Fréttablaðið - 09.03.2019, Page 97
Þetta er absúrd leikrit sem fjallar um leitina að lífsfullnægju sem er svo gjarnan í gegnum neyslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
með reynslumesta fagfólkið í skipu-
lags- og borgarmálum. Núna er
staðan sorgleg því hjá Reykjavíkur-
borg eru endalaus átök, upplausn og
óstöðugleiki.“
Erfið banalega
Hvað er næst á dagskrá eftir frum-
sýningu á Súper?
„Ég er að hugsa um að snúa mér að
leikritaskrifum. Það er nokkuð sem
ég hef mjög gaman af. Síðan er ég að
vinna handrit að sjónvarpsþáttum
með Ragnari Bragasyni og Eddu
Björgvins. Þættirnir heita Gamli
maðurinn og eru lauslega byggðir á
foreldrum mínum.
Pabbi var að mörgu leyti mjög sér-
stakur. Eftir að hann dó safnaði ég
saman sögum af honum og fékk líka
efni í gegnum dánarbúið. Ég fann
fullt af hlutum sem ég hafði ekkert
vitað um, eins og bréfaskriftir hans.
Hann hafði mjög ríka réttlætiskennd
og sendi harðorð bréf í ýmsar áttir.“
Þú hefur skrifað um pabba þinn og
þið virðist hafa verið gjörólíkir menn.
Þykir þér vænt um hann?
„Já.“
Maður hafði það kannski ekki
alltaf á tilfinningunni við lestur
bóka þinna. Finnst þér þú hafa verið
of harður við hann að einhverju leyti?
„Já. Pabbi las Indjánann og fannst
bókin fín. Hann ræddi það ekki við
mig heldur við annan mann og sagði
að þarna væri mín útgáfa af því sem
hefði gerst. Það var ómögulegt fyrir
mig að ræða við hann og mömmu
um frumbernsku mína, þau voru
ekki til umræðu um það. Þóttust
ekki muna neitt.
Banalega pabba reyndist mér
mjög erfið og okkur öllum því hann
var kröfuharður og tilætlunarsamur.
Ég var hjá pabba þegar hann skildi
við. Þegar hann dó fann ég að mér
þótti afar vænt um hann.“
arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka
Flestum Íslendingum
finnst Arion appið
besta bankaappið
Samkvæmt könnun MMR í nóvember 2018 sögðu 50,2% svarenda Arion appið
vera besta bankaappið, helmingi fleiri en nefndu öpp annarra banka.
Nú er Arion appið orðið enn betra.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 49L A U G A R D A G U R 9 . M A R S 2 0 1 9
0
9
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:3
7
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
8
6
-F
F
6
C
2
2
8
6
-F
E
3
0
2
2
8
6
-F
C
F
4
2
2
8
6
-F
B
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K