Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 110

Fréttablaðið - 23.03.2019, Page 110
Tilboðsblöð og nánari upplýsingar má finna á reykjavik.is/lodir Möguleg útfærsla bygginga/tölvumynd Arkís Reykjanesbraut Atvinnulóðir á eftirsóttum stað Lóðir til sölu Reykjavíkurborg óskar eftir kauptilboðum í byggingarétt á tveimur atvinnulóðum við Bústaðaveg 151. Við Bústaðaveg 151B er heimilt að byggja 3.815 m2 atvinnuhúsnæði auk bílakjallara. Við Bústaðaveg 151C er heimilt að byggja 3.673 m2 atvinnuhúsnæði auk bílakjallara. Skilafrestur tilboða til þjónustuvers Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, er til kl. 14:00 þann 10. apríl 2019. B C FA R 03 19 -0 5 Í sumar eru 100 ár liðin frá dauða Jóhanns Sigurjónssonar skálds sem var einn af fjöl-mörgum skáldum og rithöf-undum sem dóu úr berklum eða tæringu. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar efnir af þessu tilefni, í samvinnu við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, til málþings um berkla og menningu í dag á milli klukkan 10 – 13 í Þjóð- minjasafninu. „Að vera skáld með berkla þótti mjög fínt þannig að þetta var svo- lítið sjúkdómur fína og gáfaða fólks- ins, sérstaklega gáfaða fólksins, á 19. öldinni,“ segir Óttar Guðmunds- son geðlæknir sem ætlar, ásamt Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söng- konu, að fjalla um berkla í óper- unum La bohème, eftir Puccini, og La traviata, eftir Verdi. „Við kynnum þessar tvær óperur og verðum með tóndæmi en báðar söguhetjurnar deyja í óperulokin hóstandi í berklum. Þannig að þetta er rosalega dramatískt. Að öllu gamni slepptu leggur Óttar þó áherslu á að berklar voru alvarlegur og bannvænn sjúk- dómur. „Dánartíðnin var 250 á 100 þúsund íbúa á ári sem þýðir að 800 manns myndu deyja úr sjúkdómn- um á hverju ári á okkar tímum, sem væri fjórðungur allra dauðsfalla,“ segir Óttar. Berklar voru sjúkdómur fína og gáfaða fólksins Berklar hafa löngum verið sveipaðir róman- tískum ljóma. Þessi skelfilega en heillandi þver- sögn sjúkdómsins verður rædd á mál- þingi í dag. Raunverulegur ógnvaldur „Þetta var að stórum hluta ungt fólk í blóma lífsins og meðferðin var frumstæð og groddaleg og hafði í för með sér mikið inngrip í líf sjúklingsins. Faraldurinn gekk yfir Ísland 25-30 árum síðar en annars staðar í Evrópu og menn höfðu þá áttað sig á smithættunni og vissu hvaða baktería olli sjúkdómnum.“ Berklarnir eða Hvíti dauðinn hafi þannig verið raunverulegur ógn- valdur sem allir óttuðust en engin örugg meðferð var til fyrr en um miðja öldina. Óttar segir að þegar berklarnir bárust hingað hafi einnig verið búið að setja samasemmerki milli sjúkdómsins og slæmra félagslegra aðstæðna. „Sem þýddi að sjúkdóm- urinn var ekki litinn eins róman- tískum augum hérlendis og meðal annarra Evrópuþjóða á 19. öldinni. Ég man nú ekki hver það var sem sagði á 19. öldinni að það væri enginn skáld sem væri þyngri en 50 kíló en það fylgdi þessu að vera tágrannur, náfölur, með rauð glansandi augu og rauðar glansandi kinnar.“ Skáldlegur dauði „Mörg ágæt skáld fengu sjúkdóm- inn,“ segir Óttar og nefnir sem dæmi Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jóns- son, Stefán frá Hvítadal, Guðmund skólaskáld Guðmundsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson og Rögnvald Ólafsson sem nam byggingar- list en þurfti að hverfa frá námi í Kaupmannahöfn vegna berkla- veiki. Hann teiknaði meðal annars berklahælið á Vífilsstöðum, þar sem hann lést árið 1917. „Við tölum náttúrlega um öll þessi íslensku skáld sem dóu úr berklum en þetta er rosalega mikið af skáld- um og rithöfundum sem fengu berkla bæði hér og annars staðar,“ segir Óttar og bætir við að fólk hafi síður viljað trúa því að félagsleg staða þeirra hefði haft eitthvað með það að gera. „Fólk trúði því náttúrlega ekki og taldi heldur að þetta væri svona sjúkdómur sem legðist á gáfaða og hæfileikaríka fólkið. Þannig að það var þá frekar til merkis um að maður væri mjög gott skáld ef maður væri deyjandi úr berklum.“ Á málþinginu verður einnig rætt um sögu berkla og berklahæla á Íslandi og áhrif þeirra á menn- ingarsöguna enda höfðu berklar gífurleg áhrif á íslenskt samfélag á síðustu öld. Þeir lögðu að velli fjöl- margt ungt fólk og sú fjölskylda var vandfundin sem ekki átti um sárt að binda eftir sjúkdóminn. Málþingið verður sem fyrr segir í Þjóðminjasafninu í dag og stendur frá klukkan 10-13. thorarinn@frettabladid.is Dagskráin 10:00-10:40 Berklar og af- leiðingar þeirra á Íslandi Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameins- lækningum 10:40-11:10 Sögur af berklum og Kristneshælið María Pálsdóttir, leikkona 11:10-11:30 Berklar í óperum Óttar Guðmundsson, geðlæknir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, tón- listarkona 11:30-11:50 Kaffihlé 11:50-12:20 Jóhann Sigurjóns- son. Draumurinn um að drepa dauðann Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum nútímabókmenntum 12:20-12:50 Berklar og deyjandi skáld Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum síðari alda 12:50-13:00 Umræður Fundarstjóri: Torfi Tulinius, pró- fessor Óttar Guðmundsson og Jóhanna Þórhallsdóttir ætla að fjalla um berkla í óperum á málþinginu í Þjóðminjasafninu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 3 . M A R S 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 3 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A 0 -F 0 5 C 2 2 A 0 -E F 2 0 2 2 A 0 -E D E 4 2 2 A 0 -E C A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.