn-
ingar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, MFÍK.
Fréttablaðið ræddi við nokkra þátttakendur.
K JAR AMÁL Viðar Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri Ef lingar, sagði
að dagurinn hefði gengið mjög vel.
„Það er búið að skamma okkur
mikið fyrir að lýsa tilfinningum
okkar í garð þessa dags en ég held
að allir sem eru hérna hafi séð
að verkalýðsbarátta og gleði
geta farið saman. Það er bara
baráttugleði.“
Hann segir að afskipti
haf i verið höfð af
ý m s u m m á l u m
sem voru möguleg
verkfallsbrot. „Ég
myndi segja að
það haf i ek k i
verið mikið um
gróf eða vísvit-
andi verkfalls-
brot. Það hafa
komið upp vafa-
tilfelli og þá hefur
okkar fólk bara farið
í það og komið með ábendingar. Í
f lestum tilfellum hefur því verið
sinnt.“
Atkvæðagreiðslu um næstu lotu
verkfalla lýkur á miðnætti í kvöld.
„Atkvæðagreiðslan gengur mjög
vel. Við erum búin að mæta þátt-
tökuþröskuldinum í öllum þessum
atkvæðagreiðslum. Það verður
gaman að sjá hvað við fáum mikla
þátttöku,“ segir Viðar. – sar
9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
6
-F
F
6
C
2
2
8
6
-F
E
3
0
2
2
8
6
-F
C
F
4
2
2
8
6
-F
B
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K