Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 09.03.2019, Síða 30
umræddri f lugvél voru einmitt þau að vélin væri skráð erlendis og í eigu erlends aðila. Frá þessu var sagt í fjölmiðlum. Ef lögmaður fjölskyldunnar hefði komið auga á þessa staðreynd í tæka tíð hefði fjölskylda Grants Wagstaff getað höfðað skaðabóta- mál í Bandaríkjunum og átt þar von á margfalt hærri bótum vegna frá- falls hans ef málið ynnist. Tveggja ára fyrningarfrestur í Bandaríkj- unum leið hins vegar í ágúst 2017 án þess að nokkuð væri að gert ytra. Öll sund virðast því lokuð fyrir fjöl- skylduna þar í landi. Arngrímur einn sagður tryggður Eftir að bæði skýrsla rannsóknar- nefndar f lugslysa og niðurstaða lögreglurannsóknar lá fyrir kveður Sarah lögmanninn hafa sagt nú í vetrarbyrjun að öll púsl væru nú komin og því loksins hægt að leggja fram kröfu á Sjóvá sem tryggði vélina sem fórst. Krafan nam 75,5 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Í svari frá Sjóvá, sem lögmaður- inn framsendi ekkjunni í desember síðastliðnum, var bótakröfu fjöl- skyldunnar algerlega hafnað. Trygg- ingin væri þannig að flugmaður og farþegar væru tryggðir og vélin sjálf. Wagstaff hafi hins vegar verið svo- kallaður „pilot not flying“ eða „flug- maður sem ekki er að f ljúga“ sam- kvæmt rannsóknarnefnd flugslysa og öðrum málsgögnum. Sem slíkur hafi Grant því ekki verið tryggður. „Kemur margsinnis fram í fram- burðarskýrslum Arngríms að þeir hafi rætt saman og í sameiningu tekið ákvarðanir varðandi f lugið fram að slysinu,“ vitnar lögmaður Sjóvár í orð hins eftirlifandi f lug- manns. Samkvæmt tryggingarskírtein- inu er Arngrímur einn tilgreindur sérstaklega með nafni sem tryggður flugmaður. Þá náði tryggingin einn- ig eingöngu til einkaflugs á Íslandi. „Við lögðum of mikið traust á lög- mannsstofuna en við áttum þá ekki von á að þetta yrði svona langdregin orrusta um tryggingamál,“ segir Sarah sem kveðst sjá mikið eftir að hafa ekki sjálf sett sig inn í málið í stað þess að að treysta einfaldlega lögmanninum hjá Opus. Nýútskrifaður lögfræðingur „Þegar ég las í gegn um f lugslysa- skýrsluna sá ég ýmsar alvarlegar villur og var mjög brugðið,“ segir Sarah. Hún haf i gert athuga- semdir við störf lögmannsins hjá Opus, meðal annars fyrir að hafa ekki einu sinni haft fyrir að af la umboðs systkinanna sjálfra til að leggja fram kröfu í þeirra nafni. Lög- maðurinn hafi viðurkennt að hún hefði átt að hafa fengið umboð frá hverju og einu þeirra enda séu þau öll fullorðið fólk. Sjálf er Sarah 34 ára í dag, bróðir hennar Tyler þrí- tugur og systirin Claire 25 ára. „Þarna hringdu sterkar viðvör- unarbjöllur hjá mér. Ég hugsaði með þér að þessi lögmaður væri ekki mjög faglegur. Alls staðar í heiminum hefði lögmaður byrjað á því að afla umboðs þeirra sem hann ætlar að starfa fyrir,“ segir Sarah. Lögmaðurinn sem um ræðir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, út sk r ifaðist samk væmt upp - lýsingum á vefsíðu Opus með BA í lögfræði í júní 2015. Hún tók við málefnum ekkju f lugmannsins í febrúar 2016 er lögmaðurinn sem hafði annast málið áður fór í barns- burðarleyfi. Á þeim tímapunkti var Berglind 25 ára og hvorki komin með meistarapróf í lögum né mál- f lutningsréttindi. Hún lauk hins vegar meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands á árinu 2017. Rætt er við Berglindi í þessari umfjöllun á síðunni hér á undan. Hún vísar ásökunum Söruh á bug. „Þetta svo er hræðilegt að ég trúi þessu varla,“ segir Sarah. „Hvernig getur lögmannsstofa tekið slíkt mál að sér og falið það óreyndri mann- eskju? Kannski reyndi hún sitt besta en hún er of reynslulítil til að taka að sér svona flókið mál.“ Þá segir Sarah að lögmaðurinn Yfirlýsing frá Sjóvá Vegna umfjöllunar Fréttablaðs- ins um flugvél sem brotlenti í Barkárdal árið 2015 og tryggð var hjá Sjóvá vill félagið koma eftir- farandi á framfæri. Ágreiningur máls- ins snýr að því annars vegar hvort hinn látni geti talist hafa verið farþegi í vélinni eða áhafnarmeðlimur og hins vegar hvort flug- maðurinn, sem lifði slysið af, hafi sýnt af sér saknæm mistök í flug- inu sjálfu og aðdraganda þess. Í einstaka tilfellum eru mál þannig að um þau skapast ágreiningur. Í þessu tilfelli er um að ræða viðkvæmt og flókið mál sem því miður þarf að láta reyna á fyrir dómstólum. Þetta er ekki óskastaða fyrir neinn og ekki léttvæg ákvörðun þar sem margir eiga um sárt að binda vegna slyssins. Sjóvá hefur samúð með öllum hlutað- eigandi í þessu hörmu- lega slysi en mun ekki tjá sig efnislega nánar um málið í fjölmiðlum. Virðingarfyllst, Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár Úr lögregluskýrslu frá því eftir slysið hafi verið afar spar á að veita upp- lýsingar. Til dæmis hafi tekið marg- ar tilraunir að fá hana til að segja hjá hvaða tryggingafélagi f lugvélin var tryggð. Uppnám í fjölskyldunni Að því er Sarah segir hefði ekki komið til greina að viðkomandi lögfræðingur annaðist málið ef allar staðreyndir hefðu legið á borðinu fyrir fram. „Það er engin leið. Þetta mál er of mikilvægt,“ segir hún. Þótt Grant og Roslyn Wagstaff hefðu enn verið gift og bestu vinir að sögn Söruh höfðu þau skilið að borði og sæng og hann hafði starfað sem flugmaður erlendis um árabil. Einhver virðist hafa skýrt Sjóvá frá því að hjónin byggju ekki lengur saman og tryggingafélagið krafðist skýringa. „Þetta var mjög skrítið og við þurftum að huga að því hvort við börnin yrðum að vera aðskilin frá mömmu ef til frekari málareksturs kæmi,“ segir Sarah. Við þessa uppá- komu hafi áreitið og sársaukinn orðið enn meiri. „Mamma komst í mikið uppnám fyrir jólin. Þetta reyndi mikið á þolrifin í okkur og ég sagði að við skyldum þá bara láta málið niður falla.“ Útlitið ansi svart Lögmaðurinn hjá Opus hafði þá þegar lagt fram kröfu á Sjóvá og Sarah segir þau systkinin hafa ákveðið að bíða átekta – jafnvel þótt þau hefðu þá enn ekki veitt Opus umboð til að fara með mál þeirra. „Svo kom þessi neitun í kring um jólin og það var eins og síðasta hálmstráið fyrir mig,“ segir Sarah. Hún leitaði engu að síður til annars lögmanns á Íslandi. Eftir athugun hafi sá lögmaður sagt að hann teldi ekki nægar líkur á því að málið ynn- ist og hafnaði því að taka það að sér. Væri það meðal annars vegna þess að samkvæmt tryggingarskírteini flugvélarinnar hefði vélin sjálf, f lug- maður og farþegar verið tryggðir en ekki „pilot not flying“ – „flugmaður sem ekki er að f ljúga“ – sem Grant hefði verið talinn vera af rann- sóknarnefnd flugslysa. „Útlitið er ansi svart og ég held að málinu séu eiginlega lokið fyrir okkur,“ segir Sarah sem finnst illa farið með fjölskylduna. Hún gagn- rýnir harðlega að rannsóknarnefnd flugslysa skuli hafi skilgreint föður hennar sem „pilot not flying“ í f lug- inu. Það hafi verið Arngrímur sem f laug vélinni. Umrædd f lugvél er ekki skilgreind sem tveggja f lug- manna vél heldur eins f lugmanns vél eins og Arngrímur sagði sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglunni. Glufa og fyrirsláttur Við yfirheyrslur hjá lögreglu kvaðst Arngrímur hafa flogið vélinni allan tímann. Hann segir að Grant hafi hins vegar sett eldsneyti á vélina fyrir brottför og reynt að koma blöndungshitara í vélinni í gagnið eftir að hún missti afl í aðdraganda brotlendingarinnar. „Þetta með „pilot not f lying“ lítur einfaldlega út eins og glufa; fyrirsláttur sem er verið að nota sem afsökun fyrir að greiða ekki bætur,“ segir Sarah. „Þetta eru klikkuð rök – eins og ef þú værir í f lugvél sem far- þegi en sért líka flugmaður þá værir þú ábyrgur fyrir f luginu.“ Lögreglan fyrir sitt leyti sagðist „ekki geta sett fram ákveðna niður- stöðu um orsakir“ þess að flugvélin fórst en í skýrslu rannsóknarnefnd- ar f lugslysa segir að „mannlegir þættir hafi sátt stóran þátt í slys- inu“. Nefndin segir skilgreiningu sína á Grant sem „f lugmanni sem er ekki að fljúga“ – „pilot not flying“ byggjast á því að hann hafi verið ráðinn sem ferjuf lugmaður fyrir f lugið og bæði tekið að sér verkefni í undirbúningi f lugsins og að sögn Arngríms um borð í vélinni eftir að neyðarástand var komið upp. Pabbi minn er ekkert á Íslandi „Arngrímur er valdamikill maður og miklu mikilvægari maður á Íslandi en faðir minn. Hann er eins konar flugmógúll og goðsögn fyrir Íslendingum. En pabbi minn er ekkert fyrir þeim,“ segir Sarah sem ásakar sjálfa sig fyrir andvaraleysi. „Núna finnst mér ég algerlega hafa brugðist bróður mínum og systur. Ég hefði átt að blanda mér miklu fyrr í málið og þá hefði þetta ekki farið svona.“ Að því er Sarah segir hefur Arn- grímur Jóhannsson aldrei látið frá sér heyra eftir slysið þótt hann hafi átt að vera vinur föður hennar. „Við höfum ekki nokkurn tíma heyrt í Arngrími eftir slysið. Eng- inn hefur hringt í okkur og vottað okkur samúð vegna þessa missis,“ segir Sarah Wagstaff og er heyran- lega misboðið. „Þetta tryggingarmál er hrein- lega svo gróft. Við fáum ekkert sem viðurkenningu á þeim sársauka og þjáningu sem við erum að ganga í gegn um,“ heldur Sarah áfram. Saga fyrir almenning og pabba Sarah segir að sér finnist að menn haf i nýtt sér að Wagstaff-f jöl- skyldan þekkir ekkert til hér á landi. „Þótt ég geti ekki sagt að ég sé undrandi þá þýðir það ekki að ég sé ekki gríðarlega vonsvikin. Það er eitthvað ekki eins og það á að vera en sennilega komumst við aldrei til botns í því. Við erum í Kanada og höfum engin sambönd á Íslandi og mér sýnist við beitt óréttlæti,“ segir hún. Þrátt fyrir að Sarah segist telja að lögmannsstofan Opus sé sek um vanrækslu í Wagstaff-málinu og að hún vildi gjarnan sjá stofuna dregna til ábyrgðar kveðst hún sjálf hvorki hafa vilja né fjárhagslegt bol- magn til að reka bótamál gegn fyrir- tækinu. „Vilji minn hefur verið bugaður. Staðan er ekki auðveld fyrir okkur og við viljum bara að þetta sé yfir- staðið. En ég vil að þessi saga sé sögð fyrir almenning að heyra því þetta er ekki réttlæti. Og ég held að pabbi hefði viljað það vegna þess að við höfum ekki getað lagt hann til hvílu,“ segir Sarah. Börnin fylgja ekki ekkjunni Á síðasta ári felldi lögreglan niður sakamálarannsókn á hendur Arn- grími vegna flugslyssins. Sarah segir að ekki standi heldur til af hennar hálfu að hefja málarekstur gegn Arngrími. „Í rauninni er afsökunar- beiðni allt sem við viljum frá Arn- grími. Það væri nóg.“ Roslyn, ekkja Grants Wagstaff, er hins vegar ekki af baki dottin og ætlar enn að leita réttar síns. Það hyggst hún gera með aðstoð Berg- lindar Glóðar Garðarsdóttur hjá Opus eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær. Sarah hefur enga trú á þjónustu Opus og vill ekki taka þá í málarekstrinum. „Hvernig gat þetta eiginlega komið fyrir fjölskyldu mína?“ spyr Sarah Wagstaff. Arngrímur Jóhannsson lét ekki ná í sig í gær vegna þessarar umfjöll- unar. Í RAUNINNI ER AF- SÖKUNARBEIÐNI ALLT SEM VIÐ VILJUM FRÁ ARNGRÍMI. ÞAÐ VÆRI NÓG. Arngrímur Jóhannsson, stjórnarfor- maður Atlanta Arngrímur var enn á sjúkrabeði er lögreglumenn tóku af honum skýrslu á Landspítalanum tíu dögum eftir slysið. 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 8 7 -1 D 0 C 2 2 8 7 -1 B D 0 2 2 8 7 -1 A 9 4 2 2 8 7 -1 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.