Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 82

Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 82
ÉG ER MJÖG ORKUMIKIL MANNESKJA OG ÞAÐ HENT- AR MÉR EKKI AÐ VINNA Í HEFÐBUNDNU STARFI FRÁ 9-5. Ljósmyndarinn Ása Stein-arsdóttir er nýkomin úr skíðaferð til Kanada, stuttu eftir að hún lenti á Íslandi var hún þotin vestur á firði. Hún er jafnan á ferð og f lugi um heiminn og hefur komið til 53 landa á ferli sínum. Til jafnfjarlægra landa og Norður-Kóreu, Óman, Havaí og Japans. Ása er hávaxin og glaðleg í fram- komu. Það má segja að henni sé ástríðan fyrir náttúru og útivist í blóð borin. Foreldrar hennar eru Steinar Guðlaugsson jarðeðlisfræð- ingur og Margrét Óskarsdóttir sem starfar í ferðaþjónustu. „Pabbi hefur unnið sem jarðeðlis- fræðingur allt sitt líf. Hann er núna kominn á eftirlaun og mjög sáttur við það. Mamma er frjáls í anda, hún hefur unnið árum saman í ferðabransanum og er líka golfari, hún vinnur reyndar núna fyrir Vita golf. Við erum frekar venjuleg fjöl- skylda, en ég er fædd í Ósló. For- eldrar mínir bjuggu í Noregi í 20 ár. Okkur leið vel þar en við f luttum hingað heim í Árbæinn í Reykjavík þegar ég var sjö ára gömul,“ segir Ása. Tvöfaldaði launin í Noregi Ása hélt tengslum sínum við Noreg. Þegar efnahagshrunið skall á þá var hún í menntaskóla og fór til Noregs að vinna á sumrin. „Og launin tvö- föld í Noregi, það kom sér aldeilis vel,“ segir Ása og brosir breitt. Ása hefur vitað frá unglingsaldri að ljósmyndun og útivist yrðu líf hennar og sál. „Ég var samt haldin togstreitu. Mér fannst ég þurfa að mennta mig, það voru ekki margar fyrirmyndir í sjónmáli. Ég fór í heil- brigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og fór svo að vinna hjá Icepharma að loknu námi. Eftir eitt ár fer þessi löngun að toga í mig. Ég flutti til Tyrklands þar sem ég vann sem fararstjóri. Ég bjó í Tyrklandi í um hálft ár,“ segir hún frá og segir togstreituna aftur hafa gert vart við sig. „Mér fannst ég þurfa að mennta mig enn meira og fór og lærði tölv- unarfræði. Það er svolítið fyndið að ég hafi endað á því að vera sex ár í háskóla. Og að í öll þessi ár var ljósmyndunin svona áhugamál til hliðar. Ég leit aldrei svo á að ég gæti unnið sem ljósmyndari einn dag- inn,“ segir Ása. Starfsreynslan ýtti henni út í fagið. „Ég vann hjá Guide to Iceland og Arctic Adventures sem eru stór ferðaþjónustufyrirtæki. Þannig leiddist ég út í markaðsstarf. Það sem henti mér svo alveg út í djúpu laugina er þegar ég þáði starf hjá Sahara sem er stafræn markaðs- stofa. Ég var annar starfsmaðurinn sem var ráðinn. Ég kom því til starfa þegar það var ótrúlega margt að gerast og ég þurfti að hlaupa í öll hlutverk. Ég þurfti að mynda dag- lega, alls konar tónleika, útihátíðir og viðburði. Þá rann upp fyrir mér ljós. Ég gæti gert meira.“ 9-5 hentaði ekki Ekki einungis fann Ása að hún gæti gert meira heldur kviknaði sterk þörf. Hún fann að hún þurfti á því að halda að gera miklu meira. „Ég fann að ég vildi miklu meiri fjöl- breytni. Ég er mjög orkumikil manneskja og það hentar mér ekki að vinna í hefðbundnu starfi frá 9-5. Starfið hjá Sahara hentaði mér vel, þar voru alltaf ný verkefni. En ég ákvað hins vegar að láta slag standa,“ segir Ása sem ákvað að starfa sjálfstætt. „Ég hlæ stundum að því að mér finnst ég vera með pínulítið fyrir- tæki í hausnum á mér. Það er svo- lítið fyndið líka að mörgum í kringum mig finnst ég bara vera að leika mér. Eru hálf hissa á því að ég sé að vinna. En þetta er mikil vinna, það er miklu meiri pressa að sækja verkefni og það sé eitthvað nýtt að koma inn. Og það veltur allt á mér sjálfri,“ segir Ása. „Ég hef aldrei haft eins gaman af neinu starfi. Ég get einhvern veginn hagað mínum verkefnum þann- ig að ég hef bara hundrað prósent áhuga á því sem ég er að gera. Þetta er draumastarfið, að starfa sem ljósmyndari en líka að taka þátt í að móta fyrirtæki í markaðsstarfi þeirra. Ég er nefnilega líka með við- skiptavini sem vilja hjálp við að markaðssetja sig á netinu og það er gefandi að ná árangri í því. Allt sjónrænt, allt sem hefur að gera með myndir og hvernig þær segja sögu eða kveikja á tilfinningu, því hef ég allra mest gaman af,“ segir Ása. Havaí er heillandi Vinir hennar segja henni að hún lifi stundum í gegnum linsuna. „Mér líður best þegar ég er að taka myndir. Þó að ég sé í krefjandi og stóru ljósmyndaverkefni þá finnst mér aldrei eins og ég sé í vinnunni,“ segir hún. Ása hefur ferðast oft og víða síð- ustu ár. „Ég hef farið til 53 landa, en hef farið miklu oftar út. Ég fer oft til sömu staðanna. Mér finnst Japan mjög heillandi. Það er hægt að fara á skíði í Japan og þar eru líka eldfjöll og heitar laugar. Ferðalag til Mong- ólíu stendur líka upp úr, svo fór ég nýlega til Havaí sem heillaði mig mjög mikið, landslagið er ekkert ólíkt Íslandi, þar eru eldfjöll, hraun og fallegar fjörur,“ segir Ása. Rammvillt uppi á hálendi Þó að Ása hafi verið í ótryggum aðstæðum í fjarlægum löndum hefur hún aldrei verið í raunveru- legri hættu nema hér heima á Íslandi. „Ég held að hættulegustu aðstæð- urnar hafi verið hér heima á Íslandi. Við fórum þrjú saman fyrir nokkru á jeppa upp á hálendi og ætluðum að gista í skála sem þar er. Hann er mjög einfaldur og annars lík- lega aðeins notaður einu sinni á ári þegar það er verið að smala. Við gistum í skálanum í eina nótt og þegar við vöknuðum hafði snjóað mikið. Það var ekkert símasam- band. Við þurftum að ákveða hvort við færum sömu leið til baka eða reyndum að fara hringinn. Við ákváðum að fara hringinn en veðrið versnar, það snjóar enn meira. Við vorum orðin smeyk og íhuguðum að snúa við í skálann en við vildum reyna að finna símasamband því enginn vissi nákvæmlega hvar við vorum,“ segir Ása og segir þau ekki hafa gefið neinum upp nákvæma staðsetningu. Þau festu bílinn uppi á hálendi og voru þá orðin rammvillt. „Við festum bílinn og hann fór djúpt í snjóinn. Hann lá á maganum og við sjáum ekki einu sinni hvar vegurinn er lengur. Við erum stödd í algjörri auðn. Snjóeyðimörk. Við reynum að grafa heillengi og ekkert gerist. Þarna varð ég í alvörunni hrædd og hausinn á mér fór af stað. Hvenær myndu mamma og pabbi kalla út björgunarsveitina? Og hvað myndu þau segja? Þau vissu ekki einu sinni hvar ég var. Hausinn á mér var á f leygiferð. Og þá kemur íslenskur maður á risajeppa keyrandi,“ segir Ása. Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Insta­ gram. Hún gaf 9­5 lífið upp á bátinn og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar með aðstoð samfélagsmiðla. „Ég hef aldrei haft eins gaman af neinu starfi. Ég get einhvern veginn hagað mínum verkefnum þannig að ég hef bara hundrað prósent áhuga á því sem ég er að gera,“ segir Ása. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -0 E 3 C 2 2 8 7 -0 D 0 0 2 2 8 7 -0 B C 4 2 2 8 7 -0 A 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.