Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 29

Fréttablaðið - 23.03.2019, Síða 29
 EFNAHAGSREIKNINGUR (í þús.kr.): 31/12/2018 31/12/2017 Eignarhlutir í félögum og sjóðum 59.516.697 57.480.860 Skuldabréf 98.067.722 91.607.031 Innlán og bankainnstæður 714.153 583.733 Kröfur 959.398 995.049 Aðrar eignir og rekstrarfjármunir 186.113 182.369 Samtals 159.444.083 150.849.042 Skuldir -36.669 -27.770 Séreignarsjóður, Söfnunarleið I og II 2.657.487 2.494.871 Samtals alls 162.064.901 153.316.143 YFIRLIT UM BREYTINGAR Á HREINNI EIGN TIL GREIÐSLU LÍFEYRIS: Iðgjöld 5.003.574 4.448.976 Lífeyrir og endurhæfingarsjóður -4.717.270 -4.317.925 Fjárfestingartekjur 8.844.575 10.568.191 Rekstrarkostnaður -382.121 -346.536 Hækkun á hreinni eign á tímabilinu 8.748.758 10.352.706 Hrein eign frá fyrra ári 153.316.143 142.963.437 Samtals 162.064.901 153.316.143 LÍFEYRISSKULDBINDINGAR: 31/12/2018 31/12/2017 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -2.719.579 -864.846 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum -1,7% -0,6% Eignir umfram heildarskuldbindingar -2.798.716 -1.696.323 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -1,3% -0,8% Sjóðurinn hefur aldrei skert áunnin réttindi sjóðfélaga. KENNITÖLUR: 31/12/2018 31/12/2017 Nafnávöxtun 5,5% 7,2% Hrein raunávöxtun 2,2% 5,3% Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 4,1% 4,9% Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 4,4% 2,8% Hrein raunávöxtun 20 ára meðaltal 4,2% 4,4% Fjöldi virkra sjóðfélaga 6.564 6.532 Fjöldi sjóðfélaga 141.518 139.350 Fjöldi lífeyrisþega 15.576 14.700 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% Eignir í íslenskum krónum 71,7% 73,4% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 28,3% 26,6% Yfirlit um afkomu 2018 ÁRSFUNDUR 2019 Ársfundur sjóðsins verður haldinn á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 8. apríl 2019 og hefst kl. 16.30. Í stjórn sjóðsins eru: Guðmundur Árnason, formaður Hrafn Magnússon, varaformaður Aðalbjörg Lúthersdóttir Einar Sveinbjörnsson Reynir Þorsteinsson Svana Helen Björnsdóttir Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir Framkvæmdastjóri er: Sigurbjörn Sigurbjörnsson ÁVÖXTUN SÉREIGNARDEILDAR 2018: Nafnávöxtun Söfnunarleiðar I sem er innlánsreikningur ásamt stuttum tryggum skuldabréfum var 4,9% eða 1,6% hrein raunávöxtun. Nafnávöxtun Söfnunarleiðar II sem inniheldur ýmis verðbréf nam 6,2% eða 2,8% hreinni raunávöxtun. Er þetta sú ávöxtun sem rétthafar njóta. Heildareignir séreignardeildarinnar eru 2.657 milljónir króna í árslok 2018. SJÓÐFÉLAGAR: Sjóðurinn er ætlaður öllum launþegum og sjálfstætt starfandi mönnum sem eiga ekki kjarasamningsbundna aðild að öðrum lífeyrissjóðum. Hann getur því verið góður kostur fyrir ýmsa aðila sem þurfa að velja sér lífeyrissjóð. Sjóðurinn byggir á samtryggingu og séreign. Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is Ljósmyndari Fréttablaðsins leit við í gleði vina og aðstandenda fólks með Downs-heilkenni í vikunni. staklega börn. Það var eitt skipti sem sjö ára vinur bróður hans kom heim til okkar að leika og spurði mig bara beint út hvort hann væri fatlaður. Ég útskýrði eftir bestu getu hvað það þýddi að vera með Downs heil- kenni, sem hann meðtók og svo höfum við ekkert rætt það frekar. Hann er algjör bræðari og hreyfir bæði við börnum og fullorðnum. Hann er ofsalega glaður, alltaf stutt í brosið og klappar eins og enginn sé morgundagurinn. Svo elskar hann að vera innan um fólk og hlusta á tónlist. Algjör stuðpinni.“ Gott að vera í litlu bæjarfélagi Hún segist ekki hafa orðið vör við alvarlega fordóma eða vanþekk- ingu. „Það hafa þó margir nefnt að þetta séu svo glaðir einstaklingar. Alltaf brosandi og svo kátir. Miðað við það sem ég hef kynnt mér er það ekki alveg rétt. Einstaklingar með Downs eru jafn mismunandi og ég og þú, geta líka orðið reiðir, pirraðir og leiðir. Ég fæ reyndar mjög oft að heyra um Emil Daða: Er hann alltaf svona glaður? Er hann alltaf svona góður? Það er því ekkert skrýtið að fólk haldi að þessi gleði og kátína tengist heilkenninu,“ segir Sandra Björg sem segir fólk mjög duglegt að spyrja hvernig Emil hafi það. „Fyrstu 4 mánuðir lífs hans voru erfiðir. Hann fór í stóra aðgerð þar sem hálfur ristillinn var fjarlægður og þurfti hann að vera með stóma í 6 mánuði. Í nóvember var kerfið tengt aftur og allt gengur mjög vel. Fyrir utan þessa aðgerð er Emil bara smábarn sem þarf á sömu umönnun að halda og önnur börn. Mér finnst ég annars ekki hafa orðið vör við óöryggi hjá fólki. Hann er svo ungur ennþá. Hann er búinn að vera heima hjá mér síðasta árið og því lítið reynt á aðra en mig og nánustu fjölskyldu mína, sem hefur verið mér ómetanlegur stuðningur. Emil byrjar í leikskóla í sumar og þá má ef laust búast við ein- hverjum viðbrögðum frá bæði börnum og foreldrum. Ég held að það vinni með okkur að við erum búsett í litlu bæjarfélagi,“ segir Sandra Björg. Hann lifi góðu lífi Hún fær einnig stuðning með því að vera í góðu sambandi við for- eldra og börn sem eru fædd 2017 og 2018. „Við höfum hist nokkrum sinnum og höldum Facebook-síðu þar sem við ræðum ýmis málefni og veitum stuðning. Downs félag- ið heldur einnig ýmsa viðburði þar sem fjölskyldur og aðstandendur safnast saman.“ Sandra Björg segir að miðað við það sem hún sé búin að kynna sér þá ætti Emil að geta gert allt það sem hann langar til þegar hann vex úr grasi. „Ég óska þess svo innilega að hann geti lifað góðu og fordómalausu lífi. Verði heilsu- hraustur, geti fundið sér vinnu við hæfi og átt sitt eigið heimili. Það væri líka afskaplega fallegt ef hann myndi eignast góða vin- konu,“ segir hún en minnir á að auðvitað séu ýmis baráttumál. Skortur á atvinnu og húsnæði „Það sem hefur verið ofarlega á baugi síðasta árið er skortur á atvinnu og húsnæði fyrir einstakl- inga með Downs. Því þarf að fylgja eftir. Einnig er mikilvægt að halda áfram að sporna við fordómum og stuðla að fræðslu. Ég er ein af þeim sem skömmuðu handritshöfunda Ófærðar fyrir ónærgætna textasmíð. Mörg um fannst ég og þær mæður sem tjáðu sig vera alltof viðkvæmar og gagnrýnin ósann- gjörn. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er bara sjónvarps- þáttur og persónan átti að vera algjör óþokki. Því miður er bara fólk þarna úti sem gefur skít í allt og alla og finnst fyndið að tileinka sér svona frasa. Að þessi setning geti mögulega orðið að einhverju sem fleygt er fram í gríni, því tek ég ekki létt,“ segir Sandra Björg sem hingað til hefur ekki verið mikið fyrir það að f lagga skoðunum sínum opinberlega. „En þennan dag gat ég ekki setið á mér, ég fann hversu mikið þetta skipti mig máli. Ég er búin að f inna mitt hjartans mál. Ég var valin í þetta hlutverk, að vera mamma hans Emils Daða. Eins gott að klúðra því ekki,“ segir hún og segir það að hafa eignast Emil hafa kennt sér ótrúlega margt. „Fyrst og fremst þolinmæði. Við lifum í núinu, tökum einn dag í einu þar sem við njótum lífsins og fögnum litlu sigrunum.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29L A U G A R D A G U R 2 3 . M A R S 2 0 1 9 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 0 -F 5 4 C 2 2 A 0 -F 4 1 0 2 2 A 0 -F 2 D 4 2 2 A 0 -F 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.