Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 2
Ertu alltaf kölluð Ebba? Já, ég er eiginlega alltaf kölluð Ebba, sjaldan Þuríður, nema þegar ég er skömmuð. Fólk er alltaf mjög hissa á því að ég heiti Þuríður Elín og býst við einhverri rosalega góðri ástæðu. En konan sem ég er nefnd í höfuðið á, sem var besta vinkona mömmu, hét Þuríður Elín og var kölluð Ebba. Ætli foreldrar mínir hafi ekki bara ákveðið að halda í þá hefð. Hvernig fer saman að vera leikkona og kennari? Það fer mjög vel saman. Ég er mest í uppistandi eins og er og vinnan er mest um kvöld og helgar sem passar mjög vel. Svo koma oft upp uppá- komur í vinnunni sem ég get notað í uppistandinu. Þeim finnst til dæmis mjög sérstakt hvað ég er svipuð þeim að mörgu leyti. Bý hjá mömmu og hún græjar stund- um nesti fyrir mig. Alveg eins og foreldar þeirra. Hvað mun gerast á jóla (uppi)stundinni? Á jóla(uppi)stundinni verður mikil hátíðarstemning. Ég ætla í mitt fínasta púss, segja nokkra brandara sem flestir eru glænýir og koma fólki í jólaskap með hlátri og gleði. Af hverju uppistand? Ég fór alveg óvart í uppistand. Starfsfólkið á Kaffi Laugalæk, þar sem ég hafði sýnt einleikinn minn, vantaði skemmtiatriði í starfsmannapartí og eig- andinn bað mig að vera með smá uppistand. Ég hafði aldrei ætlað að verða uppistandari og gat eiginlega ekki ímyndað mér neitt verra. Þetta er eins og að vera með einhverja sjálfseyðingarhvöt … að fara upp á svið og biðja fólk að hlæja að sér. Ég hef alltaf haft gaman af því að segja fólki sögur og því er þetta form sem ég hef mjög gaman af. En þetta verður að einhverri fíkn og maður fær ekki nóg. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. Þjáistu af jólastressi? Ótrúlegt en satt; þrátt fyrir að ég sé bæði með ofsa- og heilsukvíða hefur jólastress aldrei hrjáð mig. Ég er allt- af mjög róleg þegar kemur að jólunum. Mér finnst þau bara falleg og notaleg. Hver er uppáhaldsjólahefðin þín? Mér finnst mjög skemmtilegt að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Ég og vinkona mín Gunnhildur, sem ég er að skrifa með sjónvarpsþætti, höfum síðustu ár farið út að borða á Þorláksmessu og fengið okkur kok- teila en síðasta ár ákváðum við að lengja daginn með því að fá okkur skötu í hádeginu, fara heim til hennar og henda fötunum beint í þvott og skella okkur svo að gefa kakó fyrir Rauða krossinn og fara síðan út að borða. Það er orðin hefð hjá mér og nokkrum vinkonum mínum að hittast á annan í jólum og horfa á Lemonade með Beyoncé, núna verður það í þriðja sinn. Svo setjum við á pásu og förum í djúpar samræður um þýðingu hvers lags og myndbands. Morgunblaðið/Hari ÞURÍÐUR ELÍN SIGURÐARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Undanfarið hefur það æ meira runnið upp fyrir mér að ég og sonurminn, og eflaust krakkar af hans kynslóð sem nú fylla grunnskólalandsins, höfum ólíka sýn á aldur. Honum finnst mamma sín (sem tekið skal fram að er ekki orðin fertug) einfaldlega tilheyra þeim hópi sem hann kallar „gamalt fólk“. Lítið við því að gera víst, svona er bara lífið. Gam- alt fólk gerir víst alls konar hallærislega hluti, til dæmis getur verið mjög vandræðalegt að fara með því í Kringluna, ekki síst vegna hættu á því að það taki upp á því að gera eitthvað vandræðalegt, eins og að knúsa afkvæmin, sem á víst alls ekki að gera á opinberum vettvangi. Að gefa sig á tal við ókunnugt fólk á förnum vegi er líka eitthvað sem bara „gamalt fólk“ ger- ir og fer mjög fyrir brjóstið á grunn- skólanemanum. Ekki málið. Fyrr á árinu var birt í þessu blaði vegleg úttekt þar sem farið var ofan í saumana á ólíku orðfæri kynslóð- anna. Skoðuð voru orð sem krökkum og unglingum þóttu í eina tíð hæfa til að lýsa hlutum en þykja út úr korti nú. Enginn er púkó lengur, það er orð sem tilheyrir kynslóð foreldra minna. Ekki heldur er mikið um það að fólk segi „glætan, spætan“ lengur eins og tíðkaðist fyrir ekki svo löngu. Ný kynslóð finnur sér nýtt orðfæri og ný orð til að lýsa umhverfi sínu, því sem þau dást að og því sem fer fyrir brjóstið á þeim. Nú eru hlutir almennt „geggjaðir“ falli þeir í kramið en annars „krípí“ ef þeir eru ekki að gera sig. Ó-ending á ýmsum orðum eins og að segja „glæsó“ í staðinn fyrir glæsilegt var afgreidd á dögunum sem „mjög næntís“ og mamma „gamla“ vinsamleg- ast beðin um að láta af slíku tali. Að minnsta kosti láta það ekki heyrast mjög víða, það gæti orðið vandræðalegt fyrir alla nærstadda. En þegar ég var djúpt sokkin í vorkunnsemi minni yfir þeim örlögum að vera talin gömul náði ég að rifja upp að mér þóttu foreldrar mínir ekki sér- lega ungir þegar þeir voru á mínum aldri. Bara rígfullorðið fólk eiginlega þegar þau voru rétt að detta í fertugt. Þá rann upp fyrir mér að þótt orðnotk- un og orðaforði breytist með tímanum þá breytist afstaðan lítið. Fullorðið fólk er yfirleitt miklu eldra í augum barna en í eigin huga. Börn hafa líka gjarnan þann hátt að einfalda hlutina, og það er langeinfaldast að flokka fólk sem ungt eða gamalt. Og það er engin skömm að því að lenda í síðari flokkn- um. Það er víst alltaf hægt að vera ung í anda ef viljinn er fyrir hendi. Morgunblaðið/Hari Gamla fólkið ungt í anda Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is ’Nú eru hlutir almennt„geggjaðir“ falli þeir íkramið en annars „krípí“ef þeir eru ekki að gera sig. Það er ekki sama hvernig er talað í Kringlunni, börnin geta orðið vandræðaleg. Ragnheiður Gunnarsdóttir Það var eitt sinn verið að gera grín og mér var gefið fótanuddtæki. SPURNING DAGSINS Hvað er frumlegasta gjöf sem þú manst eftir? Andrés Pétursson Ég gaf systur minni stórt málverk. Eydís Sigurðardóttir Tveir litlir hænuungar. Og fiskar. Torfi Þór Runólfsson Ársbirgðir af svörtum nýrnabaunum. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Hari Það verður Jóla(uppi)stund með Ebbu Sig. á Hard Rock Café laugardaginn 15. desember klukkan 21. Nánar á tix.is. Jólahefð með Beyoncé

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.