Fréttablaðið - 23.03.2019, Side 18
Nýjast
Tindastóll - Þór Þ. 112-105
Stigahæstir: Philip Alawoya 27, Pétur Rúnar
Birgisson 24/10 stoðsendingar, Danero
Thomas 19/12 fráköst, Dino Butorac 18,
Brynjar Þór Björnsson 11 - Nikolas Tomsick
39, Halldór Garðar Hermannsson 18, Kinu
Rochford 16, Jaka Brodnik 15, Ragnar Örn
Bragason 11.
Tindastóll leiðir einvígi liðanna 1-0 en vinna
þarf þrjá leiki til að komast áfram.
Keflavík - KR 76-77
Stigahæstir: Mindaugas Kacinas 25/11 frá-
köst, Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Michael
Craion 17/16 fráköst, Gunnar Ólafsson 7,
Ágúst Orrason 3 - Julian Boyd 33/11 fráköst,
Kristófer Acox 18, Mike DiNunno 11, Finnur
Atli Magnússon 9, Jón Arnór Stefánsson 6
KR leiðir einvígi liðanna 1-0 en vinna þarf
þrjá leiki til að komast áfram.
Domino’s-deild karla
Átta liða úrslit
Undankeppni EM 2020
A-riðill
England - Tékkland 5-0
1-0 Raheem Sterling (24.), 2-0 Harry Kane,
víti (45+2), 3-0 Sterling (62.), 4-0 Sterling
(68.), 5-0 Tomas Kalas, sjálfsm. (84.).
Búlgaría - Svartfjallal. 1-1
0-1 Stefan Mugosa (50.), 1-1 Todor Nedelev,
víti (80.).
Staðan: England 3, Búlgaría 1, Svartfjalla-
land 1, Kósóvó 0, Tékkland 0.
B-riðill
Portúgal - Úkraína 0-0
Lúxemborg - Litháen 2-1
0-1 Fedor Cernych (14.), 1-1 Leandro Bar-
reiro (45.), 2-1 Gerson Rodrigues (55.)
Staðan: Lúxemborg 3, Portúgal 1, Úkraína 1,
Serbía 0, Litháen 0.
H-riðill
Andorra - Ísland 0-2
0-1 Birkir Bjarnason (22.), 0-2 Viðar Örn
Kjartansson (80.)
Albanía - Tyrkland 0-2
0-1 Burak Yilmaz (21.), 0-2 Hakan Cal-
hanoglu (55.).
Moldóva - Frakkland 1-4
0-1 Antoine Griezmann (24.), 0-2 Raphael
Varane (27.), 0-3 Olivier Giroud (36.), 0-4
Kylian Mbappé (87.), 1-4 Vladimir Ambros
Staðan: Frakkland 3, Ísland 3, Tyrkland 3,
Albanía 0, Andorra 0, Moldóva 0.
Birkir Bjarnason
Birkir var dug-
legur inni á
miðjunni og
sinnti hlut-
verki sínu vel.
Ógnaði með
hlaupum inn á
vítateiginn og braut
ísinn fyrir Ísland með snyrtilegu
skallamarki eftir að hafa hótað því
stuttu áður.
Fór í annað hlutverk þegar Aron
Einar fór af velli um miðbik síðari
hálfleiks og leysti það af vel.
Skilaði hlutverki sínu sem miðju-
maður með stakri prýði allan
leikinn.
✿ Maður leiksins
Ísland
Frammistaða Íslands (4-4-2)
Hannes Þór Hallórsson 6
Birkir Már Sævarsson 8
Kári Árnason 6
Ragnar Sigurðsson 7
Ari Freyr Skúlason 7
Jóhann Berg Guðmundsson 6
(83. Arnór Ingvi Traustason -)
Aron Einar Gunnarsson 6
(63. Rúnar Már Sigurjónsson 6)
*Birkir Bjarnason 8
Arnór Sigurðsson 6
Gylfi Þór Sigurðsson 7
Alfreð Finnbogason 6
(70. Viðar Örn Kjartansson 7)
✿ Undankeppni EM
Andorra 0 2-
Aðalfundur Fylkis
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 kl. 19:30 er boðað til aðalfundar
Íþróttafélagsins Fylkis í samkomusal Fylkishallar.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins
Önnur mál.
Aðalstjórn Fylkis
SÓLARFILMUR!
Lausnir
fyrir
heimili
og fyrirtæki
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Selfyssingurinn Viðar Örn var fljótur að láta til sín taka eftir að hafa komið inn á í Andorra. MYND/HAFLIÐI BREIÐFJÖRÐ
HANDBOLTI Ísland mætti Póllandi
í fyrstu umferð á fjögurra liða
æfingamóti í Gdansk í gær. Loka-
tölur í leiknum urðu 21-19 Póllandi
í vil eftir jafnan og spennandi leik.
Staðan í hálfleik var jöfn 11-11 og
var leikurinn jafn til loka leiksins.
Þegar skammt var eftir af leiknum
var jafnt 18-18 en Pólverjar voru
sterkari aðilinn á lokakafla leiksins
og unnu tveggja marka sigur.
Ísland mætir Argentínu á morgun
laugardag og loks Slóvakíu á sunnu-
daginn. Leikirnir eru liður í undir-
búningi fyrir umspilsleiki Íslands
gegn Spáni í byrjun sumars fyrir
HM sem fram fer í Japan í lok þessa
árs. – hó
Flottur leikur
þrátt fyrir tap
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu vann fyrsta leik sinn í
undankeppni EM 2-0 gegn Andorra
ytra í gær. Með því lauk 432 daga bið
A-landsliðsins eftir sigri í sextánda
leiknum síðan Ísland vann Indónes-
íu í æfingarleik. Liðið slapp með því
við að bæta 39 ára gamalt met þegar
karlalandsliðið lék sautján leiki í
röð án sigurs.
Þetta var sjötta viðureign Íslands
og Andorra og hefur Ísland unnið
alla leikina. Um leið vann íslenska
liðið fyrsta sigur sinn undir stjórn
hins sænska Eriks Hamrén og vann
fyrsta leikinn í undankeppni stór-
móts fjórða skiptið í röð.
Mikið hafði verið ritað og rætt um
aðstæðurnar í Andorra fyrir leik.
Leikurinn fór fram á gervigrasi og
lýsti Hamrén á blaðamannafundi
yfir áhyggjum af því að leikir á
þessu stigi færu fram á gervigrasi.
Fyrir vikið var talið óvíst hvort
leikmenn Íslands sem hafa verið
að glíma við meiðsli myndu byrja
í gær en Hamrén tefldi fram sterku
byrjunarliði. Arnór Sigurðsson var
kominn inn í byrjunarliðið en ann-
ars var liðið líkt og það hefur verið
undanfarin ár.
Freyr Alexandersson, aðstoðar-
þjálfari íslenska landsliðsins, lýsti
því yfir að Andorra myndi reyna að
hægja á leiknum, pirra íslenska liðið
Leystu verkefnið fagmannlega
Karlalandsliðið vann
fyrsta leik sinn í undan-
keppni EM 2-0 gegn
Andorra ytra í gær.
Hamrén tefldi fram
sterku liði sem tókst á
við verkefnið af mikilli
fagmennsku og vann
sannfærandi sigur.
og komast inn í hausinn á þeim frá
fyrstu mínútu og mátti sjá það strax
í upphafi. Allar aðgerðir Andorra
tóku langan tíma og voru þeir sífellt
að suða í dómaranum allan fyrri
hálfleikinn.
Ísland skapaði sér fín færi strax í
byrjun og fékk Alfreð Finnbogason
frábært færi í upphafi leiks en skaut
yfir af stuttu færi. Ísland hélt áfram
að sækja og komst yfir á 22. mínútu
þegar Birkir Bjarnason skallaði í
netið af stuttu færi eftir hornspyrnu
þar sem Ragnar Sigurðsson fleytti
boltanum á Birki.
Við það var Ísland komið með
markið sem þurfti til að róa taug-
arnar. Íslenska liðið stýrði leiknum
áfram og komst Gylfi Þór Sigurðs-
son nálægt því að bæta við marki
um miðbik seinni hálf leiksins en
Josep Gomes, markvörður Andorra,
varði frá Gylfa.
Var staðan því 1-0 fyrir Ísland
þegar liðin gengu til búningsklef-
anna í hálfleik. Ljóst var að Ísland
var með mun betra lið og með for-
skotið en vantaði annað mark til
að drepa baráttuandann hjá leik-
mönnum Andorra. Á meðan for-
skotið er aðeins eitt mark er mögu-
leiki á jöfnunarmarki alltaf til
staðar.
Ísland hélt áfram að stý ra
leiknum í seinni hálfleik og virtist
Andorra hafa lítinn áhuga á að ná
jöfnunarmarki í upphafi síðari hálf-
leiks.
Aron Einar og Alfreð sem hafa
verið að glíma við meiðsli komu
af velli um miðbik seinni hálfleiks
enda Ísland að stýra leiknum frá
A til Ö þó að hann hafi ekki verið
mikið fyrir augað.
Viðar Örn Kjartansson, sem kom
seint til móts við landsliðshópinn
eftir að Björn Bergmann Sigurðar-
son þurfti að draga sig út vegna
meiðsla, kom inn fyrir Alfreð og
var f ljótur að stimpla sig inn. Þegar
Birkir Már kom með fyrirgjöf inn
á nærstöng var Viðar Örn mættur
og skoraði með bylmingsskoti á
nærstöng. Óverjandi fyrir Gomes
í marki Andorra og Viðar f ljótur
að minna á sig með þriðja marki
sínu fyrir A-landsliðið í tuttugasta
landsleiknum sem gerði út um leik-
inn.
Leikurinn fer ekki í sögubækurn-
ar fyrir skemmtanagildi en íslenska
liðið leysti verkefnið af mikilli
fagmennsku. Þeir létu leikmenn
Andorra ekki komast upp með að
leysa leikinn upp og mark Birkis í
upphafi reyndist gullsígildi.
Nú tekur við annað verkefni
á hinum endanum þegar Ísland
mætir ríkjandi heimsmeisturum
Frakklands. Það var skylda að taka
stigin þrjú í Andorra en nú skiptir
liðið um ham og þarf að verjast og
berjast fyrir stigum eins og lífi sínu
á mánudaginn gegn einu besta liði
heims.
kristinnpall@frettabladid.is
Birkir Már Sævarsson
lék í gær sinn 89. landsleik.
Með því komst hann upp að
hlið Hermanns Hreiðars-
sonar í annað sæti yfir flesta
landsleiki. Aðeins Rúnar
Kristinsson (104) hefur
leikið fleiri leiki fyrir
karlalandsliðið.
2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
0
-E
1
8
C
2
2
A
0
-E
0
5
0
2
2
A
0
-D
F
1
4
2
2
A
0
-D
D
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K