Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 4
INNLENT 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 Soðinn þorskur í jólamatinn Það er allt fullbókað hérna áhótelinu yfir jól og áramót.Það verður fljótt uppbókað á þessum árstíma. En við erum með biðlista sem við notum ef einhver hættir við. Við höfum pláss fyrir rúmlega 50 ketti í pössun hjá okkur. Það eru margir að nýta sér þetta því fólk veit að kisurnar eru öruggar hér og það fer vel um þær,“ segir Hall- dóra Snorradóttir, forstöðukona Kattholts. Kisur vanræktar í desember Halldóra segir starfsfólk Kattholts alltaf hvetja fólk til að fá örugga pössun fyrir dýrin sín ætli það sér að fara að heiman yfir hátíðarnar. „Það er alltaf eitthvað um að fólk skilji dýrin eftir heima ef það fer að heim- an. Sem getur verið allt í lagi ef ein- hver kemur og gefur þeim og leikur við þær, en það bara gengur ekki alltaf upp. Sumar kisur eru því mið- ur mjög vanræktar á þessum árs- tíma. Til okkar hringja oft nágrann- ar sem hafa áhyggjur af kisum á þessum árstíma. En ef er grunur um vanrækslu þá á alltaf að tilkynna það til Matvælastofnunar,“ bendir hún á. Þær kisur sem eru svo heppnar að fá pláss á Hótel Kattholti geta þó ekki kvartað, ekki væsir um þær. Hver og ein hefur stórt og rúmgott búr þar sem hún er með bæli og sand. Svo geta þær leikið í opnu rými og verið í samskiptum við aðra ferfætlinga og starfsfólkið í Katt- holti. „Yfirleitt er það erfiðara fyrir eig- endur en kisuna að setja kisu í pöss- un. Fólki finnst erfitt að fara frá þeim á þessum árstíma. En oftast gengur þetta mjög vel hjá okkur og kisurnar aðlagast vel.“ En í veröld þar sem myndir, myndbönd og stöðug samskipti tröllríða öllu vilja eigendur að sjálf- sögðu fregna af högum gæludýrsins meðan á hóteldvölinni stendur. „Já, það er talsvert um að fólk biðji okk- ur um að senda myndir af kisunum og fréttir af því hvernig gengur. Sumir hringja eða senda tölvupóst en aðrir vilja fá sendar myndir. Og það er þá bara alveg sjálfsagt mál, við viljum leyfa fólki að fylgjast með og heyra hvernig gengur. Við tökum alltaf vel í það þegar eigendur vilja fá fréttir af sínu dýri.“ Margt er gert til þess að gera dvölina sem hátíðlegasta. „Hér er jólamatur eins og annars staðar, við erum með soðinn þorsk og rækjur. Svo eru sumir eigendur sem koma með litla pakka handa kisunum sín- um sem við opnum fyrir þær á að- fangadag,“ segir Halldóra um jóla- stemninguna í Kattholti. Fastagestir í áratug Kattholt var stofnað 1991 og hefur síðan þá starfrækt kattahótelið. Lengi vel var Hótel Kattholt eina kattahótelið hér á landi en síðan hafa fleiri bæst við, til að mynda hjá Dýraspítalanum í Garðabæ. Að sögn Halldóru eru fastagestir á Hótel Kattholti líkt og á öðrum hótelum. „Hingað hafa mjög margar kisur komið í pössun. Margir eru fastagestir og orðnir mjög heima- vanir, hafa jafnvel verið að koma hingað í tíu ár. Fólk er ánægt með pössunina og nýtir sér hana í hvert sinn sem það fer í frí.“ Þótt hótelstarfsemin hjá Kattholti sé talsvert fyrirferðarmikil á þess- um árstíma eru þar einnig kettir í heimilisleit. Engir kettlingar eru í Kattholti um þessar mundir en ein- hverjar fullorðnar kisur sem hafa enn ekki fengið varanlegt heimili. „Sumir kettirnir hér eru gamlir og jafnvel gigtveikir. En það hefur al- mennt gengið mjög vel nú í vetur að finna heimili fyrir fullorðnar kisur. Margir virðast tilbúnir að taka þær að sér og veita þeim gott heimili. Við vöndum okkur við að finna réttu heimilin fyrir eldri kisurnar.“ Fólk vill skila kisu í janúar Því miður er það svo að í janúar fær Kattholt gjarnan símtöl sem starfs- fólkið myndi helst vilja vera án. „Fólk hefur samband eftir áramót og vill skila dýri sem það fékk í jóla- gjöf. Kisur eiga einfaldlega ekki að fara í jólapakka. Við trúum því að það sé best að fólk velji dýrið sjálft eða þá, eins og oft gerist, að kött- urinn velur sér eigandann. Það er betra að gefa loforð um kött á heim- ilið og koma svo eftir áramót og kíkja til okkar í Kattholt í rólegheit- unum og velja sér kisu,“ segir hún og bætir við að í janúar verði komnir kettlingar í Kattholt sem þá verði tilbúnir á ný heimili. „Desember er árstíminn þar sem fólk er að leita sér að loðnum félaga til að kúra með. En við hvetjum fólk til að standast freistinguna, ekki drífa sig að fá sér kisu fyrir jólin. Það borgar sig að hugsa þetta vel og skipuleggja. Að fá sér kött getur verið skuldbinding til 15 ára plús. Því fylgir ábyrgð að eiga dýr og allir fjölskyldumeðlimir þurfa að vera saman í þessu. Við skulum ekki láta kettlinga í jólapakka um þessi jól. Kisur eru ekki jólagjafir sem hægt er að skila “ Hótel Kattholt er uppbókað yfir hátíðarnar. Margir hinna loðnu gesta eru fastagestir og sumir hafa jafnvel gist á hótelinu í öllum fríum eigenda sinna síðustu tíu ár. Starfsfólk Kattholts biður fólk að taka ekki skyndiákvörðun um að fá sér kött í desember. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Halldóra biður fólk að taka ekki skyndiákvörðun um að fá kött á heimilið, enda fylgi því mikil ábyrgð. Morgunblaðið/Hari Fyrir ekki svo löngu benti vinur minn mér á að þaðsem ég hef hingað til talið krúttlega hjálpsemiværi í raun meðvirkni. Gott ef hann notaði ekki líka orðið afskiptasemi. Til dæmis þegar ég kenni fólki hvernig það eigi að fá sér kaffi. Ekki láta renna of lengi úr vélinni því þá verð- ur það of þunnt og manni verður bara illt í maganum. Ég meina: Allir vita að það er fátt meira pirrandi en þunnt kaffi. Eða þegar ég leiðrétti fólk, sérstaklega þágufalls- sjúklinga, algjörlega óvart. Það er í alvöru gert af góð- um hug. Þá horfir þessi vinur minn á mig eins og ég hafi gert eitthvað rangt. Sem er óskiljanlegt. Maður segir ekki mörgum langar. Ég er í raun að gera fólki greiða. Ég er bara þannig gaur. Ég hef einfaldlega þörf fyrir að leiðrétta og laga hluti. Og hvenær hætti það að vera kostur? Ég skil ekkert. Reyndar hefur mér tekist að notfæra mér þetta. Einn vinur minn er álíka þrjóskur og ég er hjálpsamur. Ég veðjaði við hann að hann myndi ekki taka neinum fram- förum í golfi rigningarsumarið mikla. Svo benti ég hon- um á það sem hann þyrfti að laga. Í þrjósku sinni gerði hann náttúrlega ekkert í því, þannig að nú á ég þennan fína bjórkassa. En svo fór vinur minn, þessi sem sem ég nefndi fyrst, að tala um að þetta væri meðvirkni og ég fór að verða pínu órólegur. Á ég bara að horfa á fólk raða hlutum óreglulega? Láta eins og ekkert sé þegar fólk drekkur rauðvín úr hvítvínsglasi? Ég á í alvöru mjög erfitt með það. Ég hef alltaf skilið meðvirkni sem svo að maður sé virkur með einhverju. Ég er það bara alls ekki. Ég er einmitt að reyna að laga fólk sem veit ekki betur. Þegar ég bendi honum á þetta þá fæ ég einhvern fyrirlestur úr tólf spora kerfinu. Og hvernig á ég að svara því? Ég veit ekkert um það enda fáránlega farsæll drykkjumað- ur. Reyndar, þegar ég hugsa um það, get ég verið pínu óþolandi. Eins og þegar ég er nýbúinn að taka til í bíl- skúrnum mínum, þá blossar upp einhver þörf hjá mér fyrir að segja nágranna mínum að það sé drasl í skúrn- um hjá honum. Ég veit að hann gerir sér grein fyrir því. Ég bara ræð ekki við það. Og svo sannfæri ég mig um að þetta sé allt gert af góðum hug. Ég held í alvöru að gamli nágranni minn hafi kannski flutt af því að ég hélt svo marga fyrirlestra um hvaða rugl það væri að vera alltaf að fá allan þennan glugga- póst og hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað hann borgaði í seðilgjöld á ári. Eftir á að hyggja var það örugglega dálítið óþolandi. Jú, og þegar ég hugsa um það, er það kannski ekki eðlileg hegðun að rífa síma af fólki af því það raðar öppunum ekki nógu skynsamlega. Stilla síma þess á call waiting, af því að þannig gerir allt eði- legt fólk. Já og geta ekki sofnað af því að konan mín er ekki búin að uppfæra stýrikerfið í símanum sínum. Jújú. Sennilega er ég pínu meðvirkur. En þið megið ekki gleyma að þetta er allt gert af góðum hug.´ Ég heiti Logi og mér er sagt að ég sé meðvirkur ’Jú, og þegar ég hugsa um það, erþað kannski ekki eðlileg hegðunað rífa síma af fólki af því það raðaröppunum ekki nógu skynsamlega. Stilla síma þess á call waiting, af því að þannig gerir allt eðilegt fólk. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.