Fréttablaðið - 23.03.2019, Qupperneq 86
Hringastandur
Origami kanína, króm.
Instax mini myndavél
Kemur í nokkrum litum.
1.499
14.999
Ferm
ingar
Fjölbreyttar Fjölbreyttar
fermingargjafir
Ferðataska, Modern Dream
55 sm. 17.990
Tölvuleikir eru orðnir háþróað skemmtanaform sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks
á öllum aldri, en það getur verið
flókið fyrir þá sem þekkja ekkert til
að vita hvaða leiki er eitthvað varið
í. En það er til mikið af frábærum
leikjum fyrir alls kyns ólíkar þarfir
og áhugamál, þannig að ef það er
hægt að finna eitthvað sem hentar
áhugasviði viðkomandi geta verið
margar gæðastundir fram undan.
Passið bara að fermingarbarnið eigi
örugglega réttu tölvuna til að spila
leikinn.
Fyrir samvinnuþýða
Ein vinsæl gerð tölvuleikja eru leikir
þar sem leikmenn spila saman í
gegnum netið og vinna að sameigin-
legum markmiðum. Einn þeirra er
Tom Clancy’s The Division 2, sem
var gefinn út fyrir nokkrum dögum
og hefur fengið góðar viðtökur.
Í leiknum bregða leikmenn sér í
hlutverk hermanna í náinni framtíð
sem eru að reyna að endurbyggja
Washington D.C. eftir mannskæðan
faraldur.
Fyrir skotglaða
Skotleikir eru ein vinsælasta gerð
tölvuleikja. Svokallaðir „battle
royale“ leikir, þar sem leikmenn
keppast um að vera á lífi í leikslok,
njóta mestra vinsælda um þessar
mundir og Fortnite og Apex Legends
eru stærstir. En leikjaseríurnar Call
of Duty og Battlefield hitta líka alltaf
í mark hjá þeim sem hafa gaman af
því að keppa á netinu í liðum.
Fyrir íþróttafólk
Þegar kemur að íþróttaleikjum
eru FIFA-leikirnir óumdeilanlega
á toppnum. Þessi lífseiga leikjaröð
gerir fótboltanum, vinsælustu
íþróttinni á Íslandi, virkilega góð
skil. Nýjasta uppfærslan, FIFA 19, er
því eiginlega skyldueign fyrir alla
fótboltaáhugamenn og -konur og
það er frábær og sígild skemmtun að
taka leik með eða á móti vinunum.
Fyrir spennufíkla
Það er til mikið úrval af góðum
spennandi leikjum og einn sá vin-
sælasti um þetta leyti er Spider-Man
tölvuleikurinn sem kom út síðasta
haust. Þar fá leikmenn að stjórna
þessari mögnuðu ofurhetju, sveifla
sér á milli skýjakljúfa New York-
borgar og berjast við öfluga bófa.
Fyrir útivistarfólk
Það er kannski smá þversögn að tala
um tölvuleiki sem henta útivistar-
fólki en þeir sem hafa spilað Red
Dead Redemption 2 vita að það
er ekki nauðsynlegt að taka þátt í
magnaðri sögu leiksins til að njóta
hans. Útreiðartúrar, útilegur og
veiðiferðir eru stór hluti af því að
upplifa þann fallega og hættulega
heim sem leikurinn býður upp á.
Fyrir bílafólk
Forza Horizon 4 er af mörgum
talinn það besta sem er í boði í bíla-
leikjum í dag og hann er sannkallað
konfekt fyrir augun. Leikurinn ger-
ist í smækkaðri útgáfu af Bretlandi
og leyfir leikmönnum að keyra um
með mörgum öðrum og taka þátt í
alls kyns viðburðum til að vinna sig
upp metorðastigann.
Fyrir ævintýragjarna
Þegar kemur að ævintýraleikjum
verður The Witcher 3, sem kom fyrst
út árið 2015, seint toppaður, þrátt
fyrir aldurinn. En þeir sem hafa
takmarkaðan áhuga á að berjast
gegn vofum, afturgöngum og öðrum
goðsagnakenndum skrímslum hafa
kannski meira gaman af því hjálpa
Mikka Mús, Andrési Önd og Guffa á
ferðalagi þeirra um ævintýraheima
Disney og Pixar í leiknum Kingdom
Hearts 3, sem kom út í janúar.
Nokkrar sniðugar
tölvuleikjagjafir
Það getur stundum verið erfitt að velja fermingargjöf,
en góður tölvuleikur er gjöf sem getur haldið áfram að
gefa góða skemmtun í langan tíma. Hér eru nokkrar hug-
myndir að góðum leikjagjöfum fyrir stráka og stelpur.
Battlefield-leikirnir standa alltaf fyrir sínu og eru gríðarlega vinsælir enn þann dag í dag. MYNDIR/PLAYSTATIONSTORE
Það getur verið gaman að fara í útreiðartúr í Red Dead Redemption 2.
14 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L AU G A R DAG U RFERMINGARGJAFIR
2
3
-0
3
-2
0
1
9
0
4
:4
6
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
A
1
-4
E
2
C
2
2
A
1
-4
C
F
0
2
2
A
1
-4
B
B
4
2
2
A
1
-4
A
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
2
8
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
9
C
M
Y
K