Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 M argt bendir til að stjórnmála- legur áhugi almennings hafi verið töluvert meiri hér áður fyrr en nú er og miklum mun minni en stjórn- málamennirnir binda vonir sínar við. Hvernig skyldi standa á því? Skipti öllu Skýringarnar eru sjálfsagt margar og alls ekki víst að tilgátur um þær hér séu réttar og því síður tæmandi. En það er ekki endilega alvont þótt dregið hafi úr áhuga á pólitík. Sumar ástæðurnar gætu verið fagn- aðarefni. Ef horft er til þriðja til sjötta tugar síðustu aldar, aldar hinna miklu breytinga í landinu, var mikið undir. Á fyrri hluta tímabilsins var atvinnuleysi við- varandi og drepandi þegar verst var og fátækt fylgi- fiskur þess. Og sá hluti þjóðarinnar sem þó var ekki fastur í þeirri gildru var í viðjum kerfis sem veitti nokkurt öryggi en lítið svigrúm til fjárhagslegs sjálf- stæðis. Og umgjörðin um það öryggi var veik og mátti ekki við miklu. Erfitt árferði nægði til að setja allt úr skorðum og ótti við óviðráðanlega náttúruvá vofði yf- ir. Öldin sú reyndist ógnaröld um heiminn allan hvað sem stórbrotnum framförum leið. Tvær heimsstyrj- aldir segja þá sögu. Fasistastjórnir sem stundum er skipað yst á kvarða sem andstæðum, sem sífellt minni rök standa til, fasistastjórn „þjóðlegra sósíalista“ í Þýskalandi, Ítalíu og Spáni og víðar um hríð annars vegar og kommúnista hins vegar, lögðu undir sig landmesta ríki veraldar og það fjölmennasta hins veg- ar og nær alla Evrópu. Fyrrnefndu fasistastjórnirnar áttu sér fáa fylgjendur hér á landi en um komm- únisma gegndi öðru máli. Slíkur stuðningur hefur verið umborinn vel hér á landi, þótt hann stæði miklu lengur en í fyrra tilvikinu og héldist löngu eftir að allir sem vildu vissu um þá kúgun, ógnir, umkomuleysi pyntingar, manndráp og frelsissviptingu sem fylgdi. Sovétið með fylgihnöttum þess og nokkrum ófrjálsum leppríkjum stóð í rúm 70 ár og féll þá undan sjálfu sér og fyrir staðfestu vestrænna leiðtoga, ekki síst Reag- ans og Thatcher. Kommúnisminn í Kína hefur nú staðið næstum jafn- lengi og sá sovéski tórði og er töluvert stjórnmálalegt undur. Ríkið er enn alþýðulýðveldi og lýtur alræði kommúnistaflokks en framleiðir þó fleiri millj- arðamæringa í dollurum talið á ári hverju en helsta hreiður kapítalsins ræður við. Drýgstan hluta sein- ustu aldar snerust stærstu mál Vesturlanda um sam- stöðu til að standast einræðisríkjunum snúning og sá þáttur var þar hvarvetna, nema í Bandaríkjunum, ástæða pólitískrar sundrungar vegna öflugra baráttu- manna innan lands fyrir þeim veruleika sem Sov- étríkin og Kína stóðu fyrir. En nú er öldin önnur Þessi stutta og tætingslega lýsing er ein skýringin á lifandi áhuga á stjórnmálum þá og áhugaleysi nú. Hvort sem horft var til innanlandsmála eða út í heim var baráttan upp á líf og dauða þótt innanlands væri það í óeiginlegri merkingu. Þetta er gjörbreytt sem er fagnaðarefni. Árangur þjóðarinnar hefur verið stórbrotinn á til- tölulega fáum árum, þrátt fyrir einn og einn dynk. Hér hafa gjammarar þó lengi haft þann kæk að slengja út úr sér að ris íslenskra þjóðmála sé lægra en gerist og gangi í „þeim löndum sem við berum okkur saman við“. Engin alþjóðleg gögn benda þó til þess, nema síður sé. Gjömmurum þykir þá rétt að mótmæla erlendum skýrslum sem til að mynda fullyrtu að spill- ing væri minni hér á landi en annars staðar. Hefur jafnvel verið gert átak til að fá þjóðina lækkaða á þann skala! En sumu er ekki hægt að afneita svo vit sé í. Jöfn- uður er hér sagður meiri en annars staðar eða meðal þess allra besta. Þeir eru þó til sem færa fyrir því rök að lengra sé gengið en hollt er því að of mikil þvinguð jöfnun dragi úr heilbrigðum metnaði og vilja til að leggja sig fram. Skattar eru þó hærri hér en víðast. Þeir sem telja það gott segja að skattar nýtist til að auka jöfnuðinn enn. En samt gerast þeir sem ákafastir þykjast um auk- inn jöfnuð og hækkaða skatta sig seka um að fjalla áfram um launamun án þess að tekið sé tillit til skatt- anna sem lagðir eru á til að jafna hann! Hér er því haldið að almenningi daginn inn og út og ekki síst af hinni opinberu áróðursstofu að minni- hlutahópar séu ofsóttir, væntanlega af þeim sem utan þeirra hópa standa. En fjárhagsleg skoðun á því sem er í þeim löndum „sem við helst berum okkur saman við“ staðfestir ekki þær fullyrðingar. Ekki er langt síðan að „fræðimaður“ í ríkisháskólanum var að fara opinberlega yfir mis- munun gagnvart minnihlutahópum og taldi þá upp. Fyrsti ofsótti „minnihlutahópurinn“ sem nefndur var: „konur.“ Fræðimaðurinn gat þess ekki hvaða hópur væri fjölmennari en þessi ofsótti minnihlutahópur. Áður snerist baráttan um raunveruleikann en í dag allt of oft um afvegaleiddar staðreyndir. Þannig er haldið dauðahaldi í meintan launamun karla og kvenna þótt helstu reiknimeistarar segi að hann sé ekki til staðar nema að menn leyfi sér að taka allt það sem hugsanlegri skekkju valdi út fyrir sviga. Nú eru fyrirtækin í landinu skylduð til að setja saman jafn- launavottorð með ærnum kostnaði sem væri æskilegra að veita til að bæta laun. Opinber yfirvöld skrökvuðu til um það hver kostnaðurinn af þessum óþarfa yrði og eru nú búin að slá öllu á frest. Ótrúverðugt Það er flókið fyrir almenning að horfa upp á það að al- þýðuvinir og sjálfskipuð góðmenni eyði hálfum millj- arði í að gera upp pínulítinn bragga og ákveða að end- urgera Gröndalshús að fenginni kostnaðaráætlun upp á 40 milljónir króna (60 á núvirði) sem er feikilegt fé fyrir svo lítið hús og endi með því að eyða 250 millj- ónum í verkið. Ekki er þó hægt að finna nokkurn mann sem kann að skammast sín hjá borginni, þótt tiplurum og turtildúfum á skrifstofu borgarstjóra hafi fjölgað á meiri hraða en framúrkeyrslunni á bragganum og Gröndalshúsi og öllu hinu sem úr skorðum hefur farið. Átök stjórnmála felast nú helst í því að metast um það hversu flokkum eða framboðum gengur að flenna út eyðslu. Stjórnmálamenn telja að útgjöld sem þeir stofna til og skattpíning almennings séu algjörlega óskyldir hlutir, svona eins og kostnaðaráætlanir ann- ars vegar og útkoma bragga eða Benna-húss hins veg- ar. Afsagnir Hvert sinn sem einhver mál koma upp sem snúast um goluþyt fremur en stjórnmál þá belgja þeir sig út sem minnst vita fullyrðandi að „erlendis“ myndu allir þeir sem í slíku lentu segja af sér þegar í stað. Langflestar afsagnir ráðherra erlendis tengjast þó ágreiningi inn- an ríkisstjórnar vegna niðurstöðu mála. En þar sem ráðherrar með aðstoðarráðherrum eru taldir í tugum verða úrsagnir auðvitað einnig vegna hneykslismála. Þetta snýst ekki lengur um hvað það snýst Reykjavíkurbréf14.12.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.