Fréttablaðið - 23.03.2019, Side 38
Hljómtæki
í úrvali
Fiðlur og
gítarmagnarar
í úrvali
Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar
Heyrnartól
Míkrafónar
í úrvali
Þráðlaus míkrafónn
Gítarinn ehf
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • gitarinn.is
Sömgkerfi
Ukulele
Hljómborð í úrvali
Kajun tromma
ðfæri
Inga Harðardóttir er æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju og leiðir fermingarfræðslu
kirkjunnar. Hún segir að fræðslan
fari fram á miklu umbrota
skeiði í lífi krakkanna og það sé
þýðingarmikið að eiga samtal við
fólk þegar þörf er á jákvæðum
stuðningi, en mörg fermingar
börn eru óörugg og finnst eins og
þau fái ruglandi skilaboð frá sam
félaginu. Hún segir að ef miðað sé
við það unga fólk sem hún hittir
sé framtíðin sannarlega björt.
Fermingarfræðslan í Hallgríms
kirkju hefst að hausti og svo hitt
ist hópurinn einu sinni í viku yfir
veturinn. „Unglingarnir taka líka
þátt í messum, fara í helgarferð í
Vatnaskóg, mæta í matarboð þar
sem boðið er upp á mat eins og
María gæti hafa eldað fyrir Jesú og
safna fyrir Hjálparstarf kirkjunn
ar,“ segir Inga. „Fermingin fer svo
fram að vori í hátíðlegri messu.
Fermingarfræðslan fer fram á
tíma þar sem ungar manneskjur
standa á fallegum þröskuldi og
eru bæði börn og fullorðin á sama
tíma,“ segir Inga. „Það er margt
sem togast á í þeim á þessum
tíma, margt er spennandi og
annað er erfitt, en f lest eru þau
óörugg.
Fermingarfræðslan er tilboð
kirkjunnar til unga fólksins um
samtal og að vera samferða á
þessum tíma. Hún hefur breyst
mikið á síðustu árum og áherslan
hefur færst frá utanbókarlærdómi
yfir í áherslu á samtal, sjálf
styrkingu og samskiptafærni, allt
byggt á kristnum gildum,“ segir
Inga. „Fermingarbörnin læra
um trú, Guð, bænina, Biblíuna,
náungakærleika, sorg, samskipti,
táknmyndir, umhverfisvernd og
margt f leira.“
Inga segir þetta dýrmætt tæki
færi til að nesta unga fólkið með
þeim gildum sem skipta máli. „Ég
held að fermingarfræðslan geti
verið mjög þýðingarmikil,“ segir
hún. „Því þarna fáum við að eiga
samtal við fólk á því tímabili í líf
inu þar sem það þarf á jákvæðum
stuðningi að halda.“
Kröfur og væntingar
annarra íþyngjandi
„Það er margt sem er að gerast í
lífi og þroska unglinga í 8. bekk.
Þau eru að takast á við breytta
sjálfsmynd og samskipti og vina
sambönd verða oft viðkvæmari en
áður,“ segir Inga. „Við tölum um
vonir og drauma þeirra sjálfra og
svo tala þau mikið um hvað þeim
þykja kröfur og væntingar ann
arra vera íþyngjandi. Þeim finnst
stundum foreldrar, vinahópar og
samfélagið allt gefa þeim ruglandi
og þversagnakennd skilaboð um
útlit, samskipti og fleira.
Í upphafi fermingarfræðslunnar
tala sum þeirra um að þau viti ekki
hvort þau trúi nógu mikið, en það
er ekki til neinn mælikvarði á það.
Hvert og eitt okkar á í persónu
legu sambandi við æðri mátt og
það er ekki okkar að mæla eða
dæma það,“ segir Inga. „Við getum
hins vegar talað um það sem þeim
finnst f lókið og erfitt, og verið með
þeim í þeirra leit að svörum.
Fermingin í sjálfu sér er ein leið
til að segja já við góðum gildum,
já við að vilja tilheyra kirkjunni
og já við að Guð geti verið hluti af
lífinu. Hjá flestum fjölskyldum
er fermingin líka tækifæri til að
leyfa unglingnum að vera í aðal
hlutverki á jákvæðan hátt,“ segir
Inga. „Í gegnum undirbúninginn
og stóra daginn sjálfan finna
fermingarbörnin að þau eru ótrú
lega mikilvæg, dásamleg eins og
þau eru og elskuð af fjölda fólks.“
Grunnregla Jesú á alltaf við
Inga segir að sér finnist lífs
afstaðan sem Jesús boðaði eiga
Útgefandi:
Torg ehf
Veffang:
frettabladid.is
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumaður auglýsinga:
Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,
fullt erindi við fólk á öllum aldri.
„Ég held að ef maður leggur áherslu
á kærleika, sannleika, trú og von í
lífinu geri það alla að sterkari ein
staklingum,“ segir hún. „Boðorðin
eru góður grunnur í samskiptum
en ennþá betra er að Jesús ein
faldaði þetta niður í eina grunn
reglu – elskaðu náungann eins og
sjálfa/n þig!
Gullna reglan stendur líka alltaf
fyrir sínu – að koma fram við aðra
eins og maður vill láta koma fram
við sig,“ segir Inga. „Samskipti Jesú
við samferðafólk sitt eru síðan
góð fyrirmynd í að koma fram af
virðingu við allar manneskjur,
sama hverrar þjóðar, hvers kyns
eða hvar í þjóðfélagsstiganum þær
standa.“
Skiptir mestu að
vera góð manneskja
„Í fermingarfræðslunni okkar
leggjum við áherslu á að trúna eigi
hver og einn í sínu brjósti og það sé
hvers og eins að rækta hana, en að
gott sé að gera það í samfélagi við
aðra í kirkjunni. Við tölum líka um
að það sé eðlilegt að ganga gegnum
tímabil þar sem trúin skiptir
mismiklu máli,“ segir Inga. „Við
kennum þeim líka að trúin tengir
okkur í tvær áttir, annars vegar við
Guð og hins vegar við annað fólk
og segjum þeim að trúin sé engin
töfralausn sem leysi vandamál
eða erfiðleika, en að hún geti verið
mikilvægt haldreipi á erfiðum
tímabilum.“
Inga segir að þó að fyrirtæki og
fjölmiðlar séu mjög upptekin af
fermingargjöfunum verði hún ekki
vör við að fermingarbörnin velti
þeim mikið fyrir sér og segir þau
hófstillt í væntingum.
„Mér finnst ég hins vegar
stundum heyra á þeim að þau
séu hrædd um að fá miklu minni
peninga en aðrir og koma þannig
illa út í samanburði, en það gefur
okkur tækifæri til að ræða gildi
gjafanna, hvort peningar og dót
geri okkur hamingjusöm og hversu
miklu máli veraldlegar eigur
skipta,“ segir Inga. „Þau komast
yfirleitt að þeirri niðurstöðu að
það sé auðvitað gaman að eiga smá
pening og að grunnöryggi þurfi
að vera til staðar, en það skipti
mestu máli að vera góð manneskja,
lifa góðu lífi og koma vel fram við
hvert annað.“
Framtíðin er björt
„Þegar fermingarbörnin eru spurð
finnst þeim ferðalagið í Vatnaskóg
yfirleitt standa upp úr og síðan
finnst f lestum bara mjög gaman
að mæta í tímana,“ segir Inga,
sem er ekki í vafa um hvað henni
finnst skemmtilegast við að sinna
fermingarfræðslunni. „Það er að
fá að eiga öll þessi frábæru samtöl
við hugsandi og hugmyndaríka
krakka sem spyrja gagnrýnna
spurninga og koma með ný sjónar
horn á málefnin. Miðað við það
unga fólk sem ég fæ að hitta í
fermingarfræðslunni og unglinga
starfinu get ég ekki annað sagt en
að framtíðin sé björt!“
Að lokum vill Inga óska öllum
fermingarbörnum til hamingju
með áfangann: „Til hamingju með
ykkur sjálf, elsku fermingarbörn!“
Inga segir
að það sem
henni finnst
skemmtilegast
við fermingar-
fræðsluna sé
að fá að spjalla
við hugsandi
og hugmynda-
ríka krakka
sem spyrja
gagnrýnna
spurninga og
koma með ný
sjónarhorn á
málefnin.
MYND/ANTON
BRINK
Á æskulýðsdeginum í Hallgrímskirkju voru fermingarbörn í stóru hlutverki
og héldu meðal annars kökusölu til styrktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Framhald af forsíðu ➛
Hvert og eitt
okkar á í persónu-
legu sambandi við æðri
mátt og það er ekki
okkar að mæla eða
dæma það.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERMINGARGJAFIR
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
A
1
-4
E
2
C
2
2
A
1
-4
C
F
0
2
2
A
1
-4
B
B
4
2
2
A
1
-4
A
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K