Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 24
er hægt að fá sér grill-
aðan kjúkling, ham-
borgara og grillaðar
rækjur en einnig er
þar að finna reyktan
lax og sænskar kjöt-
bollur sem hann til-
einkar ömmu sinni
sænsku. Maís-
brauðið hans með
hunangssmjörinu
er orðið frægt og
býr hann í dag og rekur þrjá
veitingastaði, en auk þess á hann
veitingastaði víða annars staðar,
á Bermúda, í Svíþjóð, Bretlandi
og nokkrum borgum Banda-
ríkjanna.
Alþýðumatur með
sænsku ívafi
Á Red Rooster færir Samu-
elsson bandarískan alþýðu-
mat upp á hærra plan. Þar
Á fjölfarinni breiðgötu í Harlem má finna Red Rooster, afar
vinsælan veitingastað í eigu hins heimsþekkta sænska kokks
Marcusar Samuelssonar. Þar er bragðmikill suðurríkjamat-
ur borinn fram í lifandi og litríku umhverfi.
Ljósmyndir og texti Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Rauði haninn
í Harlem
Mitt í hjarta Harlem fann hinnheimskunni sænski kokkur Mar-cus Samuelsson stað fyrir veit-
ingastað sinn Red Rooster.
Samuelsson fæddist í Eþíópíu en var ætt-
leiddur af sænskum hjónum þegar hann var
þriggja ára. Löngu síðar flutti hann til New
York og gerðist yfirmatreiðslumeistari á
Aquavit í New York. Hann var sá yngsti til
að fá þrjár stjörnur í New York Times, að-
eins 24 ára. Samuelsson hefur flakkað víða
um heim en fann sig best í Harlem og þar
tilvalið í forrétt til að seðja sárasta hungr-
ið.
Staðurinn iðar af lífi og tónlist en þar er
fullt út úr dyrum alla daga. Á kvöldin er oft
lifandi tónlist og mikil stemning á barnum.
Kokkurinn frægi á það til að koma þar við
þrátt fyrir annríki víða um heim og þegar
blaðamann bar að garði stóð hann þar sjálf-
ur og tók á móti gestum.
Óhætt er að mæla með matnum þarna og
skemmtilegu stemningunni sem þar er að
finna.
Það er alltaf líf og fjör
á Red Rooster og
maturinn afar góður.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018
MATUR
Fyrir fjóra (miðað við hálfan
kjúkling á mann)
1 laukur, skorinn gróft
3 skallottlaukar, skornir
2 stk. Scotch bonnet-chilipipar
(notið halapeno ef hann fæst
ekki), skorinn gróft
2 hvítlauksrif, skorin
1 msk five-spice-krydd
1 msk allrahanda
1 msk nýmalaður pipar
1 tsk ferkt tímían, laufin tínd af
1 tsk rifið múskat
1 tsk salt, eða eftir smekk
½ bolli sojasósa
1 msk matarolía
2 heilir kjúklingar, teknir í tvennt
2 mjölbananar, skornir þunnt
og steiktir á pönnu í smá smjöri,
látið kólna
4 skallottpönnukökur
Blandið lauk, skallottlauk,
chili, hvítlauk og kryddi sam-
an í matvinnsluvél.
Látið vélina vinna áfram og
bætið út í sojasósu og olíu.
Hellið maríneringunni í stóra
grunna skál og leggið kjúkl-
ingahelmingana ofan í löginn.
Veltið kjúklingnum upp úr
maríneringunni. Breiðið yfir
skálina og setjið inn í ísskáp í
nokkrar klukkustundir en má
vera yfir nótt.
Grillið kjúklinginn á grilli
eða í ofni á háum hita þar til
tilbúinn.
SKALLOTTPÖNNUKÖKUR
2 bollar hveiti
12⁄3 bollar vatn
1⁄4 bolli sesamolía
3⁄4 tsk salt
2 búnt skallottlaukur
olía til steikingar
Blandið hveiti, vatni, sesam-
olíu og salti í stóra skál.
Hrærið þar til laust við kekki.
Geymið til hliðar.
Skerið skallottlaukinn, en
hendið rótinni og skerið
smávegis af grænu end-
unum. Setjið út í deigið.
Hitið tvær tsk af olíu á
pönnu yfir miðlungshita.
Steikið pönnukökurnar
þegar pannan er orðin vel
heit. Notið u.þ.b. ¾ bolla af
deigi fyrir hverja pönnuköku.
Eldið í fjórar mínútur og snú-
ið svo við og eldið á hinni
hliðinni. Gott getur verið að
bæta smá olíu við áður en þið
snúið.
Takið pönnukökur af
pönnu og látið liggja á eldhús-
pappír til þess að öll aukaolía
fari af.
Gott getur verið að steikja
á tveimur pönnum í einu.
Leggið pönnuköku á disk og
hálfa kjúklinginn ofan á. Raðið
mjölbananabitum ofan á.
Gott að bera fram með
pikkluðum rauðlauk, fersk-
um kryddjurtum og góðri
sterkri sósu.
„Jerk chicken“
Marcus Samuelsson
er meistarakokkur.