Fréttablaðið - 16.03.2019, Side 2
Prótínríkt og gott
hvenær sem er!
Á annað þúsund gengu fylktu liði til að bjarga jörðinni
Mótmælin fóru fram í gær í meira en tvö þúsund borgum og bæjum í meira en
hundrað löndum. Forsprakki skólaverkfallsins, hin sænska Greta Thunberg, var á
fimmtudaginn tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNMÁL Ríkissjóður fékk reikn-
ing upp á tæpar 1,7 milljónir króna
eftir að forsætisráðherra bauð
35 erlendum gestum Hringborðs
norður slóða í kvöldverð í Hellis-
heiðarvirkjun í lok október. Sigurð-
ur Ingi Jóhannsson, samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra, var gest-
gjafi í kvöldverðinum í fjarveru
Katrínar Jakobsdóttur forsætisráð-
herra, en Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Hringborðs norðurslóða,
kom einnig að skipulagningu.
Hringborð norðurslóða 2018, eða
Arctic Circle, fór fram í lok október
en reikningur fyrir hinni veglegu
veislu barst ekki forsætisráðuneyt-
inu fyrr en í síðasta mánuði. Var
hann birtur á vefnum Opnir reikn-
ingar sem ætlað er að auka gagnsæi
í opinberum innkaupum. Reikning-
urinn er frá Orku náttúrunnar
(ON) fyrir risnukostnaði og
hljóðar upp á alls 1.684.445
krónur.
Frét t ablaðið k a l laði
eftir frekari upplýsingum
um tilefni þessarar
greiðslu hjá Ágústi
Geir Ágústssyni,
skrifstofustjóra
r áðu ney t isins .
Hann upplýsti
að reikningur-
inn sé vegna
k v ö l d v e r ð a r
fyrir 35 erlenda
gesti frá mörg-
um þjóðlöndum
í tengslum við Hring-
borðið. Fréttablaðið
óskaði einnig eftir
afriti af reikningnum
frá ON þar sem fram
kemur að hann hljóð-
aði upp á tæpar 1,8 milljónir.
Ráðuneytið gerði hins vegar
athugasemd við upphæðina
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins og fékk tæpar 270
þúsund krónur í afslátt. Með
VSK endaði reikningurinn í
tæpum 1,7 milljónum.
„Valið var að stað-
setja kvöldverðinn við
Hellisheiðarvirkjun til
þess að kynna hana og
kolefnisbindingarverk-
efni ON samhliða fyrir
hinum erlendu gestum.“
Kostnaðurinn helgast
meðal annars af því að
veislan fór fram í sýn-
ingar sal virkjunarinnar
sem hvorki er innréttaður fyrir
veislur né með aðgang að eldhúsi.
„Þurfti því að innrétta salinn af
þessu tilefni og setja upp eldunar-
aðstöðu,“ segir í svari ráðuneytisins.
Miðað við upphæð reikningsins
og gestafjölda nam kostnaður við
hvern gest því nærri 50 þúsund
krónum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
gestum ráðstefnunnar er boðið út að
borða á kostnað ríkissjóðs. Frétta-
blaðið fjallaði um það í desember
2017 þegar Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, þáverandi sjávar útvegs-
og landbúnaðarráðherra, bauð 13
manna sendinefnd frá Kyrrahafs-
eyjum, auk innlendra gesta í þriggja
rétta máltíð í Bláa lóninu. Reikning-
urinn þá nam 400 þúsund krónum.
mikael@frettabladid.is
Boð ráðherra kostaði
hátt í tvær milljónir
35 ráðstefnugestum Arctic Circle var boðið í kvöldverð í Hellisheiðarvirkjun
í október síðastliðnum. Ríkissjóður borgaði brúsann og fékk reikning frá ON
upp á 1,7 milljónir. Reyndist dýrt að breyta virkjun í veislusal með eldhúsi.
Hópur gesta frá Arctic Circle 2018 sótti veglega veislu
við Hellisheiðarvirkjun í október í boði forsætisráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson.
FÉLAGSMÁL Kosningu til stjórnar
VR lauk í gær en kosið var um sjö
af f immtán sætum í stjórninni
til tveggja ára. Alls greiddu 2.806
félagsmenn atkvæði en á kjörskrá
voru 35.614. Var kosningaþátttaka
því 7,9 prósent.
Þau sem náðu kjöri eru Svan-
hildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Ólafur
Reimar Gunnarsson, Selma Árna-
dóttir, Sigurður Sigfússon, Harpa
Sævarsdóttir, Björn Kristjánsson
og Helga Ingólfsdóttir.
Þá voru þau Þorvarður Berg-
mann Kjartansson, Anna Þóra
Ísfold og Sigmundur Halldórsson
kjörin varamenn í stjórn.
Eins og áður hafði komið fram
verður Ragnar Þór Ingólfsson
áfram formaður félagsins til næstu
tveggja ára þar sem ekkert mót-
framboð barst. – sar
Sjö kjörin í
stjórn VR
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SAMFÉLAG Auglýsingar fyrir leikritið
Súper hafa orðið til þess að starfs-
menn verslunarinnar Super 1 hafa
ítrekað þurft að svara spurningum
frá viðskiptavinum um hluti á borð
við „ferska kjúklingastrumpa“ og
„hægsvæfða spenagrísi á teini“.
„Þetta var fyndið fyrsta daginn,
þegar fólk var að spyrja um lundir
af nýsvæfðum grísum. Síðan þegar
fólk er að spyrja starfsfólkið aftur
og aftur, og líka hringja, þá er
þetta orðið dálítið þreytt,“ segir
Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson,
eigandi Super 1, í samtali við
Fréttablaðið. „Þetta eru líka
ansi skuggalegar lýsingar
á slátrunaraðferðum
sem ég vil ekki tengja
við mína verslun.“
Leikritið Súper,
sem er gamanleikrit
eftir Jón Gnarr í leik-
stjórn Benedikts Erl-
ingssonar, verður frumsýnt í kvöld.
Það fjallar um fólk sem hittist í stór-
markaðnum Súper og á í einlægum
samræðum.
Sigurður Pálmi segir að sér hafi
brugðið í brún er hann sá aug-
lýsingar fyrir leikritið stuttu eftir
að hann opnaði sína verslun fyrir
rúmum mánuði. Hann hefur rætt
við fulltrúa markaðsdeildar
Þjóðleikhússins sem hafi tekið
erindi hans fálega. „Þessi
framsetning er villandi, þetta
eru auglýsingar eins og fyrir
búð. Mér finnst ótrúlegt að
þeir hafi ekki hugsað þetta
áður en þeir vaða í svona
markaðssetningu. Það
má alla vega taka fram
að þetta sé leikrit.“
Ekki náðist í mark-
aðsdeild Þjóðleik-
hússins við vinnslu
fréttarinnar. – ab
Starfsfólkið spurt um
ferska kjúklingastrumpa
Sigurður Pálmi í
Super 1
Fleiri ljósmyndir er að finna á +Plússíðu Frétta-
blaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-app-
inu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
2
-7
C
F
0
2
2
9
2
-7
B
B
4
2
2
9
2
-7
A
7
8
2
2
9
2
-7
9
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K