Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2019, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 23.03.2019, Qupperneq 98
Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, Helgi Már Kristjánsson féll frá laugardaginn 2. mars í Leipzig, Þýskalandi. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 29. mars klukkan 15. Kristján Ingi Sveinsson Kathleen Cheong Sesselja Anna Ólafsdóttir Jón Pétur Einarsson Davíð Örn Kristjánsson Katrín Ugla Kristjánsdóttir Paul Lukas Smelt Emilía Guðrún Jónsdóttir Einar Berg Jónsson Anja Katrínar Smelt Nóra Katrínar Smelt Ástkær eiginkona mín og systir okkar, Sigrún Ágústsdóttir Sléttuvegi 15, áður Gljúfraseli 12, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni að kvöldi laugardagsins 9. mars. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Alzheimersamtökin. Starfsfólki í Sóltúni og áður á deild L4 á Landakotsspítala er þökkuð frábær umönnun. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bessi Aðalsteinsson Jón Garðar, Svava, Hörður Gunnar, Steingerður og Áslaug Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jóhannesdóttir lést þann 14. mars sl. á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn 28. mars kl. 13.00. Sævar Garðarsson Jóna Gísladóttir Rúnar Garðarsson Þóra Einarsdóttir Hrefna Garðarsdóttir Úlfar Garðarsson barnabörn og barnabarnabörn. Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag? Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is. Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti. Katla Þorsteinsdóttir, lögfræðingur Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Hún heitir fullu nafni G u ð m u n d a V i g d í s Sigurðardóttir Jack og heldur andlegri heilsu og reisn þó árunum fjölgi. Hún hefur upp- lifað margt á langri ævi en fyrst er hún innt eftir hvað henni þyki skemmti- legast að gera. „Ég er svo sem ekkert að gera, sit reyndar stundum á rassinum með mæðrastyrksnefnd Kópavogs og sortéra föt, hef gert það í mörg ár. Vann mikið með Rauða krossinum líka en er hætt, ég get ekki prjónað lengur, er svo slæm af slitgigt að ég er komin með verk upp í haus eftir nokkrar lykkjur. En mér finnst gaman að spila. Ég fer alltaf í félagsvist á mánudagskvöldum hér í Gullsmáranum og svo elska ég að fara á tónleika, ég þræði þá. Tvisvar í viku fer ég í sundleikfimi í Boðaþinginu, hún heldur mér gangandi. Ég væri komin í hjólastól annars.“ Vigdís fæddist á Skálanesi í Gufu- dalssveit við Breiðafjörð en f lutti á Akranes með fjölskyldu sinni níu ára gömul. Hún sinnti ýmsum störfum frá ellefu ára aldri, sem barnapía, sendill á símstöðinni, vinnukona í Reykjavík, kaupakona í sveitum, ráðskona í vega- gerð og víðar, á saumastofu hjá Begga fína og vinnukona í Hvalstöðinni tvö sumur. Tuttugu og þriggja ára gerðist hún ráðskona hjá séra Róbert Jack í Grímsey sem þá var nýorðinn ekkju- maður með fjögur börn. Þau giftu sig ári seinna og f luttu f ljótlega til Kanada til tveggja ára dvalar. Síðar settust þau að á Tjörn á Vatnsnesi og bjuggu þar í yfir 30 ár. Þá f luttu þau í Kópavog og séra Róbert lést árið 1990. Hún er f ljót til svars þegar hún er spurð hvar henni hafi liðið best. „Á Skálanesi. Ég dýrkaði þann stað, þar var svo sterkt samfélag. Þar var amma og tveir synir hennar með sínar fjölskyldur. Ég dýrkaði líka ömmu. En jörðin var lítil svo foreldrar mínir f luttu með okkur börnin á Akranes. Mér fannst það hryllilegt. Svo lagaðist það. En ég fékk alveg að heyra að ég kynni ekki að tala, þegar mig langaði að ganga út á tanga.“ En hvernig var á Vatnsnesinu? Var ekki stundum hafís fyrir landi? „Jú, einu sinni var Húnaf lóinn fullur af ís fram í júní. Auðvitað var oft kuldalegt, en líka of boðslega fallegt, sérstaklega sólarlagið. Þó ekki eins mikilfeng- legt eins og í Grímsey um sumarsól- stöður, það er hvergi eins. Að liggja uppi á bjargbrún á miðnætti, þar sem bergið er þúsund fet niður, fuglarnir í milljónatali og sólin sígur undurhægt niður að haff letinum og svo upp aftur. Einu sinni var fólk frá Kanada í heim- sókn hjá okkur á Tjörn, við vorum úti í kirkju eitt kvöldið að spila og syngja og þegar við komum út á kirkjutröpp- urnar sat sólin á haff letinum. Gestirnir urðu fyrir svo miklum hughrifum og skrifuðu okkur seinna að þessi upp- lifun hefði toppað allt annað.“ Þegar Róbert tók við Tjörn var þar ekkert hús nema kirkjan, en fjölskyldan bjó á Geitafelli, þar í grennd, um tíma í góðu húsi, en litlu. „Þetta voru þrjú her- bergi og eldhús og við vorum orðin átta en það var dásamlegt að komast í hús með rennandi vatni. Það höfðum við hvorki í Grímsey né Kanada. Í Grímsey var nánast ekkert vatn að hafa. Það var svakalegt. En prestssetrið á Tjörn var stórt þegar það kom, enda var það líka samkomuhús sveitarinnar – og fjöl- skyldan stækkaði,“ segir Vigdís sem eignaðist sex börn. „Ég var alltaf með stórt heimili og sinnti líka búskap. Svo var það þannig að þá þótti allt í lagi að bæta við kaupstaðarbörnum í nokkrar vikur á sumrin, þó að það væru átta til tíu fyrir, samt var allt þvegið í hönd- unum og allt brauð bakað heima.“ Vigdís hefur notið lífsins á síðustu áratugum, var í Nafnlausa leikhópn- um, íþróttafélaginu Glóð og stóð fyrir „skvettuböllum“ ásamt vinkonum. Svo hefur hún ferðast, ýmist á eigin vegum eða með ferðaskrifstofum og var farar- stjóri í mörgum ferðum eldri borgara. Telst til að hún sé búin að koma til 32 landa. Spurð hvað henni hafi þótt merkilegast af því sem fyrir augun bar svarar hún eftir smá umhugsun: „Það var í Argentínu. Þegar maður kemur af f lugvellinum sér maður ekkert nema kofa í hundraða eða þúsunda tali, jafn- vel úr pappakössum og járnplötum, algjör hreysi, en alls staðar voru sjón- varpsloftnet og bíll fyrir utan.“ Vigdís á orðið 67 af komendur og kveðst fylgjast með þeim öllum. „Það er margt í kringum mig. En ein fjöl- skyldan er á Akureyri, þrjár í Noregi, ein í Danmörku og ein í Bandaríkj- unum. Jú, ég heimsæki allt þetta fólk öðru hvoru.“ Hún heldur upp á 90 ára afmælið á morgun í Gullhömrum í Grafarholti. Þar verður opið hús milli 14 og 18. „Ég bað um sal fyrir 250 manns, það er úti- lokað að vita hvað margt mætir. Bara í minni fjölskyldu eru yfir 100 manns og það er komið fólk frá Danmörku, Nor- egi og Skotlandi að elta gamla geit! Ég veit ekkert hvernig þetta afmæli verður, fór með dóttur minni og að skoða sal- inn en var bara látin sitja úti í horni og mátti ekkert heyra!“ gun@frettabladid.is Dýrkaði Skálanes og ömmu Vigdís Jack, húsfreyja, bóndi og fararstjóri, fagnar níræðisafmæli á morgun. Hún nýtur þess að taka í spil, sækja tónleika og fylgjast með afkomendunum, 67 talsins. „Ég fór með dóttur minni að skoða salinn en var bara látin sitja úti í horni og mátti ekkert heyra!“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ég var alltaf með stórt heimili og sinnti líka búskap. Svo var það þannig að þá þótti allt í lagi að bæta við kaupstaðarbörnum í nokkrar vikur á sumrin, þó að það væru átta til tíu fyrir, samt var allt þvegið í höndunum og allt brauð bakað heima. 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 0 -E 1 8 C 2 2 A 0 -E 0 5 0 2 2 A 0 -D F 1 4 2 2 A 0 -D D D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.