Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.03.2019, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.03.2019, Qupperneq 6
Við þurftum að fá leyfi frá foreldri, bara eins og veikindaleyfi. Við hringdum bara í mömm- ur okkar, skólinn var eitthvað á móti því að við færum. Nemendur í Valhúsaskóla Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki Nýræktarstyrkir eru veittir árlega til að styðja við útgáfu á skáldverkum höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu orðsins. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2019 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is Samkvæmt 33. gr. laga Félags tæknifólks í rafiðnað, skal auglýsa frest til framboðs. Framboðsfrestur skal vera minnst 14 sólarhringar og skal tillögum skilað til kjörstjórnar innan þess tíma. Með hliðsjón af framansögðu hefur framboðsfrestur verið ákveðinn til kl. 12 á hádegi 27. mars 2019 Reykjavík 12. mars 2019 Stjórn Félags tæknifólks í rafiðnað Framboð í trúnaðarstöður FTR Símaveski, heyrnartól, snúrur og allt fyrir símann. Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind UMHVERFISMÁL Á annað þúsund ungmenni mótmæltu aðgerðar- leysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Mótmælin hófust á hádegi þar sem ungmennin söfnuðust saman fyrir framan Hallgrímskirkju og gengu niður á Austurvöll. Mótmælin eru hluti af skólaverk- falli sem fór fram í gær í meira en tvö þúsund borgum og bæjum í meira en hundrað löndum. Forsprakki skólaverkfallsins, hin sænska Greta Thunberg, var á fimmtudaginn til- nefnd til friðarverðlauna Nóbels. Ungir mótmælendur sem Frétta- blaðið ræddi við voru allir á sama máli um að nauðsynlegt væri að grípa til tafarlausra aðgerða í lofts- lagsmálum. „Við erum komnir til að mótmæla, ætlum að gera betri framtíð fyrir okkur. Við fengum fría eyðu, við fáum síðan að fara heim. Við fréttum bara af þessu í dag frá öðrum nemendum,“ segir Reynir Snær Skarphéðinsson, sem tók strætó úr Hafnarfirði ásamt félögum sínum til að mæta á mót- mælin. „Ég frétti nú bara af þessu á Instagram áðan,“ bætti félagi hans við. Skólarnir í Reykjavík virðast ekki hafa verið með samantekin ráð um viðburðinn. Í bréfi skóla- stjóra Vestur bæjarskóla til for- eldra kom f ram að mótmæli undanfarnar vikur hefðu valdið óróa innan skólans og ekki yrði hringt í foreldra til að fá leyfi fyrir þau börn sem vildu taka þátt. For- eldrar þyrftu að óska eftir leyfi með góðum fyrirvara fyrir þau börn sem vildu taka þátt. Í bréfi sem skólastjóri Melaskóla sendi á foreldra klukkutíma fyrir mótmælin í gær sagði hann að á sama tíma og jákvætt væri að börn- in vildu beita sér fyrir aðgerðum til verndar náttúrunni þá mættu þau ekki skrópa. Í bréfinu lýsir hann áhyggjum af því að börn fari úr þeirra umsjón og eftirlitslaus niður í miðbæ en starfsmenn skólans muni ekki fylgja þeim. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir í á annan tug grunnskóla og skóla- og frístundasvið vegna mótmælanna en fá svör bárust. Kristín Jóhannes- dóttir, skólastjóri Austurbæjar- skóla, segir að einhverjir nemendur sínir hafi farið, þeir hafi undirbúið sig í félagsmiðstöðinni fyrr í vik- unni. Þeir hafi hvorki verið hvattir til að mótmæla né lattir. Elísabet Brynjarsdóttir, formaður Stúdentaráðs og einn skipuleggj- enda mótmælanna, sagði að hún hefði ekkert heyrt frá skólunum. „Ég hef ekki heyrt múkk frá þeim. Það hafa engar kvartanir borist. Ég held að þetta sé hluti af skólastarfi að fræða börn um loftslagsmál.“ Það var nokkur munur á svörum mótmælenda eftir því úr hvaða skólum þeir komu. „Við þurftum að fá leyfi frá foreldri, bara eins og veikindaleyfi. Við hringdum bara í mömmur okkar, skólinn var eitt- hvað á móti því að við færum, þau sögðu að við fengjum fjarvist ef við færum án leyfis,“ sögðu piltar úr Valhúsaskóla við blaðamann. Einn þeirra skaut inn: „Við búum á Nes- inu, þannig að þetta er allt svolítið hægrisinnað.“ arib@frettabladid.is Ungir mótmælendur hvorki hvattir né lattir Á annað þúsund ungmenni skrópuðu í skólanum í gær til að mótmæla aðgerð- arleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Þurftu flest leyfi frá foreldrum til að mæta. Skólastjóri segir nemendur hvorki hafa verið hvatta né latta til þátttöku. Ungmenni fjölmenntu í bæinn og skrópuðu í skólanum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SVEITARFÉLÖG „Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveim- ur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nær- þjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir for- maður Sambands íslenskra sveitar- félaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga . Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerð- um sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveit- arfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferða- fræðina. „Við erum í umfangsmikl- um samskiptum sérstaklega varð- andi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“ – sar Vilja ekki kyngja skerðingu framlags Það er mjög sér- kennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélag- anna. Aldís Hafsteins- dóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitar- félaga 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -A 4 7 0 2 2 9 2 -A 3 3 4 2 2 9 2 -A 1 F 8 2 2 9 2 -A 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.