Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 86

Fréttablaðið - 16.03.2019, Síða 86
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Time Out telur að þeir hafi fundið rétta svarið enda margir spurðir. Könnunin var gerð í samvinnu við Tapestry Research og leiddi meðal annars í ljós að íbúar Parísar fara oftast út um helgar og stunda mest kynlíf. Í Berlín eru flestu veganistarnir og þeir sem eru helst tilbúnir til að minnka áfengisdrykkju. Bollywood er Mekka kvik- myndaaðdáenda. Í Mumbaí eru líka flestir sem stunda kvik- myndahúsin en í Manchester eru íbúar mestu ofdrykkjumennirnir. Í Madrid drekkur fólk mikinn bjór og hittist oftast á klúbbum og á börum svo eitthvað sé nefnt. 1: New York Það væri hægt að kalla borgina „helstu borg í heimi“ miðað við útkomu hennar í könnuninni. New York er helsta menningar- Bestu borgir í heimi 2019 Það er gott að búa í New York, samkvæmt könnun. Menningin og fjölbreytnin er stórkostleg. Melbourne í Ástralíu er í öðru sæti listans. Gróskumikil og skemmtileg. Tókýó er sú borg í Asíu sem mesta athygli vekur um þessar mundir. Tímaritið The Time Out spurði 34 þúsund íbúa um víða veröld hver væri besta borgin 2019 til að búa í. Spurt var meðal annars um mat, drykk, menningu, næturlíf og útivist. borg í heimi en hafnaði númer tvö og þrjú þegar um mat og drykk var að ræða. Þátttakendur voru mjög ánægðir með fjölbreytnina í Stóra eplinu. 2: Melbourne Númer tvö er ástralska borgin Melbourne. Borgin hefur fleiri staði með lifandi tónlist en nokkur önnur í könnuninni. Einn af hverj- um fjórum sótti einhverja tónleika í vikunni fyrir könnunina. Borgin kom líka vel út í sambandi við mat og drykk. 3: Chicago Borgin skorar hátt í mat og drykk en langmest varðandi íþrótta- iðkun. Meira en helmingur þeirra sem svöruðu stunduðu einhvers konar líkamsrækt. Greinilega skapar lífsstíllinn mikla ánægju borgarbúa. 4: London Þrátt fyrir Brexit og pólitískan óróa töldu átta af tíu Lundúna- búum sig hamingjusama og einungis sex prósent fundu fyrir óöryggi síðustu 24 tímana. Borgin býður upp á fjölbreytni og umhverfið er skapandi. 5: Los Angeles Ótrúlega dýnamísk, fjölbreytt og skapandi borg. Íbúar eru hamingjusamir og þeir geta valið um góða veitingastaði enda borða þeir oftar úti en nokkrir aðrir í könnuninni. 6: Montreal Íbúar telja að þetta sé besta borg í heimi og þarna geti fólk verið það sjálft. Montreal er menningarborg og 79% íbúa telja sig hamingju- sama. 7: Berlín Þetta er borg skemmtanalífsins. Borgarstjórinn ákvað nýlega að eyða einni milljón evra í hljóð- einangrun í næturklúbbum sem sýnir mikilvægi næturlífsins fyrir borgina. Borgin er einnig talin hagkvæm að lifa í, hún er skapandi og þar er að finna bæði frelsi og hamingju. 8: Glasgow Þótt þetta sé mikil rigningar- borg þá elska íbúarnir Skotland og eru stoltir af uppruna sínum. Í Glasgow er öflugt skemmtana- og tónlistarlíf. Flestir sögðu að borgin hefði breyst mikið til hins betra á síðustu árum. 9: París París er að sjálfsögðu þekkt fyrir menningu og listir. Um 87% íbúa telja borgina frábæra á listasviðinu enda eru fleiri þar en á nokkrum öðrum stað sem sækja söfn og gall- erí. Íbúarnir eru duglegir að fara út um helgar og stunda mest kynlíf. 10: Tókýó Þetta er sú borg sem flestir í könnuninni hafa löngun til að heimsækja árið 2019. Íbúar eru ánægðir með borgina sína og Ólympíuleikarnir 2020 sem fram fara í Japan hafa beint heimsljós- inu að Tókýó. Þessi nýja orka sem hvarvetna blasir við í uppbyggingu í bland við gamla og þjóðlega siði gerir Tókýó að mest aðlaðandi stað í Asíu um þessar mundir. Aðrar borgir sem komust á listann: 11: Madrid 12: Höfðaborg 13: Las Vegas 14: Mexíkóborg 15: Manchester 16: Philadelphia 17: Barcelona 18: Buenos Aires 19: Lissabon 20: Washington DC 21: Tel Avív 22: Mumbaí 23: Toronto 24: Birmingham 25: Dublin 26. São Paulo 27: Miami 28: Porto 29: Singapore 30: Edinborg 31: San Francisco 32: Dúbaí 33: München 34: Vín 35: Sjanghaí 36: Moskva 37: Delí 38: Seattle 39: Sydney 40: Abú Dabí 41: Hong Kong 42: Boston 43: Rio de Janeiro 44: Marseilles 45: Bangkok 46: Kúala Lúmpúr 47: Peking 48. Istanbúl 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 2 -F 3 7 0 2 2 9 2 -F 2 3 4 2 2 9 2 -F 0 F 8 2 2 9 2 -E F B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 1 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.