Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 19
16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Sjaldgæft er að knatt-
spyrnumenn ræði op-
inberlega um andleg
veikindi sín eða að þau
spyrjist út, alltént með-
an þeir eru enn að spila.
Þó eru um það dæmi;
lítum á nokkur utan úr
heimi.
Það vakti heims-
athygli þegar þýski
landsliðsmaðurinn Sebastian Deisler til-
kynnti að hann hefði lagt skóna á hilluna í
byrjun árs 2007, aðeins 27 ára gamall.
Skýringin var sú að það ætti ekki við
hann að leika knattspyrnu en Deisler
hafði um tíma glímt við þunglyndi í bland
við erfið hnémeiðsli. Hvort tveggja kom
niður á sjálfstrausti hans og hann ákvað
að láta staðar numið á miðri leiktíð. Fé-
lag Deislers, Bayern München, ákvað að
rifta ekki samningnum við leikmanninn,
heldur greiða honum laun út samnings-
tímann, það er í tvö og hálft ár.
Sparkheimar voru í sárum eftir að
þýski markvörðurinn Robert Enke svipti
sig lífi síðla árs 2009; henti sér fyrir járn-
brautarlest. Eiginkona hans upplýsti að
Enke hefði um sex ára skeið glímt við
þunglyndi og fengið faglega aðstoð. Eftir
að dóttir hans lést árið 2006 átti hann
sérlega erfitt uppdráttar og sá ekki aðra
leið út úr erfiðleikum sínum.
Ógnaði manni á förnum vegi
Enski landsliðsmaðurinn Stan Colly-
more átti mjög erfitt uppdráttar á vell-
inum eftir að hann ræddi fyrst op-
inberlega um þunglyndi sitt árið 1999 og
lagði skóna á hilluna tveimur árum síðar,
þrítugur að aldri. Lítill vafi leikur á því að
veikindin léku þar stórt hlutverk. Colly-
more hefur náð sér ágætlega á strik í
seinni tíð sem sparkskýrandi í sjónvarpi.
Enski landsliðsmaðurinn Aaron Len-
non, sem nú leikur með Burnley, var
handtekinn vorið 2017 fyrir að ógna ör-
yggi manns á almannafæri og í framhald-
inu vistaður á sjúkrahúsi, þar sem hann
hlaut meðferð vegna sjúkdóms sem
sagður var álags-
tengdur. Hann var frá
keppni um tíma en er
kominn á fulla ferð aft-
ur.
Annar enskur lands-
liðsmaður, Danny Rose
hjá Tottenham Hotspur,
steig fram og talaði op-
inskátt um þunglyndi
sitt síðasta vor en það
spratt upp úr erfiðum meiðslum sem
leikmaðurinn glímdi við mánuðum sam-
an. Vakti saga hans mikla athygli og fékk
ófáa dálksentimetra í heimspressunni.
Rose fór í framhaldinu með enska lands-
liðinu á HM í Rússlandi en hefur verið inn
og út úr liði Tottenham í vetur.
Svívirðingar á velli
Illmælgi og almennur dónaskapur áhorf-
enda í garð knattspyrnumanna þekkist
víða og skemmst er að minnast þess að
skoski leikmaðurinn David Cox var
hvattur til að „hengja sig og gera það al-
mennilega næst“ meðan á leik stóð
skömmu eftir að hann ræddi opinberlega
um andleg veikindi sín og sjálfsvígstil-
raunir. Að sögn Cox voru það ekki bara
stuðningsmenn andstæðinga liðs hans,
Cowdenbeath, sem létu aursletturnar
ganga yfir hann heldur einnig leikmenn.
Ummæli eins og „passaðu á þér púlsinn,
lagsi“ og „eins gott að æsa þig ekki upp,
þú ert geðsjúklingur“ heyrðust í hita
leiksins. Cox segir þetta gott dæmi um
það að fólk líti ekki á andleg veikindi sem
sjúkdóm vegna þess að menn beri slík
veikindi ekki endilega með sér.
Clarke Carlisle, sem lengst lék með
Burnley og var um tíma formaður Sam-
taka atvinnuknattspyrnumanna á Eng-
landi, er annar leikmaður sem hefur op-
inberlega viðurkennt að hafa reynt að
svipta sig lífi vegna þunglyndis. Hann
fleygði sér fyrir vörubíl árið 2014,
skömmu eftir að knattspyrnuferlinum
lauk, stórslasaðist en lifði af. Á síðasta ári
hugðist hann aftur binda enda á eigið líf
en var stöðvaður af fólki á förnum vegi.
AFP
Danny Rose í leik með Tottenham Hotspur gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu í vikunni.
Hengdu þig
almennilega næst!
Stan
Collymore
Sebastian
Deisler
þurfi þeir á því að halda, og enginn ætti að
þurfa að skammast sín fyrir það.“
Öllum jafn vel tekið
Spurður hvort það skipti máli að Aron er
þroskaður leikmaður sem löngu hefur sannað
sig en ekki ungur leikmaður að stíga sín fyrstu
skref svarar Þorgrímur neitandi. „Ég held að
það hafi ekkert að segja í þessu sambandi.
Auðvitað skiptir reynsla Arons miklu máli,
hann er flott fyrirmynd og hugrakkur ein-
staklingur, en nítján ára eða tvítugum strák,
sem er að stíga sín fyrstu skref í meist-
araflokki, yrði alveg jafn vel tekið ef hann
greindi frá því að hann hefði verið að hitta sál-
fræðing. Þó að samkeppnin sé mikil er það mín
reynsla að öllum sé vel tekið og þess vegna
eiga menn að vera ófeimnir við að tjá sig um
sína líðan, þurfi þeir á því að halda.“
Þorgrímur þekkir ekki til fordóma í garð
andlegra veikinda innan íþróttahreyfing-
arinnar. „Ég hef ekki orðið var við slíka for-
dóma. Ég hef verið formaður Vals í þrjú ár og
ekkert mál af þessu tagi hefur komið inn á
borð til okkar. Ég þekki ekki til þess að leik-
mönnum hafi verið ýtt í burtu vegna andlegra
veikinda og hef ekki trú á að nokkurt íþrótta-
félag gerði slíkt.“
Á heima á yfirborðinu
Honum þykir ótrúlegt að knattspyrnumenn
séu að fela djúpstæð andleg vandamál. „Þegar
á reynir held ég að það standi alltaf pínulítið
utan á mönnum hvort þeir glími við andleg
veikindi eður ei, þannig að það kæmi mér á
óvart að menn væru að fela svona lagað, svo ég
segi alveg eins og er.“
Þorgrímur segir að umræðan um kvíða,
þunglyndi og önnur andleg veikindi sé þörf
innan íþróttahreyfingarinnar. „Þessi umræða
á heima á yfirborðinu og ég veit ekki annað en
að ÍSÍ hafi tekist mjög vel á við þetta. Ég veit
heldur ekki annað en að allir leikmenn og
þjálfarar taki því vel þegar menn opna sig um
vandamál sín og tilfinningar. Alveg eins og það
á að vera. Menn verða bara sterkari fyrir
bragðið. Ingólfur Sigurðsson hefur verið í far-
arbroddi í þessari umræðu og hefur sýnt mikið
hugrekki.“
Hitt er svo annað mál, að dómi Þorgríms, að
setji leikmenn markið of hátt, nái ekki að vinna
sér sæti í Pepsi-deildarliði eða komast í at-
vinnumennsku geti það hugsanlega haft áhrif
á andlega líðan, jafnvel valdið kvíða. Sumir séu
undir mikilli pressu frá vinum eða ættingjum
um að komast í landsliðið eða atvinnumennsku
og viðkomandi geti þar af leiðandi verið með
ranghugmyndir um sjálfan sig. „Ég þekki til
leikmanna sem kenndu alltaf öðrum um að
hafa ekki náð settu marki, litu of stórt á sig,
sögðu þjálfarana slaka, þeir flökkuðu á milli
liða og gáfust upp við minnsta mótlæti. Sam-
keppnin í þessum fótboltaheimi er gríðarleg og
það þurfa ansi margir þættir að tvinnast rétt
saman til þess að stóri draumurinn verði að
veruleika. Sterkir persónuleikar, sem eflast
við mótlæti, huga að öllum litlu hlutunum sem
tengjast boltanum, standa uppi sem sigurveg-
arar.“
Morgunblaðið/Eggert
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingólfur Sigurðsson í leik með Gróttu gegn
Fram í Inkasso-deildinni sumarið 2017.