Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 LESBÓK Íslenzkur hárskerari eða danskur drjóli“,„Hún getur læknað heilaþreytu“, „Sápu-drengir“, „Þetta er ekki mín lús“, „Hjálp það er að kvikna í mér, „Háskaleg hárlitun“, „Rakarastofan sem fréttastofa“ og „Bítlar og flókatrippi“. Þessir og fleiri undirkaflar í tíu meginköflum í nýútkominni bók, Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi, hljóma æsispennandi, eða a.m.k. býsna forvitnilegir, og gefa fyrirheit um skemmtilegar sögur. Enda var leiðarljós höfundanna og sagnfræðinganna Báru Baldursdóttur og Þorgerðar H. Þorvalds- dóttur að fólk læsi kynjaða sögu hárgreiðslu og rakaraiðnar á Íslandi sér til fróðleiks sem og yndis. Svo vel hefur þeim tekist að gera efninu skil að bókin var á dögunum tilnefnd til Fjöru- verðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Viðfangsefnið var eins og sérsniðið fyrir Báru og Þorgerði. Báðar eru með MA-próf frá bandarískum háskólum; Bára í kvenna- og kynjasögu og Þorgerður í kynjafræðum auk þess sem hún lauk doktorsprófi í fræðunum frá Háskóla Íslands 2012. Þá kom þeim til góða að Bára hafði lokið sveinsprófi í hárgreiðslu 1978 og starfað um skeið sem hárgreiðslukona sam- kvæmt gamla starfsheitinu. Um síðustu alda- mót voru báðar starfandi fræðimenn í Reykja- víkurakademíunni. Þá og þar hófu þær ritun bókarinnar, sem er sú 17. í ritröðinni Safn til Iðnsögu Íslendinga og gefin út af Hinu Ís- lenska bókmenntafélagi. Áformað var að bókin kæmi út fljótlega eftir aldamótin, en ýmsar ástæður urðu til þess að útgáfan dróst sífellt á langinn. „Satt að segja vorum við farnar að halda að bókin myndi aldr- ei koma út þegar skyndilega var ákveðið að drífa hana í gegn. Þessi saga háriðna á Íslandi endar árið 2004 og er því fyrst og fremst ald- arspegill 20. aldar sem fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna,“ segja þær. Tveir ólíkir heimar Þeim fannst kynjavinkill sögunnar sérstaklega áhugaverður. „Í grundvallaratriðum voru hár- greiðslukonur og rakarar að vinna sömu störf; að greiða og snyrta hár. Menningin, hefðirnar, launakjörin og flest sem nöfnum tjáir að nefna voru samt með gjörólíkum hætti. Tveir ólíkir heimar. Rakarastofan var griðland karl- mennskunnar þar sem allt fór fram fyrir opn- um tjöldum og menn af öllum stéttum skegg- ræddu og rifust um pólitík og allt mögulegt. Dæmi voru um að menn kæmu gagngert í þeim erindagjörðum. Hárgreiðslustofurnar voru lok- aðri heimur, framan af með litlum klefum fyrir hverja konu og tjöldin dregin fyrir þegar þær voru til dæmis í permanenti. Þegar lagningar- tíminn stóð sem hæst á sjötta áratugnum sátu þær hins vegar hlið við hlið undir þurrkunum og spjölluðu saman.“ Lagningartímann kalla þær tímabilið þegar algengt var að konur ættu fastan tíma einu sinni í viku á hárgreiðslustofu, létu setja rúllur í hárið og greiða það síðan þannig að hár- greiðslan dygði þar til næst. „Áratugum áður höfðu viðskiptavinir stundum komið grálúsugir, jafnvel „fínustu konurnar í bænum“, og hár- snyrtifólk neyðst til að þvo, greiða og nota heitt krullujárn í „lifandi“ hárið. Einn viðmælenda okkar sagði að yfirleitt hefði fólk ekki vitað að það væri lúsugt, en alltaf verið látið vita af því á varfærnislegan hátt. Flestir hegðu tekið tíðind- unum vel og þakkað fyrir en aðrir skammast sín og aldrei komið aftur. Einstaka sinnum var reynt að útrýma lúsinni á stofunum.“ Lúsin kemur við sögu í kaflanum Hár- greiðslustofunni, sem að öðru leyti fjallar mest um þróun og nýjungar í faginu hvað varðar meðhöndlun hárs og hárgreiðslu sem og tæki og tól ýmiss konar. Hárblásarinn, sem aðallega hafði verið notaður til að þurrka hár og móta bylgjur, varð eitt mesta þarfaþing á áttunda áratugnum og m.a. „notaður til að blása form- klippt hár í réttar skorður“ eins og þar stendur. „Túpering – tvær hæðir og ris“ „Í síðasta kaflanum, Tísku og tíðaranda, fjöllum við um helstu tískustrauma liðinnar aldar. Við beinum sjónum að framlagi hárgreiðslufólks við að innleiða nýja strauma og stefnur í hár- tískunni og efla tískuvitund almennings. Sam- hliða tæpum við á hugmyndafræðilegum og þjóðfélagslegum forsendum ýmissa tísku- fyrirbæra, til dæmis drengjakolls og bítlahárs, en það síðarnefnda átti ekki vinsældum að fagna meðal rakara eins og frægt varð og lesa má um í einum undirkaflanum, Hart í ári hjá hárskerum. Um svipað leyti varð „túpering – tvær hæðir og ris“ þekktur frasi í fræðunum. Og ekki að ósekju því samfara því að pils kvenna styttust lyftist hárgreiðslan í hæstu hæðir.“ Krullað og klippt er til jafns saga beggja greina, hárgreiðslu og hárskeraiðnar. Fyrstu tvær rakarastofurnar tóku til starfa í Reykja- vík með tveggja daga millibili árið 1901 og fyrsta hárgreiðslustofan árið 1912. Hársnyrti- iðn varð svo lögvernduð iðngrein árið 1993 og til varð ný stétt, hársnyrtar. Eftir að Bára og Þorgerður höfðu ákveðið kaflaskiptingar í stórum dráttum fóru þær á stúfana og töluðu við hárgreiðslufólk og rakara fyrr og síðar um allt land, oftast augliti til auglitis en líka sím- leiðis. „Við tókum meira en 100 viðtöl, sem eru í rauninni grunnurinn að bókinni og því afar mikilvægar heimildir. Þar sem við byrjuðum skömmu eftir aldamótin náðum við allri 20. öld- inni. Elsti viðmælandi okkar fæddist árið 1903 og var að læra kringum 1920.“ Þær eru sammála um að viðtölin hafi verið mest gefandi í ferlinu. „Samstarf við dásamlegt fólk, sem deildi með okkur sögum af lífi sínu og starfi, situr eftir í minningunni. Um 250 ljós- myndir eru í bókinni, margar úr einkasöfnum, og erum við afar þakklátar öllum sem treystu okkur fyrir þeim. Töluverð vinna fólst í að nafn- greina fólkið á myndunum, en það tókst að langmestu leyti,“ segja þær og benda á að iðn- greinin sem slík sé ákaflega myndræn. Myndir af hárgreiðslum séu í það minnsta fallegri en af pípulögnum svo dæmi sé tekið. Gríðarmikil heimildavinna liggur að baki bókinni. Verkaskiptingin að því leytinu sem og öðru var í nokkuð föstum skorðum. Suma kafl- ana skrifuðu þær saman, aðra hvor um sig og svo lúslásu þær allt saman „þúsund sinnum“ eins og þær segja. „Við fórum að minnsta kosti aldrei í hár saman,“ svara þær spurðar hvort aldrei hafi komið upp ágreiningur um efnistök og annað í þessu nána samstarfi. Þær eru stolt- ar af að hafa skrifað þennan mikla doðrant, sem ásamt heimildaskránni er hátt í fimm hundruð blaðsíður, um stétt sem ekki átti sér sögu. Þrátt fyrir viðtöl í blöðum og tímaritum um tísku- greiðslur, jólaklippingar og slíkt segja þær að þessari stétt handverksfólks hafi lítt verið hampað í áranna rás. Kynjuð viðhorf fyrri tíma „Í hefðbundnum byggðasögum er jafnan fjallað um frystihúsið og stóru fyrirtækin með tugi manns í vinnu en ekkert verið að eyða púðri á rakarann eða hárgreiðslukonuna á horninu. Samt eiga flestir sér góðar eða vondar hársög- ur og hafa notið þjónustu þeirra. Þess vegna má segja að Krullað og klippt sé lýsandi fyrir hversdagsmenningu borgarsamfélags á 20. öld. Þróun almenns hreinlætis er hluti af þeirri sögu, sem jafnframt lýsir kynjuðum viðhorfum fyrri tíma,“ segja Bára og Þorgerður. Þær nefna sem dæmi að hárgreiðslukonur hafi fram eftir 20. öldinni þurft að sitja undir spurningum á borð við hvort mennirnir þeirra gætu ekki séð fyrir þeim. „Meira að segja á átt- unda áratugnum þegar þær voru í viðræðum við verðlagsstjóra um verðskrá í samræmi við rakara var viðkvæðið þetta: „Stelpur mínar, þurfið þið nokkuð að hækka verðskrána, eruð þið ekki allar svo vel giftar?“ Höfundarnir Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir Morgunblaðið/Eggert „Við fórum aldrei í hár saman“ Sagnfræðingarnir Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir leituðu víða fanga og tóku m.a. um hundrað viðtöl fyrir bókina Krullað og klippt – Aldarsaga háriðna á Íslandi, sem fjallar um störf rakara og hárgreiðslukvenna. Bókin er líka saga borgarsamfélags Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Konur í hárþurrkum á Hárgreiðslustofunni Permu árið 1961. Rakarastofa Árna S. Böðvarssonar við Þingholtsstræti, líklega árið 1912. Sigurður Elíasson rakarameistari á Akureyri ásamt „sápustráknum“ Þórði Jónssyni árið 1923. Hárgreiðslustofa Gróu Halldórsdóttur á Siglufirði. Lengst til hægri stendur eigandinn og talar í síma. Stofan var stofnuð árið 1934. Myndin er líklega tekin á árabilinu 1940-1942.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.