Fréttablaðið - 28.03.2019, Side 32

Fréttablaðið - 28.03.2019, Side 32
Húfa byggð á klassískri húfukollu 66°Norður. MYND/BENJAMIN HARDMAN HönnunarMars hefst í dag, fimmtudag, og stendur yfir til sunnudags. Fjölmargir spennandi og skemmtilegir við- burðir eru í boði, til dæmis á sviði fatahönnunar. Þar má m.a. nefna sýningu á völdum verkum nemenda sem tóku þátt í samkeppni 66°Norður og Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands en samkeppn- in snerist um að skapa eitthvað nýtt úr klassískri húfukollu 66°Norður. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður rýmisgreind vandræðaleikans rannsökuð í gegnum miðil fata- hönnunar en sýningin er unnin upp úr meistaraverkefni fata- hönnuðarins Helgu Láru frá The Swedish School of Textiles. Feldur Verkstæði sýnir saman- safn af gömlum pelsum sem hafa fylgt fjölskyldunni til margra ára en hafa nú öðlast nýtt líf og útlit í takt við tíðarandann. Nemendur á 3. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands sýna verk sem unnin voru á mörkum arkitektúrs og fatahönnunar úr gardínuefnum af gömlum lager heimsþekkta textílframleiðandans Kvadrat en sýningin er í samstarfi við Epal. Mói býður upp á opna vinnu- stofu fyrir börn þar sem þau munu hanna nýja boli. Einn þeirra verður seldur í versluninni en allur ágóði rennur til Einhverfusamtakanna. Nánari upplýsingar um viðburði HönnunarMars má finna á honn- unarmars.is. Fjör fram undan á HönnunarMars Þessi fallega taska sómir sér vel með öðrum listgripum. Myndin er tekin af Instagram-síðu þeirra Dolce og Gabbana. Þeir félagarnir Dolce og Gabbana eru duglegir að nota samfélagsmiðla. Þannig kynna þeir vörur sínar og setja oft skemmtileg komment með myndunum. Þessi mynd birtist á Instagram, Facebook og á Twitter. Þar segir að D&C handtöskurnar séu ekki síðri en fallegur listgripur. Það er hverju orði sannara að töskurnar frá D&G eru fallegar. Þær eru unnar af ástríðu fyrir glæsileika, eins og hönnuðir segja. Skartgripurinn á töskunni er handsmíðaður. Töskurnar fást í mörgum litum og kosta um hundr- að þúsund en þær eru framleiddar á Ítalíu eins og flest það sem D&G hanna. Sjálfir eru þeir ítalskir og eiga sér langa sögu í frumlegri hönnun sem oftar en ekki er tíma- laus. Hönnun þeirra þykir höfða til jafnt eldri sem yngri. Þá þykja þeir hafa sterkan skilning á þörfum netkynslóðarinnar. Sannkallaður listgripur Hárið getur verið óviðráðanlegt á veturna þegar veðrið er rysjótt. Margir finna fyrir því að hárið verður líf laust og þurrt þegar vetrar- veðrið er rysjótt. Nauðsynlegt er að gefa hárinu auka raka þegar þannig stendur á. Veljið vandað og gott sjampó, hárnæringu og hárolíu til að ná aftur eðlilegum raka í hárið. Fáið aðstoð hjá fag- manni um hvernig best er að nota hárolíu. Ef þú vilt fá lokka í hárið skaltu þurrka það með hárblásara þar til það er um það bil 80% þurrt. Spreyið blástursvökva yfir hárið og notið síðan hringbursta til að móta krullur með blásaranum. Ef hárið er feitt vegna olíunnar eða af öðrum orsökum er gott ráð að nota þurrsjampó. Hárolía getur líka hjálpað ef hárið er raf- magnað. Ekki þvo hárið daglega, það þurrkar húðina og slítur hárendana. Talið er að best sé að þvo hárið einu sinni til þrisvar í viku. Vetrarhárið Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. Fáðu sjálfa tilbaka! Innritun á ný TT námskeið að hefjast Aðhaldsnámskeiðin TT1 (25+) og TT3 (16-25) Krefjandi og markviss líkamsþjálfun, sex vikna matarlisti, ummálsmæling, vigtun og vikulegir póstar. Njóttu þess að finna hvernig fötin passa þér betur, öll hreyfing verður léttari og skemmtilegri og þú verður líkari sjálfri þér! Margir tímar í boði Kynntu þér málið á jsb.is Innritun í síma 581 3730 þig E F L IR / H N O T S K Ó G U R 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . M A R S 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 A D -F B 5 8 2 2 A D -F A 1 C 2 2 A D -F 8 E 0 2 2 A D -F 7 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.