Fréttablaðið - 28.03.2019, Side 10

Fréttablaðið - 28.03.2019, Side 10
Einstök börn, stuðnings-félag barna og ung-menna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni, hefur barist fyrir því að fá yfirvöld til að hlúa betur að fjölskyldum með langveik börn. Í haust tilkynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra að ráðuneytið skyldi veita Landspítalanum 40 milljónir króna til að setja á laggirnar sérstakt stuðningsteymi fyrir þennan hóp. „Þetta er óhemjustórt skref, loks- ins. Við bindum miklar vonir og væntingar við að þetta teymi anni mjög mörgu sem miður hefur farið síðustu árin. En auðvitað verðum við á tánum gagnvart því að fylgj- ast með þróun mála,“ segir Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Einstakra barna. Áætlað er að teymið taki til starfa í byrjun júní. Árlega greinast um 30 börn með sjaldgæfa sjúkdóma hér á landi. Þar undir tilheyra ýmsir hrörn- unarsjúkdómar og/eða heilkenni. Margir sjúkdómanna hafa lítið sem ekkert verið rannsakaðir og í afar fáum tilvikum er til eiginleg með- ferð við þeim. Félagið Einstök börn var stofnað árið 1997 af ellefu fjöl- skyldum. Í dag eru fjölskyldurnar sem eru meðlimir orðnar um 400 talsins og börnin með um 170 ólíka sjúkdóma auk þess sem nokkrir eru ógreindir. Félagið hefur verið sjálfstætt starfandi í öll þessi ár og fjármagnað sig sjálft. Félagið hefur verið rekið á opinberum stuðningi og einungis treyst á frjáls framlög. „Fjölgunin síðustu fimm ár hefur verið gríðarleg. Það gerist bara með bættum greiningum, fram- förum í vísindum og fleira. Margir fá greiningu fyrr en áður,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna. Hann er sjálfur foreldri sem missti barn með sjaldgæfan sjúkdóm. „Það er gríðarlega mikilvægt að fá grein- ingu snemma. Það er ekki auðvelt að fá úr niðurstöðum en það er heldur ekki auðvelt að vera í óvissu og vita ekkert frá degi til dags. Það þekki ég persónulega. Það er betra að fá að vita hvort hægt sé að draga úr einkennum og vita í hvað stefnir.“ Gott að tengja við aðra Guðmundur segir það hins vegar ekki nóg að fá greininguna. „Stuðningurinn er það sem fjöl- skyldur með börn með sjaldgæfa sjúkdóma þarf á að halda. Það fyrsta sem fólk gerir þegar niður- stöður eru komnar er að sækja sér upplýsingar á veraldarvefnum. Margir þessara sjúkdóma eru mjög flóknið og erfiðir. Það er mikilvægt að fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma fái fjölbreyttan stuðning til þess að takast á við sjúkdóma barna sinna. Við þurfum einnig að hafa það í huga að stuðningskerfi um landið er misvel í stakk búið til þess að veita fjölskyldum þann stuðning sem þær þurfa til að tak- ast á við veigamikið verkefni. Það er því miður ekki í boði hér,“ segir Guðmundur. Kostnaður og álag á fjöl- skyldur með börn með sjaldgæfa sjúkdóma er gríðarlega mikið. Bæði Guðmundur og Guð- rún hampa starfs- fólki Landspítalans sem sé allt af vilja gert en segja ástæður fyrir því að stuðning skorti vera að álagið á spítal- anum sé of mikið. „Við erum með hæf i- leikaríkt starfsfólk sem er vel menntað á Landspítalanum og margir hafa st erk a r t eng- ingar erlendis, bæði í Evrópu, B a n d a r í k j u n u m og víðar. Við í félaginu erum einnig í öflugu norrænu sam- starfi og líka vestur til Bandaríkj- anna. Það eru allir tilbúnir að veita stuðning og ráðgjöf, við þurfum að vera tilbúin að þiggja,“ segir Guð- mundur. „Það eru fjölmargar foreldra- ráðstefnur tengdar einstökum sjúkdómum bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Bandarísku ráð- stefnurnar eru miklar fjölskyldu- ráðstefnur; því þar er hugað að barninu með sjúkdóminn, foreldr- um og systkinum þess. Dagskráin er sniðin að öllum í fjölskyldunni. Það væri óskandi að fá fleiri fjölskyldur sem hefðu tækifæri til að upplifa fjölskylduráðstefnur erlendis og tengjast með þeim hætti fjölskyld- um í sömu sporum. Til þess að þetta verði að veruleika þarf fjármagn frá hinu opinbera.“ Engin áætlun í augsýn Árið 2012 samþykkti Norður- landaráð að hver þjóð myndi útbúa landsáætlun í málaf lokki barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Sú áætlun átti að vera tilbúin árið 2014 og gilda í þrjú ár í senn. Ísland var á meðal þessara þjóða en enn hefur engin landsáætlun litið dagsins ljós. „Árið 2016 kom eitt A4 minnis- blað og þá tókum við okkur til, nokkrir aðilar innan félagsins, og bjuggum til 10 þátta verkáætlun, TILVERAN Við bjóðum ríkis- valdinu krafta okkar til þess að búa til metnaðarfulla og raunhæfa áætlun í tengslum við sjaldgæfa sjúkdóma. Guðmundur Björgvin Gylfa- son, formaður Einstakra barna Við bindum miklar vonir og væntingar við að þetta teymi anni mjög mörgu sem miður hefur farið síðustu árin. Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmda- stjóri Einstakra barna Þörf á öflugu kerfi til að sinna málaflokknum betur Fleiri tilfelli af sjaldgæfum sjúk- dómum hafa verið að greinast á Íslandi síðasta árið. Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir á erfða- og sameindafræðideild Landspítala, segir að í sjálfu sér sé ekki um raun- fjölgun að ræða á einstaklingum með sjaldgæfa sjúkdóma heldur sé verið að fá greiningu á f leiri ein- staklingum en áður. Hans Tómas er nýfluttur heim frá Bandaríkjunum þar sem hann starfaði meðal annars við Johns Hopkins spítalann í Balti- more. Hann hefur hitt marga sjúkl- inga á síðastliðnu ári ásamt Reyni Arngrímssyni og Jóni Jóhannesi Jónssyni erfðalæknum. „Ég tel að þessi aukning geti að hluta til stafað af því að við erum búin að sjá f leiri á stuttum tíma. Það var langur biðlisti að hitta erfðalækni og ég held að okkur hafi tekist að vinna upp þennan bið- lista á þessu ári,“ segir Hans Tómas. „Annað er að í dag eru miklu betri tól til að fá niðurstöður úr grein- ingum sjaldgæfra sjúkdóma. Geta okkar til að greina þá hefur farið mjög batnandi.“ Hans hefur starfað náið með Íslenskri erfðagreiningu sem hefur verið að framkvæma raðgreiningar Íslendingum að kostnaðarlausu með aðferð sem nefnist háafkasta- greining. Sú aðferð raðgreinir mjög mikið af DNA mjög hratt. „Við notum þessa aðferð fyrir fólk ef það eru mörg gen sem koma til greina eða ef sjúkdómsmyndin er óljós.“ Langflesta sjaldgæfa sjúkdóma má rekja til stökkbreytingar í genum foreldra eða nýrra stökk- breytinga í börnunum sjálfum. Ekki eru þekktar neinar umhverfis- ástæður sem valda aukinni stökk- breytingatíðni hjá Íslendingum. „Almennt þá eru stökkbreytingar að gerast í okkur öllum, í hverri kynslóð. Oft er fólk með samvisku- bit yfir því að hafa einhvern veginn valdið sjúkdómi barns síns. Eitt af því sem ég geri þegar ég hitti fólk með barn með sjaldgæfan sjúkdóm er að ítreka að það er ekkert sem fólk hefði getað gert til að breyta aðstæðum. Fólk hugsar oft: „Ahh, ég hefði ekki átt að drekka þetta hvít- vínsglas á 3. viku áður en ég vissi að ég var ólétt,“ það er svo algengt að fólk kenni sjálfu sér um. En það er ekki svoleiðis,“ segir Hans Tómas. „Þegar við raðgreinum heilbrigð- an einstakling finnum við alltaf nýjar stökkbreytingar, en þær lenda oftast á svæðum sem skipta minna máli. Börn sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma sem koma fram snemma á ævinni eru oftast með stökkbreyt- ingar sem lentu á afar mikilvægum genum sem líkaminn þolir alls ekki að missa. Þetta er aðalástæðan fyrir þessum sjaldgæfu barnasjúkdóm- um,“ segir Hans Tómas. „Það getur verið mjög gagnlegt fyrir foreldra að vita hverjar orsakir sjúkdómsins eru því þá getum við gefið þeim upplýs- ingar um horfur og eins er gott fyrir aðra í fjölskyldunni að vita hvort sjúkdómurinn erfist áfram í næstu kynslóð. Loks er hægt að skoða hvort einhver meðferð sé möguleg.“ Hans segir byltingu vera að eiga sér stað í meðferðarmöguleikum, sérstaklega fyrir sjaldgæfa sjúk- dóma. Ný lyf hafa verið að koma á markað síðustu ár sem virka vel. „Á síðasta ári var tekið upp lyf á Íslandi sem heitir Spinraza, lyf sem með- höndlar sjúkdóm sem nefnist SMA eða Spinal Muscular Atrophy. Börn sem bera þann sjúkdóm eru lömuð og geta ómeðhöndluð í raun aðeins hreyft augun. Með lyfinu hefur orðið gjörbylting á því hvernig þau geta hreyft sig. „Það var barist mikið fyrir því að fá þetta lyf til Íslands og var það tekið upp núna 2018,“ segir Hans. „Það er svakaleg þróun að eiga sér stað og ég held að á næstu árum verði þróunin enn hraðari. Til dæmis er nýlega komið á markað í Bandaríkjunum lyf fyrir drengi með Duchenne vöðvar ý rnun en þetta lyf virkar fyrir hluta af drengjum með þann sjúkdóm. Öll þessi nýju líftæknilyf eru hins vegar svakalega dýr og mikilvægt að hafa skýr skilmerki um hvernig við tökum þessi lyf í notkun.“ Það er þung og erfið raun fyrir fjölskyldur þegar afar sjaldgæfir sjúkdómar greinast og í litlu landi er stundum erfitt að tengjast öðrum sem eru að ganga í gegnum svipaða hluti. „Ég reyni oft að mæla með við fjölskyldur að tengjast fólki í hópum á samfélagsmiðlum fyrir sinn sjúk- dóm. Það er ákveðin leið til að finn- ast þau ekki vera ein. Það er líka leið til að fylgjast með hvort það sé eitt- hvað nýtt að gerast hjá sjúklingum með þennan sjúkdóm erlendis.“ Margir læknar koma að því að sinna barni með sjaldgæfan sjúk- dóm og að mörgu leyti hefur verið afar vel að því staðið en auðvitað má alltaf bæta. Til að mynda hefur verið veitt fjármagn til að setja saman sérstakt teymi fyrir ein- staklinga með sjaldgæfa sjúkdóma. „Það er afar góð samvinna milli okkar og Barnaspítala Hringsins. Það er mikilvægt að þessir ein- staklingar fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á en í augnablikinu þurfa þessir einstaklingar að sækja þjónustu á marga staði eins og til dæmis til okkar á Landspítala eða Barnaspítalann en einnig auðvitað á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins sem er staðsett í Kópavogi. Það er ekki einfalt fyrir fjölskyldur að fara á marga staði og auðvitað myndi ég vilja sjá meira fjármagn veitt til þessa málaflokks og það er gríðarlega mikilvægt að hafa öflugt kerfi þannig að við getum boðið upp á þjónustu sem er sambærileg við það sem er í boði í nágranna- löndunum,“ segir Hans. „Þessi börn verða líka fullorðin og þá breytist margt. Hver á þá að sinna þeim? Það eru kannski læknar búnir að þekkja barnið í 18 ár og um leið og það nær þeim aldri þá verður oft minni þjónusta í boði. Það mætti alveg skoða betur hvernig staðið er að því. Það má alveg eyrnamerkja þennan mála- flokk betur og ég held það sé okkar hlutverk í samvinnu við hópa eins og Einstök börn að berjast fyrir því.“ Stuðningur skiptir öllu Til stendur að setja á fót sérstakt teymi sem styður við fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Tími til kominn, myndu margir segja. drög að aðgerðum sem hægt væri að útfæra án tilkostnaðar. Þessi áætlun sem við gerðum hefði ekki kostað ríkisvaldið neitt, heldur aðeins skipt verkefnum milli nefnda og boltinn fari af stað. Við reyndum að leggja til þessa vinnu en það hefur ekkert gerst síðan,“ segir Guðrún. „En þetta er ekki bara ríkið. Þetta eru sveitarfélögin sem þurfa einnig að koma að þessu. Við erum algjör- lega tilbúin að taka þátt í svona vinnu en það þarf að vera samtal milli ríkis og sveitarfélaga. Það sem hefur verið vandamál, líkt og kom fram í skýrslu Sambands sveitar- félaga sem gefin var út fyrir tveim- ur árum, er að meirihluti af okkar málaflokki liggi á svokölluðu gráu svæði og mætti líkja því við skopp- arabolta milli ríkis og sveitarfélaga. Jafnvel einnig á milli heilbrigðis- ráðuneytisins og velferðarráðu- neytisins. Þetta þarf að laga.“ Ríkið getur stutt við fjölskyldur Bæði Guðmundur og Guðrún lýsa því að þegar upp koma sjaldgæfir og alvarlegir sjúkdómar sé vonin lítil þar sem þekking á sjúkdómnum er oftar en ekki af skornum skammti og skilningur einnig. Vonin snúist Margt smátt gerir eitt stórt Styrktarsjóður Einstakra barna er alfarið háður frjálsum fram- lögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Drekinn, fallegur spilastokkur og fjórar bækur eftir Heiðu Björk Norðfjörð er varningur sem hægt er að kaupa og þannig um leið styrkja félag- ið. Hægt er að styrkja félagið á heimasíðunni einstokborn.is. Hans Tómas Björnsson, yfir- læknir á erfða- og sameinda- fræðideild LSH. í raun oft meira um það að hugsan- lega takist að finna leiðir til að bæta stöðu og lífsgæði. Lyfjafyrirtæki sjá sér ef til vill lítinn hag í því að eyða fjármagni í stórar rannsóknir, því markhópurinn sé ekki það stór og því fáir sem þurfa lyfið sem yrði framleitt. „Lyfið er samt sem áður lífsnauð- synlegt fyrir einstaklinginn og lyf geta bætt lífsgæði og seinkað fram- vindu sjúkdómsins sem skiptir öllu. En auðvitað koma einhver lyf sem eru í tengslum við aðra sjúkdóma og geta gagnast seinna meir. Við getum tæplega ætlað íslenskum stjórnvöldum að leggja til hundruð milljóna í rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum. Við verðum því að gefa fjölskyldum barna með sjaldgæfa sjúkdóma og heilkenni tækifæri til þess að taka þátt í klínískum lyfja- rannsóknum erlendis, ef það býðst. Ríkið getur stutt við fjölskyldur til dæmis með ferðakostnaði. En hlut- verk stjórnvalda er hins vegar að gera líf þessara fjölskyldna bæri- legt. Félagið Einstök börn gerir sitt besta til þess að miðla af þekkingu sinni til félagsmanna og annarra í samfélaginu. Við bjóðum ríkisvald- inu krafta okkar til þess að búa til metnaðarfulla og raunhæfa áætlun í tengslum við sjaldgæfa sjúkdóma,“ segir Guðmundur. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A E -0 0 4 8 2 2 A D -F F 0 C 2 2 A D -F D D 0 2 2 A D -F C 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.