Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2018, Blaðsíða 27
Christkindlmarkt er einn af þess- um gömlu jólamörkuðum sem mikil hefð er fyrir en fyrstu rituðu heimildir um markaðinn eru frá 15. öld. Markaðurinn er við rætur Hohensalzburg-virkisins og er í kringum hina mikilfenglegu dóm- kirkju borgarinnar. Margir við- burðir fara þarna fram eins og kórsöngur og spilað er á vind- hljóðfæri, „Turmblasen“. Í borginni eru margir jólamark- aðir en fyrrnefndi markaðurinn er þeirra elstur. Í Hellbrunn er gott að fara með börn en t.d. er í boði að fara í sleðaferð í sleða dregn- um af alvöruhreindýri. Mirabell- torg er fallega skreytt og þar eru margir básar með jólagóðgæti og glöggi. Ennfremur er viðamikil dagskrá í borginni á sérstakri aðventu- hátíð sem stendur yfir helgarnar fyrir jól með miklum söngveislum. Í ár er búið að selja alls 36.000 miða og er því uppselt á alla tón- leikana (þótt stundum sé hægt að fá miða á síðustu stundu) en byrj- að er að selja miða á aðventuhá- tíðina 2019. SALZBURG, AUSTURRÍKI Sleðaferð og söngur 16.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Jólamarkaðurinn í Kraká fer fram á Rynek Glowny, stóra almennings- torginu í miðbænum. Þar snjóar oftar en ekki fyrir jólin sem gerir stemninguna líkt og á póstkorti en ekki er hægt að treysta á snjókomu í mörgum af þekktari mörkuð- unum í Vestur-Evrópu. Góður minjagripur væri einhver af fjölmörgu handmáluðu jólakúl- unum sem þar eru til sölu. Markað- urinn er óvenjulega fjölbreyttur og er líka til sölu ýmiss konar antík og hitt og þetta. Þarna er hægt að smakka fjölbreytt pólskt góðgæti sem borðað er fyrir jólin. Eitt af því er smalec, álegg sem búið er til úr fitu og kryddi og sett ofan á heitt brauð með t.d. pulsum eða beik- oni, steiktum lauk og súrum gúrk- um. Hægt er að kaupa sérstaka matarleiðsögn um markaðinn á 20 evrur, eða um 2.900 krónur. KRAKÁ, PÓLLANDI Matarleiðsögn og jólaskraut London hefur alltaf upp á margt að bjóða en fyrir jólin breytist Hyde Park í risastóran jólamarkað og tívolí undir nafninu Winter Wonderland, eða Undraveröld vetrarins. Þar er m.a. skautasvell, parísarhjól, rússíbanar, sirkussýningar, uppistand fyrir full- orðna og Teletubbies-jólasýning fyrir börnin. Ekki má gleyma viðarbás- unum 200 þar sem hægt er að kaupa sérstakar jólagjafir, hefðbundið jóla- skraut og smakka eitthvert jólagott. Þarna fást til dæmis skartgripir og föt þannig að það er vel hægt að kaupa fallegar jólagjafir á markaðnum. Opið er frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin. LONDON, ENGLANDI Vetrarveröld í Hyde Park Ferðamönnum hefur fjölgað á síð- ustu árum í Króatíu en það er fleira en djúpblár sjórinn í Adría- hafinu sem heillar. Jólamarkaður- inn í Zagreb hefur vakið athygli síðustu ár. Hann er á Jelacic-torgi og götunum þar í kring og á meðal þess sem lokkar fólk á markaðinn er skautasvell, ísskúlptúragerð, barir, matarbásar og lifandi tón- list. Óvenjulegastur er þó jóla- sporvagninn en með honum geta börn og fullorðnir fengið far með jólasveininn við stýrið. Ferðalagið um Zagreb tekur 30 mínútur og kostar um 600 kr. Einnig er sérstakt svæðið sem kallast Fuliranje. Þar er hægt að sletta úr klaufunum og er opið fram á nótt um helgar. ZAGREB, KRÓATÍU Ferðalag með jólasporvagni Jólaandinn ræður sann- arlega ríkjum á jóla- markaðinum í Tallinn sem haldinn er árlega á ráðhústorgi borgar- innar. Að venju er hægt að fá góðgæti úr héraði og handgerðar gjafir. Þarna er líka lögð áhersla á menningarlíf og boðið upp á dans- sýningar, ljóðaupp- lestur og kórsöng. Jólatréð hefur mikið aðdráttarafl. Það hefur verið sett upp á ráð- hústorginu á hverju ári frá 1441 en það var þá einn af fyrstu stöð- unum í Evrópu til að skarta slíku tré yfir jólahátíðina. Markaðurinn er op- inn frá 10-19 alla daga. TALLINN, EISTLANDI Jólatré og menning Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.