Fréttablaðið - 16.03.2019, Side 18
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Afsögn þarf
ekki að þýða
endalok.
Nema sakir
séu þeim
mun meiri.
Sigríður
Andersen,
vertu vel-
komin aftur.
AÐALFUNDUR
Brú félag stjórnenda heldur aðalfund sinn
mánudaginn 18. mars kl. 19:00 í húsnæði
ÍSÍ að Engjavegi 6, 104 Reykjavík
DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundastörf
Kynning frá Virk -kulnun í starfi-
Kosning hluta stjórnar
FÉLAGAR FJÖLMENNUM!!
Stjórnin.
Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Krist-insson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglu-
menn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt
stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg
og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta
annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma.
Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón
sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða
3.000 króna sekt.
„Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldu-
brotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var
alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bif-
reiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“
Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni
fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk
þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns,
Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði
ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í
málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki
stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu.
Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í
Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls
Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum
Íslendinga.
Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri
niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðar-
lagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannrétt-
indasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir
dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttinda-
dómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum
þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í
kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með
óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds.
Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri:
„Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með
sögunni til.“
Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður
af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný
bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannrétt-
indadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að
þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn
rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot
til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dóms-
málaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti
við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk
stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttinda-
sáttmálans.
Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði
í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var
breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi
sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evr-
ópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar.
Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm
Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“.
Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás
á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mann-
réttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til
að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að
íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti
með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum.
Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við
niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi.
Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið
Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar
að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín
fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess
að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð
mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskamm-
feilinna barna sem stendur við opna smákökukrús
með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist
ekkert hafa gert af sér.
Vinhygli, frændhygli, f lokkshygli. Fyrirgreiðslu-
pólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur
sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að
tryggja að hún heyri sögunni til.
Fullveldi fantsins
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti f lækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu máls-ins þá segi ég hér með af mér sem
dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“
Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sig-
ríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað
hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún
axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitt-
hvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af
því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri
starfsemi ráðuneytis og dómstóla.
En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi
þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún
tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert
hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi
afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu
sér í kollinum.
Var hún að hætta eða fara í frí?
Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu
viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Sam-
flokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta
dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadóm-
stólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir
þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma.
Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vor-
kunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig
hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir
ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr
en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka
erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram
hjá því.
En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er
kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega
voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráð-
herrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það
er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta
sæti, hún sjálf í annað.
Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta
íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur,
til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmála-
menn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að
flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem
segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra
sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi.
Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður
Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafn-
harðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumála-
ráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að
hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra.
Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu
þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin
aftur.
Velkomin
aftur
1 6 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
6
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:2
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
9
2
-8
6
D
0
2
2
9
2
-8
5
9
4
2
2
9
2
-8
4
5
8
2
2
9
2
-8
3
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
1
5
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K