Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 12
Árekstur við
óþekktan hnött
Agnir þeytast
af hnettinum Agnir frá
árekstri
Hnötturinn
sundrast
Agnir falla
saman og
mynda berg
Yngsti
forveri
Ryugu
Árekstur
Nýlegasta
sundrun ? Ryugu
Ryugu myndast eftir að agnir, sem
urðu til við árekstur tveggja fyrir-
bærir fyrir milljónum ára, runnu
saman og sundraðist á ný. Þessi
óvanalega forsaga Ryugu er talin
vera ástæðan fyrir því að hversu
þurrt smástirnið er. HEIMILD/JAXA
✿ Svona myndaðist RyuguRannsóknir á skraufa
þurru og grýttu yfir
borði smástirnisins
Ryugu hafa veitt vís
indamönnum einstakt
tækifæri til að lýsa
aðstæðum í árdaga sól
kerfisins. Leiðangurinn
til Ryugu nær hámarki
árið 2020 þegar sýni úr
smástirninu skilar sér
til Jarðar.
GEIMVÍSINDI Rúmlega fjögur ár eru
síðan geimfarinu Hayabusa2 var
skotið á loft frá geimferðahöfninni
í Tangeshima í suðvesturhlutahluta
Japans. Förinni var heitið að smá-
stirninu Ryugu en markmið verk-
efnisins var að kanna eiginleika
smástirnisins. Hayabusa2 komst í
návígi við Ryugu í júní á síðasta ári
og í desember 2019 mun það halda
aftur heim til Jarðar með sýnishorn
af smástirninu um borð. Í milli-
tíðinni hafa japanskir vísindamenn
hafið ítarlegar vísindarannsóknir á
smástirninu og fyrstu niðurstöður
þeirra liggja loks fyrir.
Vísindamennirnir birtu niður-
stöður sínar í þremur vísinda-
greinum í vísindaritinu Science fyrr
í vikunni. Greinarnar veita hver um
sig einstaka innsýn í samsetningu,
tilurð og framtíð smástirnisins. Á
meðal þess sem vísindamennirnir
vita nú er að Ryugu er ekki heilsteypt
berg, þvert á móti má lýsa smástirn-
inu sem kílómetrabreiðri hrúgu
af skraufaþurrum grjótmulningi.
Raunar er það svo að 50 prósent af
rúmmáli Ryugu eru tómarúm.
Frá því í júní á síðasta ári hefur
Hayabusa2 verið á sporbraut um
smástirnið og safnað gríðarlegu
magni upplýsinga sem það sendir
til Jarðar. Geimfarið hefur jafnframt
gert nokkrar athuganir á yfirborði
þess en til stendur að lenda stutt-
lega á smástirninu og safna sýnum
af jarðvegsþekju þess.
„Fljótlega eftir að Hayabusa2
kom að Ryugu hófum við vísinda-
vinnunna og gerðum um leið
nokkrar stórkostlegar uppgötv-
anir, “ segir Seiji Sugita, prófessor í
reikistjörnufræði við háskólann í
Tókýó. „Fyrst og fremst ber að nefna
það sem snertir vatnsmagn Ryugu,
eða algjöran skort á því öllu heldur.
Ryugu af afar þurr staður. Smá-
stirnið er jafnframt nokkuð ungt,
kannski 100 milljón ára, og það
gefur til kynna að það eigi því rætur
að rekja til aðstæðna sem voru gjör-
sneyddar vatni.“
Jafnframt hefur litrófsriti um borð
í Hayabusa2 rýnt í efnasamsetningu
Ryugu. Þær niðurstöður gefa sterk-
lega til kynna að smástirnið sé fyrst
og fremst samsett úr kolefni.
Með þessar upplýsingar um
samsetningu Ryugu hefur vísinda-
mönnunum tekist að rekja uppruna
smástirnisins. Lítil smástirni, eins
og Ryugu, eru talin hafa myndast
þegar stærri smástirni eða reiki-
stjörnur sundruðust í meiriháttar
hamförum. Agnirnar sem myndast
Vísindamenn varpa ljósi á tilurð Ryugu
í hamförum sem þessum renna síðan
saman yfir langan tíma.
Japönsku vísindamennir nir
undir strika mikilvægi þess að vatn
sé ekki að finna á Ryugu. Þetta er
mikilvægt vegna þess að allt vatn
á Jörðinni kom frá smástirnum,
halastjörnum og geimþokunni og
rykskýinu sem síðar urðu að Sólinni.
Þannig kallar tilvist þurra smástirna
á endurskoðun á efnasamsetningu
sólkerfisins þegar það var að mynd-
ast.
„Þetta hefur víðtækar skírskotanir
þegar kemur að leitinni að lífi hand-
an Jarðarinnar,“ segir Sugita. „Það
eru til óteljandi sólkerfi og leitin að
lífi þarfnast skýrari veg vísa. Okkar
niðurstöður munu hjálpa öðrum
vísindamönnum að finna sólkerfi
sem mögulega gætu verið lífvænleg.“
kjartanh@frettabladid.is
Smástirnið Ryugu er tæplega 900 metra breitt og er á sporbraut um Sólina í
um 290 milljóna km fjarlægð frá Jörðu. Otohime er hæsta „fjall“ Ryugu.
2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
0
-F
A
3
C
2
2
A
0
-F
9
0
0
2
2
A
0
-F
7
C
4
2
2
A
0
-F
6
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K