Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 16
um málið. Leiðtogarnir fordæma árásina og hugmyndafræðina á afdráttarlausan hátt. „Ég fordæmi hina of beldis­ fullu, öfgafullu hryðjuverkaárás sem heimti líf svo margra sak­ lausra Nýsjálendinga er þeir voru við bænahald í moskum sínum í Christchurch í dag,“ sagði Scott Morrison, forsætisráðherra Ástr­ alíu. Donald Trump, forseti Bandaríkj­ anna, sagðist votta fórnarlömbum og Nýsjálendingum öllum samúð sína eftir árásina. Theresa May, breski forsætisráð­ herrann, vottaði Nýsjálendingum samúð fyrir hönd Breta og sagði árásina hrylling. Elísabet önnur Bretlandsdrottn­ ing gaf út yfirlýsingu þar sem hún sagði tíðindin sorgleg. „Við Filippus prins vottum fjölskyldum og vinum hinna látnu samúð okkar. Ég vil sömuleiðis votta neyðarþjónustu­ starfsfólki og sjálf boðaliðum sem aðstoða hina særðu virðingu mína.“ thorgnyr@frettabladid.is NÝJA-SJÁLAND Heimsbyggðin er í sárum eftir að 49 hið minnsta voru myrt og 48 særðust í hryðjuverka­ árás á múslima í borginni Christ­ church á Nýja­Sjálandi í gær. Ráðist var á tvær moskur í borginni, Al­ Noor­moskuna og Linwood­mosk­ una, og var árásarmaður í beinni útsendingu á Facebook á meðan hann réðst á þá fyrrnefndu. Þar lét hann falla hatursfull ummæli um múslima. Lögregla hefur handtekið karl­ mann á þrítugsaldri vegna málsins og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Aukinheldur voru tveir karl­ ar og ein kona handtekin. Einum aðilanum var sleppt úr haldi. Þótt nafn einskis þeirra hafi verið gert opinbert kvaðst hinn meinti árásar­ maður í beinu útsendingunni heita Brenton Tarrant og vera ástralskur. Lögregla fór fram á við almenning að deila myndefninu ekki og síðum Tarrants á samfélagsmiðlum hefur verið eytt. Samkvæmt lýsingum erlendra fjölmiðla gekk árásarmaðurinn inn í Al­Noor klukkan 13.40 að staðartíma. Hafði þá verið í beinni útsendingu í nokkrar mínútur. Um 400 voru inni í moskunni við bænahald. Árásarmaðurinn f lúði vettvang og fór austur að Linwood­ moskunni. Þaðan flúði hann sömu­ leiðis áður en hann var handtekinn skömmu síðar. New Zealand Herald hafði eftir Nour Tavis, sem kveðst hafa verið á fremsta bekk í Al­Noor þegar árásin hófst, að hann hafi ekki strax áttað sig á því hvaðan hinn skyndi­ legi hávaði var að koma. „Síðan heyrðum við öskrin … og örvænting braust út á meðal okkar allra. Það heyrðust skothvellir og skothvellir og skothvellir … fólk reyndi að forða sér og maður sá það allt í einu falla til jarðar,“ sagði Tavis. Maðurinn sem sagðist heita Brent­ on Tarrant birti í gær 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu sem hann titlaði „Af leysingarnar miklu“ þar sem hann hélt því fram að verið væri að fremja þjóðarmorð á hvítu fólki og lýsti sjálfum sér sem þjóðernissinna og fasista. Hann sagðist sjálfur líta á árásina sem hryðjuverk, kvaðst inn­ blásinn af Anders Breivik. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja­Sjálands, sagði gærdaginn einn þann svartasta í sögu Nýja­Sjá­ lands. „Það er skýrt að það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en hryðjuverkaárás. Hún virðist hafa verið þaulskipulögð. Tvær sprengj­ ur, festar við bíl grunaðra, hafa fundist og þær gerðar óvirkar,“ sagði Ardern og bætti við: „Við erum stolt þjóð rúmlega 200 þjóðerna og 160 tungumála. Auk þessarar fjölbreytni deilum við sameiginlegum gildum. Það gildi sem við einbeitum okkur að nú er samúð og stuðningur við það samfélag sem þessi árás hafði bein áhrif á. Við fordæmum alfarið hug­ myndafræði árásarmanna.“ „Við erum harmi slegin yfir þessu voðaverki. Nýja­Sjáland er náið samstarfsríki og íslensk stjórn­ völd hafa vottað Nýsjálendingum samúð. Eftirgrennslan borgara­ þjónustunnar, lögreglunnar og ræðismanns Íslands, sem hefur haft samband við Íslendinga í borginni og nýsjálensk stjórnvöld, hefur leitt í ljós að engir Íslendingar eru meðal látinna. Stjórnvöld hér á landi munu áfram standa vörð um okkar sameiginlegu gildi og vinna gegn hvers konar öfgahyggju sem virðist undirrót hryðjuverkanna á Nýja­Sjálandi,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þjóðhöfðingjar um allan heim hafa vottað fórnarlömbum virð­ ingu sína og gefið út yfirlýsingar Svartur dagur í sögu Nýja-Sjálands Á fimmta tug voru myrt og álíka mörg særðust í hryðjuverkaárás á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Karlmaður hand- tekinn og ákærður fyrir morð. Árásarmaður var í beinni útsendingu á Facebook og gaf út hatursfulla stefnuyfirlýsingu. Nýsjálenska fánanum var flaggað í hálfa stöng við þinghúsið í Wellington sem og víðar. Mikil sorg ríkir á meðal Nýsjálendinga. NORDICPHOTOS/AFP Lögreglumaður á vettvangi við Al-Noor-moskuna. NORDICPHOTOS/AFPNýsjálenskt samfélag er í sárum eftir voðaverkin. Þessi blóm voru bundin við grindverk fyrir framan mosku í Wellington. NORDICPHOTOS/AFP Lögregla gerði rassíu á heimili í Dunedin í gær. NORDICPHOTOS/AFP Það er skýrt að það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en hryðjuverkaárás. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 9 2 -7 8 0 0 2 2 9 2 -7 6 C 4 2 2 9 2 -7 5 8 8 2 2 9 2 -7 4 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.