Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2019, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.03.2019, Qupperneq 26
Hatari kom, sá og sigraði í undan­keppni Söng va­keppni evrópskra sjónvar psstöðva með laginu Hatrið mun sigra. Ögrandi og öðruvísi framkoma bæði utan sviðs og innan var fljót að vekja athygli utan land­ steinanna. Eftir að í ljós kom að Eurovis­ ion í maí næstkomandi færi fram í Ísrael fór af stað undirskrifta­ söfnun um að sniðganga keppnina í mótmælaskyni við framkomu Ísraelsmanna við Palestínu­ menn. Sú varð ekki raunin en margir tónlistarmenn sem hafa tengst Eurovision, þar á meðal Páll Óskar Hjálmtýs­ son og Daði Freyr Péturs­ son, neituðu að taka þátt. Meðlimir Hatara gáfu það út að þeir myndu nota dagskrárvaldið til að gagn­ rýna stefnu Ísraelsmanna. Hljómsveitin hefur fengið á sig þó nokkra gagnrýni, bæði frá þeim sem telja Hatara ekki vera að gera Palestínumönnum neinn greiða sem og þeim sem telja skilaboðin anga af gyðingahatri. Eru margir á þeirri skoðun að stjórnmál eigi ekki heima í Eurovision frekar en á Ólympíuleikunum, enda sé það bannað í reglum keppn­ innar. Fréttablaðið fékk til liðs við sig Viktor Orra Valgarðs­ son, stjórnmálafræðing og áhugamann um Eurovision, og f innska Eurovision­sér­ fræðinginn Thomas Lundin til að fara yfir þau skipti sem Euro­ vision fór frá því að vera fjörug fjölskylduskemmtun yfir í háalvar­ lega pólitík. Þegar Eurovision varð háalvarlegt Austurríki 2014 Sigurlag Conchitu Wurst árið 2014, „Rise like a phoenix“, var ekki pólitískt í þröng­ um skilningi en textinn, karakterinn og framkom­ an höfðu samt nokkuð augljósa vísun í réttinda­ baráttu hinsegin fólks. Viktor segir að margir hafi talið að laginu væri beint sérstaklega gegn rússneskum stjórn­ völdum. „Eurovision er náttúrulega að stórum hluta hátíð hinsegin fólks og rússnesk stjórnvöld eru ömurlega íhaldssöm og stjórn þeirra er harðstjórn sem brýtur kerfisbundið á mannréttindum hinsegin fólks,“ segir Viktor. Það megi því velta fyrir sér að þar sem samskipti Evrópulanda við Ísrael séu betri en við Rússa þá verði þeir frekar fyrir barðinu á gagnrýni. „Conchita staðfesti þá túlkun svo að minnsta kosti rækilega á blaðamannafundi eftir sigurinn, þar sem hún beindi orðum sínum til Pútíns og sagði „við erum óstöðvandi“. Vonum að hún hafi rétt fyrir sér.“ Georgía 2009 Það hefur komið fyrir að lögum sé vísað úr keppni fyrir pólitísk skot á gestgjafann. „Árið 2009, þegar lokakeppnin fór fram í Moskvu, valdi Georgía lagið „We don’t wanna put in“, sem var augljóst skot á Pútín Rússlandsforseta,“ segir Thomas. Viktor bætir við: „Georgíska sjónvarpið hafði áður tilkynnt að þau myndu sniðganga keppnina í ljósi mannréttindabrota Rússa og brota gegn alþjóðalögum, sneru þeirri ákvörðun síðan við og sendu lag en þá þótti stjórnendum textinn of pólitískur. Georgísk stjórnvöld þvertóku fyrir það og neituðu að breyta laginu og því fór sem fór.“ Thomas segir að þarna hafi Georgía gengið of langt. Hann útilokar hins vegar að Hatara verði vísað úr keppni. „Georgía gekk of langt og laginu var vísað úr leik. En það mun ekki koma fyrir ykkur, ég lofa því!“ Finnland 2006 og Ísland 2019 Thomas er mjög hrifinn af framlagi Íslands í ár og líkir því við sigurlag Finna árið 2006. „Ísland er ekki að ganga of langt. Alls ekki. Við áttum þessa sömu umræðu í Finnlandi vorið 2006 eftir að Lordi vann finnsku keppnina. Margir héldu að okkur yrði vísað úr keppninni eða við lentum í neðsta sæti! En við vitum öll hvernig það endaði, með fyrsta sigri Finna í Eurovision. Í dag elska allir Lordi,“ segir Thomas. Viktor segir að Lordi hafi ekki verið skot á trúarsannfæringu fólks. „Ég held að flestir hafi upplifað satanísku vísanirnar sem sprell, enda var öll svið­ setningin og textasmíðin frekar kómísk og skemmtileg,“ segir Viktor. Finnar hafi frekar verið að skjóta á tepruskap og siðavendni. „Páll Óskar var sennilega brautryðjandinn í þeirri viðleitni árið 1997!“ Ísrael 2009 Framlag Ísraels árið 2009 snerti á málefnum Ísraels og Palestínu. Lagið „There must be another way“ var flutt af söngkonunum Noa, sem er ísraelskur gyðingur, og Miru Awad, sem er arabískur Ísraeli. Viktor rifjar upp að lagið var ákall til friðsælli og mannúð­ legri sambúðar gyðinga og araba á svæðinu. „Sumir gagnrýndu lagið fyrir að breiða yfir ömurlegt ástandið í Palestínu en mér fannst það fallegt, því þetta var ákveðin viðleitni og með því að kalla á rétt­ læti bentu þær um leið á órétt­ lætið sem ríkir á þessum slóðum.“ Lagið komst upp úr undankeppn­ inni og lenti í sjöunda sæti. Portúgal 2017 Salvador Sobral, sem sigraði fyrir hönd Portúgals árið 2017, olli nokkru fjaðrafoki fyrir að nota dagskrárvaldið til að gagnrýna aðgerðir Evrópulanda gagnvart hælisleitendum. „Slæm framkoma Evrópulanda gagnvart flóttamönnum og hælis­ leitendum hefur þó verið veruleik­ inn síðan fyrir 2017 og ekki margir aðrir þátttakendur sem hafa minnst á það á þeim tíma. Ég varð reyndar ekki var við að það hefði mikil áhrif á gengi hans, ég held að fólk hafi aðallega hrifist af laginu sjálfu, flutningnum og listrænni, óvenjulegri týpu flytjandans,“ segir Viktor. Það olli reyndar meira fjaðra­ foki þegar Sobral skaut á aðra keppendur fyrir innihaldsrýra tónlist. „Það kom illa við þá sem fylgjast með Eurovision að tala illa um popptónlist, miklu frekar en mannréttindabrot. Það var líka kannski ekki gott dæmi um göf­ ugan sigurvegara að skjóta svona á aðra keppendur einmitt á því andartaki sem hann var að taka við verðlaunum.“ Úkraína 2016 Thomas og Viktor eru á báðum áttum um hvort pólitísk skilaboð almennt hjálpi til við að sigra í Eurovision. „Ég hefði senni­ lega svarað því neitandi fyrir keppnina árið 2016, þegar Jamala frá Úkraínu vann með lagi um nauðungarflutninga Rússa á Krím­ töturum sem þau héldu fram að væri bara vísun í sögulega atburði en auðvitað talaði það mjög inn í átökin milli Úkraínu og Rússlands á Krímskaga. Og þó það sé erfitt að fullyrða um slíka hluti virtist mér alveg augljóst að lagið græddi verulega á því að fólk veitti því at­ kvæði til að styðja þann málstað,“ segir Viktor. Thomas vill ekki segja að póli­ tísk skilaboð hjálpi beinlínis til við að vinna keppnina. „En nú, þegar flest lönd þurfa að komast upp úr undankeppninni þá hjálpar það svo sannarlega til að vera öðru­ vísi. Lagið vinnur kannski ekki, en skilaboð geta komið þjóðum inn í lokakeppnina og fengið helling af stigum.“ Viktor er viss um að lag Úkraínu hafi sigrað á þeim forsendum. „Þó lagið hafi verið ágætt og vel sungið þá fannst mér persónulega allavega erfitt að sjá að það hefði eitthvað í rússneska eða ástralska lagið að gera frá tónlistarlegu sjónarhorni.“ Thomas bætir við: „Oftast er sigurvegarinn eitthvert atriði sem öllum líkar við og allir skilja. Það fær atkvæði frá öllum – ungum og gömlum, gagnkynhneigðum og hinsegin fólki, körlum og konum, austur og vestur, norður og suður. En er samt öðruvísi á einhvern hátt, þannig að fólk muni eftir því þegar kemur að því að kjósa.“ Margir kannast við finnska söngvarann og Eurovision­sérfræð­ inginn Thomas Lundin úr upphitunarþáttum sænska sjónvarpsins fyrir söngvakeppnirnar 2004 til 2007. Þar fór hann yfir framlögin ásamt Eiríki Haukssyni og fleirum. Viktor Orri er ekki bara stjórnmálafræðingur, heldur er hann mikill áhugamaður um Euro­ vision. Hér má sjá hann í gervi lettneska kepp­ andans frá árinu 2000. Þess má geta að það lag fékk 10 stig frá Íslandi. Viktor Orri Valgarðs- son og finnski Euro- vision-sérfræðingur- inn Thomas Lundin spá í pólitískt kapp sem hleypur í þátt- takendur í keppninni. Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A 1 -1 7 D C 2 2 A 1 -1 6 A 0 2 2 A 1 -1 5 6 4 2 2 A 1 -1 4 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.