Fréttablaðið - 23.03.2019, Blaðsíða 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Þeir sem tefla
djarft, geta
uppskorið
ríkulega en
líka lent illa í
því. Sam-
félagið þarf á
slíku fólki að
halda.
Sjóður Odds Ólafssonar
Til úthlutunar eru styrkir til:
(a) Rannsókna á fötlun og fræðslu um hana, og
(b) Rannsóknarverkefna á sviði öndunarfærasjúk-
dóma og fræðslu um þá. Styrkfjárhæð nemur
500 þúsund krónum á hvert verkefni
sem valið verður.
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2019.
Umsóknir sendist á netfangið oddssjodur@sibs.is.
Saga tilheyrir ekki aðeins fortíðinni. Saga verður til í samtímanum er við sviptum hulunni af gleymd-um atburðum svo opinberast áður óþekktur sann-
leikur. Og um leið og sagan varpar ljósi á liðna atburði
setur hún samtímann í samhengi.
Blaðamaður dagblaðsins The Times fletti ofan
af einum síðasta skandal Breska heimsveldisins á
dögunum þegar hann rakst á gögn sem merkt voru
„trúnaðarmál“ í Þjóðskjalasafni Breta.
Arthur Hope var landstjóri á yfirráðasvæði Breta
á Indlandi laust fyrir sjálfstæði Indlands árið 1947.
Arthur hafði getið sér gott orð sem hermaður í fyrri
heimsstyrjöldinni og síðar þingmaður. En Arthur var
ekki allur þar sem hann var séður. Arthur var gefinn
fyrir veðreiðar. Að veðja á réttan hest fór honum hins
vegar illa úr hendi.
Árið 1944 varð ráðamönnum í Lundúnum ljóst að
skuldir Arthurs voru ógn við orðstír kóngsins og gætu
grafið undan valdi embættismanna á Breska Indlandi.
Arthur hafði misnotað aðstöðu sína og þvingað inn-
fædda til að lána sér fé. Auk þess lék grunur á að Arthur
hefði tryggt mönnum riddaratign í skiptum fyrir lán.
En ekki nóg með það. Arthuri hafði verið treyst fyrir
fjármunum sem koma átti til Rauða krossins á Ind-
landi. Hvern einasta eyri, nánar tiltekið 40.000 pund
(en á þessum tíma var meðalhúsnæðisverð í Bretlandi
610 pund), setti Arthur upp í eigin skuldir.
„Bölvaður þrjótur,“ skrifaði dómsmálaráðherra Breta
í bréfi sem tilheyrir leynigögnunum í þjóðskjalasafn-
inu. Ráðamenn ræddu hvernig taka ætti á málinu. Úti-
lokað var að sækja Arthur til saka; slíkt beindi athygli
heimsbyggðarinnar að „misferli fulltrúa kóngsins“. Til
tals kom að láta föður Arthurs endurgreiða féð sem
Arthur stal en einhverjum þótti „ósanngjarnt að láta
syndir sonarins bitna á föðurnum“.
Niðurstaða náðist. Ráðherrar, Buckinghamhöll, MI6;
allir voru á einu máli. Forsætisráðherrann Clement
Attlee heimilaði að hylmt yrði yfir málið og breskt
skattfé notað til að endurgreiða Rauða krossinum á
Indlandi.
Mat á hagsmunum
Færri komust að en vildu á málþingi Lagastofnunar
Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls
Evrópu sem féll í síðustu viku og kvað á um að ólöglega
hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Einn
framsögumanna, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðs-
dómari og formaður Dómarafélags Íslands, sagði
stjórnvöld verða að spyrja sig að því hvort sú ákvörðun
sem tekin verður í tengslum við Landsréttarmálið verði
til þess fallin að styrkja sjálfstæði réttarins og auka trú
fólks á dómstólum landsins.
Í kjölfar dóms Mannréttindadómstólsins fullyrtu
stjórnvöld að honum yrði áfrýjað. Í ræðu á Alþingi í
vikunni dró Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
nokkuð í land og sagði að áður en endanleg ákvörðun
yrði tekin þyrfti að liggja fyrir „ítarlegt mat á þeim
hagsmunum“ sem eru undir.
Ósjálfráð viðbrögð
Það voru nánast ósjálfráð viðbrögð breskra stjórn-
valda að breiða yfir misgjörðir manns úr þeirra eigin
röðum; að sólunda skattfé almennings til að tryggja
orðstír kóngs og heimsveldis; að varðveita eigið tilkall
til valda. Þessi sömu ósjálfráðu viðbrögð sjást nú hjá
þeim sem berjast hatrammlega í ræðu og riti gegn dómi
Mannréttindadómstólsins.
Fáum dylst hvar hagsmunir almennings liggja í
Landsómsmálinu. Til að „styrkja sjálfstæði réttarins og
auka trú fólks á dómstólum landsins“ þarf einfaldlega
að hlíta dómnum og stöðva í eitt skipti fyrir öll pólitísk
afskipti stjórnmálamanna af skipunum dómara, böl
sem Íslendingar hafa þurft að búa við allt of lengi.
Um hagsmuni hverra talar forsætisráðherra? Við-
brögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstólsins
munu marka trúverðugleika íslenskra dómstóla um
ókomna tíð. Munu þau standast prófið – eða verða það
ósjálfráð viðbrögð ráðamanna að breiða yfir misgjörð-
ir manns úr þeirra eigin röðum, að sólunda skattfé
almennings til að tryggja orðstír Sjálfstæðisflokksins
og að varðveita eigið tilkall til valda?
Böl Íslendinga
Endataflið virðist loksins hafið hjá WOW air en slitnað hefur upp úr viðræðum við bandaríska fjárfestingarsjóðinn Indigo Partners. Horft í baksýnisspegilinn má segja að flest hafi bent til þess að sú yrði raunin í nokkurn tíma.
Á fimmtudagskvöld var tilkynnt að WOW air og
Icelandair hefðu hafið viðræður aftur. Fyrirséð var
að sú tilkynning myndi valda miklum sviptingum á
hlutabréfaverði Icelandair. Bréf félagsins í Kauphöllinni
hækkuðu skarpt í gær, en bréf annarra félaga lækkuðu,
enda fregnir af rekstrarvandræðum WOW air ofan í
verkfallsástand áhyggjuefni fyrir markaðinn í heild.
Við erum farin að þekkja þessa hringrás, enda
hefur WOW róið lífróður um margra mánaða skeið,
og markaðurinn sveiflast með. Það sem er hins vegar
nýtt í þetta skiptið, er að í tilkynningu Icelandair til
Kauphallarinnar frá því á fimmtudag fylgdu skilaboð
frá stjórnvöldum. Þar kom fram að stjórnvöld fylgist
grannt með framvindunni og bindi vonir við að við-
ræður félaganna muni skila farsælli niðurstöðu. Varla
þýðir þetta annað en að endaleikurinn sé raunverulega
hafinn.
Í vikunni var sagt frá því hér í blaðinu að WOW Air
hefði farið fram á að ríkið myndi ábyrgjast tilteknar
skuldir félagsins. Fjármálaráðherra hefur ítrekað sagt
að slíkt komi ekki til greina. Ríkið ábyrgist ekki skuldir
einkaaðila.
Félögin tvö gefa sér ekki langan tíma til verksins en
stefnt er á að viðræðunum verði lokið á mánudaginn.
Úrslitin ráðast því líklega um helgina, klukkan
tifar. En hverjir eru kostirnir ef litið er blákalt á málið?
Væntanlega eru engar líkur á því að Icelandair taki
yfir kennitölu og rekstur WOW í núverandi mynd
án aðkomu ríkisins, til dæmis í formi fyrrgreindrar
ábyrgðar.
Áhættan væri einfaldlega alltof mikil og tíminn til að
ganga úr skugga um helstu áhættuþætti of skammur.
Án aðkomu ríkisins er því væntanlega eina færa
leiðin til skamms tíma að Icelandair kaupi lífvænlegar
eignir úr búi WOW, sem síðan verði sett í skiptameð-
ferð. Þar er væntanlega með nokkurri einföldun um
að ræða flugvélasamninga félagsins og vörumerkið.
Annað verði látið lönd og leið. Sú leið kann þó að
reynast torfær sömuleiðis enda samningsstaða leigu-
sala Airbus-vélanna sterkari en áður vegna vandræða
keppinautarins Boeing.
Þótt saga WOW sé sennilega að fá sorglegan endi,
er ekki þar með sagt að stjórnendur og þá sérstaklega
stofnandinn sjálfur eigi að læðast með veggjum. Skúli
Mogensen hefur lagt allt undir í ævintýrið og átt stóran
þátt í íslenska ferðamannavorinu. Ávinningurinn af því
er varanlegur þótt mögulega muni hægjast eilítið á um
stund. Þeir sem tefla djarft, geta uppskorið ríkulega en
líka lent illa í því. Samfélagið þarf á slíku fólki að halda.
Við munum fylgjast með um helgina með öndina
í hálsinum. Hið jákvæða er að nú loks virðist von til
þess að botn fáist í málið, og því gæti óvissuþáttunum í
íslensku efnahagslífi fækkað um einn.
Neyðarlending
2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
0
-D
2
B
C
2
2
A
0
-D
1
8
0
2
2
A
0
-D
0
4
4
2
2
A
0
-C
F
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K