Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 31
Þar sem forsetaræði ríkir, svo sem í Bandaríkj- unum, Rússlandi og Frakkandi, þá situr ráðherra svo lengi sem það hentar forsetanum. Þar sem meiri- hlutastjórn situr, svo sem er algengast í löndum eins og Bretlandi, þá situr ráðherra ekki lengur en for- sætisráðherra vill. Alþekkt er að hafi forsætisráðherra siglt krappan sjó gerir hann skyndilega verulegar breytingar á ríkisstjórn sinni. Með því dregur hann at- hyglina frá eigin vanda. En um leið tryggir hann að sitjandi ráðherrar séu á tánum og þeir sem nálgast ráðherrastóla í þinghópnum makki með í þeirri von að síminn hringi loks. Þar sem samsteypustjórnir eru ráðandi eins og er algilt hér þá hefur forsætisráðherrann ekkert slíkt vald yfir ráðherrum annarra flokka nema að formi til. Og forsætisráðherrann hefur jafnframt takmarkað vald að þessu leyti yfir ráðherra úr eigin röðum. Því að áður en hann leggur tillögu um ráðherra úr sínum flokki fyrir forseta gerir hann tillögu um þá til síns þingflokks og aðeins sá sem fær þar staðfestingu verð- ur ráðherra. Þannig að þingflokkurinn ber einnig ábyrgð á ráðherranum, enda er hann þar með að lofast til að verja ríkisstjórn og einstaka ráðherra vantrausti og valda mál þeirra í þinginu með venjulegum fyr- irvörum um samráð um og samþykki. Tvær hliðar á máli, aðeins önnur rædd Gáleysislegt óráðstal og meiðandi ef gert yrði opinbert hefur skekið umræðuna undanfarið. Sennilega er þannig komið að almenningur telur að mál af þessu tagi séu nú helsta inntak íslenskrar stjórnmála- umræðu. Það afsakar hvergi óráðstalið en hinu verður ekki á móti mælt að það varð ekki meiðandi fyrir aðra en hinn fámenna munnsöfnuð sjálfan fyrr en því var komið á framfæri með birtingu leynilegrar upptöku. Breytt tækni gerir persónunjósnir mjög einfaldar og áhættulitlar fyrir þann sem telur sér akk í að beita þeim. Stundum er að því fundið að stjórnarskránni, sem þjóðin samþykkti með miklum yfirburðum og stað- fest var á Þingvöllum á heilagri hátíðarstund, hafi ekki verið breytt nægilega oft. Nú er það svo að það er ekki keppikefli að breyta stjórnarskrám og þær tryggja allar að þeim verði ekki svo auðveldlega breytt. Mikið tal hefur gengið síðustu árin um nauð- syn á að breyta stjórnarskrá og drifkraftur þess virt- ist vera að einhverjir teldu að stjórnarskráin og gall- ar á henni hefðu eitthvað haft með „hrunið“ að gera. En fyrir löngu hefur verið afhjúpað að allt það tal (að slepptum fáeinum nytsömum sakleysingjum) hef- ur snúist um að gera hatursmönnum fullveldis Ís- lands fært að koma landinu í ESB, sem logar nú stafnanna á milli. En stjórnarskránni hefur nokkrum sinnum verið breytt og þá vegna þess að jákvæð markmið voru undir. Þar má nefna að tryggja breytta kjördæma- skipan og gera kosningaréttinn skaplegri því að rangindin þar máttu ekki lengur standa. Og önnur slík dæmi mætti nefna. Þá voru gerðar breytingar á stjórnarskrá 1995 og segja má að sumar þeirra breytinga hafi ekki aukið skýrleika stjórnarskrárinnar eins og vandamál í dómskerfinu sýndu glöggt ekki löngu síðar. En í þeim breytingafasa var með breyttri 71. grein stjórn- arskrárinnar hnykkt á vernd einkalífs. Það hefur vakið eftirtekt hversu þeim sem tala hæst fyrir breyt- ingum á stjórnarskrá virðist sama um hvort farið er eftir þeirri gildandi eða ekki. Þegar utanaðkomandi aðili tók upp ógeðfellt drykkjuraus tímunum saman (með skýringum sem eru fjarri því að vera trúverðugar) og sendi það svo óábyrgum fjölmiðli til frjálsrar meðferðar, mátti hon- um verða ljóst að fjölmargir saklausir einstaklingar meiddust mjög. Þótt rausið sé fordæmt með réttu er augljóst að með njósnunum um það og birtingu þess meiddust þeir sem fyrir urðu og þá fyrst. Það hlýtur að vera mikil samviskuspurning hvort það eitt að koma þeim sem rausuðu svo skammarlega í eigin hóp í verðskuldaðan bobba hafi réttlætt að meiða svo marga varnarlausa í leiðinni. Frægt hler En eins og fyrr sagði er mönnum, jafnvel þeim valda- mestu í veröld, hvergi óhætt. Muna mætti þegar Obama forseti átti trúnaðarsamtal við Medvedev á al- þjóðlegum fundi í mars 2012. Hann gætti ekki að því að ekki hafði verið slökkt á upptökutæki. Hallaði hann sér að Medvedev sem þá var enn forseti Rússlands og hvíslaði að honum á þá leið að eftir kosningar í nóv- ember myndi hann hafa miklu meira svigrúm til að koma til móts við Rússland. Medvedev sagðist mundu láta Vladimir vita þetta. Ef eitthvað svipað þessu hefði náðst eftir tveggja ára rannsóknir á meintu samsæri Trump við Rússa hefðu þeir ekki þurft lengur að leita og getað farið beint í að steypa karlinum. Eftir tvö heil ár stendur ekkert bitastætt eftir ann- að en að einn af mörgum lögfræðingum Trumps hefði borgað tveimur konum sem héldu því fram að Trump hefði haft við þær mök gegn greiðslu 10 árum áður en hann bauð sig fram. Nú hótuðu þær að ljóstra þessu upp 10 dögum fyrir kosningar. Þetta var náttúrlega fjárkúgun og hefur Trump neitað staðfastlega að til- efnið hafi verið fyrir hendi þótt margir leggi ekki trúnað á það. Hann hefði verið sammála lögfræð- ingnum að það mætti kasta smáaurum í þetta frekar en að láta fjárkúgunina ráða umræðunni síðustu 10 daga kosninganna. Til þess að þessi greiðsla sem lögfræðingurinn segir Trump hafa heimilað geti talist ólögmæt (sem þá myndi varða sekt samkvæmt dómspraxís) yrði að sanna að peningarnir hefðu komið úr sjóði sem ætl- aður hefði verið til að kosta kosningabaráttuna en ekki úr öðrum þeim sjóðum Trumps sem lögfræðing- urinn hafði aðgang að. Jafnvel uppi á Íslandi virðast einhverjir telja að loksins hafi Mueller saksóknari náð einhverjum ár- angri í að sanna samsæri Trumps og Pútíns. Rússagaldurinn mikli fælist þá eftir allt saman í næturgamni með „Stormy Daniels“, sem heitir þó eitthvað allt annað, 10 árum áður en Trump varð for- seti og vissi að Pútín væri til. Það er aldrei svo lítið að það hressi ekki, sagði mað- urinn sem fékk boð um sherryglas á Bessastöðum forðum. En er þetta ekki of lítið? Morgunblaðið/Eggert ’Þótt rausið sé fordæmt með réttu er aug-ljóst að með njósnunum um það og birt-ingu þess meiddust þeir sem fyrir urðu og þáfyrst. Það hlýtur að vera mikil samviskuspurning hvort það eitt að koma þeim sem rausuðu svo skammarlega í eigin hóp í verðskuldaðan bobba hafi réttlætt að meiða svo marga varn- arlausa í leiðinni. 16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.