Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 FERÐALÖG Spiced Honey litur ársins 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Ljósmyndir/GettyImages/iStockphoto Ævintýraleg stemning á aðventunni Þeir sem vilja forðast verslunarmiðstöðvar fyrir jólin ættu að leggja leið sína á jólamarkaði í staðinn. Það er töluvert meiri stemning að versla í litlum og ljósaskreyttum viðarkofum þar sem jafnan er gott úrval af handverki úr héraði auk þess sem hægt er að ylja sér á jólaglöggi og öðru góðgæti. Þýskaland er hvað þekktast fyrir jólamarkaði sína en þá er að finna á mörgum öðrum stöðum í Evrópu. Hér eru taldir upp nokkrir misþekktir jólamarkaðir utan þeirra frægustu í Þýskalandi sem bjóða upp á ævintýralegt andrúmsloft á aðventunni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Séð yfir jólamarkaðinn í Kraká, sem er á stóru almenningstorgi í miðbænum en það þykir vera hægt að gera óvenjulega góð kaup á þessum markaði. Borgin er sérstaklega falleg og gömlu húsin eru góður bak- grunnur fyrir jólamark- aðshúsin. Ekki spillir fyrir að þarna eru margir að selja súkkulaði svo það er auðvelt að kaupa belgískt hágæða- súkkulaði fyrir sig eða í gjafir. Aðalmarkaðurinn er í mið- borginni á gamla markaðs- torginu. Ennfremur er í mið- bænum skautasvell fyrir þá sem hafa gaman af slíkri hreyfingu. Til viðbótar eru margir litlir markaðir hér og hvar í mið- bænum. Ef manni verður kalt er síðan auðvelt að hlýja sér á úrvals belgísku heitu súkkulaði og um að gera að fá sér vöfflu með. BRUGGE, BELGÍU Fyrir súkkulaðisnúða

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.