Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 84

Fréttablaðið - 09.03.2019, Side 84
Ása og félagar hennar festu jeppann uppi á miðju hálendi. Veður versnaði og ekkert símasamband. Þeim var bjargað fyrir hreina tilviljun. Ása er nýkomin frá Kanada þar sem náttúru- fegurðin er grípandi. Ása nýtur þess einnig að ferðast á Íslandi. Þverhnípi í Himalaya Maðurinn bjargaði þeim ofan af hálendinu og það tók langan tíma. „Þetta var ótrúleg tilviljun. Ef hann hefði ekki komið, þá hefðum við aldrei komist heim. Hann var í ferð með fjölskyldu sem þyrsti í öðru- vísi ævintýri. Hann þurfti að draga okkur ellefu sinnum áður en við komumst niður af hálendinu,“ segir Ása sem býr að reynslunni ævilangt. „Það er svo skrýtið hvernig haus- inn á manni fer af stað. Fyrsta við- bragð er að ganga eitthvert í burtu. Það er eitthvað sem maður á alls ekki að gera heldur bíða. En það er svo sterk þörfin sem kviknar hjá manni að gera eitthvað, reyna eitt- hvað til að komast úr aðstæðunum og maður þarf að vinna gegn því,“ segir Ása. Hún segist einnig oft hafa verið í mjög krefjandi aðstæðum í Ind- landi þar sem reyndi á innri ró og jafnaðargeð. „Til dæmis í rútu- ferðum hátt í Himalajafjöllunum þar sem er þverhnípt niður. Engin bílbelti og há tónlistin og bílstjór- inn trúir bara á æðri mátt. Það er há slysatíðni og mannslíf í Indlandi eru ekki jafn mikils metin og hér heima. Maður sá slysin gerast og fólk kippir sér ekki upp við það og heldur bara áfram í sínu.“ Á vini víða um heim Einna dýrmætast við starfið og ferðalögin sem því fylgja er vináttan og tengslanetið sem Ása hefur byggt upp um allan heim. „Mér þykir ótrúlega vænt um vina- og tengslanetið, sem er úti um allan heim. Ég finn kannski mest fyrir því þegar ég er að ferðast því núorðið á ég vini í f lestum borgum. Nýlega ferðaðist ég til Havaí og gat þá gist hjá fjölskyldu vinkonu minnar. Þau lánuðu mér bíl og pabbi hennar sem er f lugmaður fór með mig í f lugferðir. Það er ómetanlegt að búa að því að þekkja fólk af ólíkri menningu víða um heim. Það víkkar sjóndeildarhringinn,“ segir Ása og segist einnig eiga góðan vin í Óman sem hún hefur heimsótt tvisvar. „Hann hefur komið fjórum sinn- um til Íslands og kemur með ferskar döðlur til mín. Ég kem með íslenskt nammi til hans og hann lánar mér arabíska kjóla og klæðnað. Þetta er alveg magnað að geta þetta. Ég fæ stundum samviskubit yfir því hvað ég er lítið heima, en veit á sama tíma að mínir góðu vinir á Íslandi eru til staðar,“ segir Ása. Vann fyrir bílarisann Audi Ásu líður best úti í náttúrunni. Hún segist vita að hún sé ekki hefðbund- in og beðin um að lýsa sér leitar hún til vinkvenna sinna. „Þær segja sko að ég sé strákur í skvísulíkama. Ég er líka sögð rótlaus, það er ef til vill augljóst. Ég fíla alls ekki mikla rút- ínu og þarf fjölbreytni og áskoranir,“ segir hún. Henni hefur gengið óhemjuvel síðustu ár að byggja upp feril sinn. Henni fylgja tæplega 130 þúsund manns á Instagram og mun f leiri horfa á ljósmyndir hennar og mynd- skeið. Hún fær sífellt f leiri verkefni og tækifærin eru helst hjá stórum erlendum fyrirtækjum. „Það verkefni sem ég er hvað stolt- ust af er þegar ég fékk að vinna fyrir bílaframleiðandann Audi í sviss- nesku Ölpunum. Þeir voru að kynna nýjan bíl og ég myndaði ferðalagið í gegnum Alpana á honum og fór til þriggja landa, Sviss, Austurríkis og Þýskalands. Þetta var mjög gaman,“ segir Ása. Draumurinn að segja sögu Framtíðardraumar Ásu eru að mynda enn meira í náttúrunni og segja sögu breytinga sem eru að verða vegna loftslags og ágangs manna. „Áhugi minn er á náttúruljós- myndun, ég vil segja sögu með myndum mínum og vekja athygli á málefnum eins og til að mynda bráðnun íss á Suðurskautslandinu og í Ölpunum og lít upp til nokk- urra ljósmyndara sem gera það nú þegar og hafa mikil áhrif,“ segir Ása sem segir mikilvægt að skrásetja breytingar á náttúrunni. „Heimur- inn er að breytast svo mikið, ég held að besta leiðin til að vekja athygli á því sé að taka myndir. Hér á Íslandi líka, jöklarnir okkar eru að breytast og bráðna. Ljósmyndarar í Noregi hafa tekið áhrifamiklar myndir af laxeldi í Noregi og sýnt fram á skað- leg áhrif á villta laxastofninn. Þetta er draumurinn í augnablikinu,“ segir Ása sem segist átta sig á því að draumar geti breyst. „Kannski vil ég einn daginn bara vera á einum stað, hver veit?“ segir hún. Karllægur bransi Ása þurfti að hafa fyrir því að koma ár sinni vel fyrir borð í náttúruljós- myndun sem er karllægur bransi. „Það eru ekki margar stelpur að mynda náttúruna og landslag og þetta er klárlega mjög karllægur bransi. Stór fyrirtæki sem bjóða ljósmyndurum í myndatúra bjóða oft bara strákum og körlum. Það gerði til dæmis Olympus-fyrirtækið og maður hugsar með sér, í alvöru? Það er 2019. Að það skuli enginn fatta að bjóða konum í þessar ferðir, það skil ég ekki,“ segir Ása og segir mikilvægt að skoða samhengið. Hvers vegna það séu fáar stelpur og konur sem leggja fagið fyrir sig. Vísað á krúttlega myndavél „Ég hef aldrei áður orðið vör við kynjamismunun nema í þessum bransa. Ég ákvað bara að verða bara betri og fá verkefni. Sanna mig. Það rann líka upp fyrir mér ljós. Þegar það hallar á konur þá skekkist allt. Þegar ég hugsa um það þá finn ég og veit að mig hefur alltaf langað til að verða ljósmyndari þótt leiðin hafi verið löng. En hvatningin og fyrir- myndirnar voru ekki til staðar. Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna fólk tengir þetta ekki saman og sér samhengið. Ég get nefnt dæmi, þegar ég var að kaupa mér ljósmyndabúnað og nefni að ég þurfi alvöru búnað þá var mér vísað á krúttlega mynda- vél, Canon Kiss X. Þetta er ekki eina dæmið, þetta eru ótal skref og ótal krókar á leiðinni,“ segir Ása. „Og þegar maður hellir sér út í fagið þá tekur maður meira og meira eftir þessu. Þess vegna fagnaði ég því mjög að fá jafn stórt verkefni og fyrir bílarisann Audi. Það var áfangi og sýndi að ég, stelpan, get þetta. Þetta er karlavígi, það er staðreynd og það er verst þegar stór fyrirtæki sjá þetta ekki,“ segir Ása sem segir að þannig sé erfiðara að koma á viðhorfsbreytingu. „Við erum færri, eðlilega eru fleiri karlar ráðnir þegar þeir eru svona margir. En mér finnst líka eðlilegt að vera með fáeinar stelpur í hópnum.“ Kann illa við orðið áhrifavaldur Þó að Ása hafi nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram kann hún illa við orð á borð við; samfélags- miðlastjarna og áhrifavaldur. „Orðið áhrifavaldur er svo ýkt. Áhrifavaldar hér áður fyrr voru brautryðjendur á borð við Einstein! Fólk sem hafði alvöru áhrif. Þó að ég fái bara jákvæð við- brögð fer ekki fram hjá mér neikvæð umræða um ungt fólk á samfélags- miðlum, en mörg okkar eru hins vegar að byggja upp feril og atvinnu. Ég fengi ekki þau atvinnutækifæri sem mér bjóðast án samfélags- miðla og ég gæti heldur ekki lifað þessum lífsstíl. Instagram-síðan mín er nokkurs konar ferilmappa, ég er að skapa mér ákveðna ímynd og maður þarf virkilega að hugsa og vera einbeittur í því hvað maður setur á miðilinn. Því þetta er í raun fjölmiðill og ég er meðvituð um að áhorf og lestur á minni síðu er marg- faldur á við þá sem fylgja mér. Eina ljósmynd sem fær 20 þúsund læk hafa 240 þúsund manns séð.“ Þetta er framtíðin Ríkisskattstjóri vakti ný verið athygli á því að svokallaðir áhrifa- valdar hefðu skattskyldu og birti leiðbeiningar þess efnis. Undan- farið hefði stækkað sá hópur fólks sem hefur tekjur af markaðssetn- ingu vöru og þjónustu á samfélags- miðlum. „Það er undarlegt að einblína sér- staklega á það að áhrifavaldar hafi skattskyldu. Að sjálfsögðu bera allir sem hafa tekjur skattskyldu. Að taka út eina starfsgrein finnst mér skrýtin umræða. Ég er bara með minn endurskoðanda eins og flest- ir sem taka reksturinn alvarlega,“ segir Ása og segist stundum finna að lítið sé gert úr framtaki ungs fólks. „Það er ýjað að því að þetta sé allt á gráu svæði. En það er það ekki. Þetta er svolítið framtíðin. Svar fólks við því að það skortir fjölbreytni og vettvang. Það er svo mikið af ungu fólki sem er að gera góða hluti og er líka hvetjandi fyrir annað ungt fólk. Flottar fyrirmynd- ir. Við lærum hraðar, þetta er minni heimur, f leiri tækifæri. Samfélags- miðlar snúast ekki alfarið um útlits- dýrkun og neysluhyggju. Ég man þegar ég byrjaði á Instagram, það var af einni ástæðu. Til að fylgja ljós- myndaranum Paul Nicklen. Hann sérhæfir sig í að mynda náttúruna og gerir það af einstakri ástríðu. Á bak við myndirnar er mikil vinna og stundum fylgja sögurnar með. Þetta er komið til að vera og sér- staklega hjá þeim sem eru í þessu af lífi og sál.“ Myndir úr ferðalögum Ásu eru á+Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS VIÐ LÆRUM HRAÐAR, ÞETTA ER MINNI HEIMUR, FLEIRI TÆKIFÆRI. SAM- FÉLAGSMIÐLAR SNÚAST EKKI ALFARIÐ UM ÚT- LITSDÝRKUN OG NEYSLU- HYGGJU. 9 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :3 7 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 8 7 -2 1 F C 2 2 8 7 -2 0 C 0 2 2 8 7 -1 F 8 4 2 2 8 7 -1 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.