Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2019, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 28.03.2019, Qupperneq 39
HANDBOLTI Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi í gær þá 20 leikmenn sem koma munu saman til æfinga vegna lands- leiks Íslands gegn N-Makedóníu í undankeppni EM 2020 sem fram fer þann 10. apríl næstkomandi. Heimir Óli Heimisson, línumaður Hauka, Magnús Óli Magnússon, leikstjórnandi Vals, og Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri horna- maður Rhein-Neckar Löwen, koma nýir inn í leikmannahópinn frá því á HM í janúar síðastliðnum. Stefán Rafn Sigur- ma n n s son, v i n st r i hornamaður Pick Sze- ged, er hins vegar ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Í s l a n d m æ t i r N-Makedón íu í tveim- ur leikj um í apríl en síðari leik ur inn verður leik- inn í N-Makedón íu 14. apríl. Íslenska liðið hefur haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í undan keppn inni gegn Grikkj um og Tyrkj um. Ísland er þar af leiðandi í toppsæti riðilsins fyrir næstu umferð með 4 stig. N-Makedón íu menn og Grikk ir hafa tvö stig hvort lið og Tyrk- ir eru án stiga á botn- in um. – hó Guðmundur velur æfingahóp fyrir næstu leiki íslenska liðsins Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson Ágúst Elí Björgvinsson Björgvin Páll Gústavsson Viktor Gísli Hallgrímsson Vinstra horn: Bjarki Már Elísson Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Guðmundsson Leikstjórnendur: Elvar Örn Jónsson Haukur Þrastarson Magnús Óli Magnússon Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Teitur Einarsson Hægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi Guðjónsson Línumenn: Arnar Freyr Arnarsson Heimir Óli Heimisson Ýmir Örn Gíslason Varnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur Gústafsson Þjálfarar: Guðmundur Guðmundsson Gunnar Magnússon Thomas Svensson ✿ Hópurinn er þannig skipaðurÍsland er á toppi riðils síns í undan- keppninni með fjögur stig eftir tvo leiki. Dalaostarnir í 100 ár Reynsla og þekking kúabóndans gefur af sér afbragðsmjólk. Færni og fagmennska ostagerða- mannsins dafnar með góðu hráefni. Í hundrað ár hefur samstarfið eflst eða allt frá því fyrsti mygluosturinn var framleiddur í Ólafsdal. KÖRFUBOLTI Þriðja umferð í átta liða úrslitum Domino’s-deildar karla í körfubolta heldur áfram í kvöld með tveimur leikjum. Þá mætast Njarðvík og ÍR í Ljónagryfjunni suður með sjó og KR sækir Keflavík heim í Blur Car Rental-höllina við Sunnubraut í Keflavík. Staðan er 2-0 í báðum viður- eignunum en eftir framlengdan leik í fyrsta leik Tindastóls og Þórs unnu Stólarnir sannfærandi sigur í öðrum leiknum. KR hafði svo betur í spennutrylli í fyrsta leiknum gegn Kef lavík og var sterkari aðilinn í síðasta leik liðanna í Vesturbænum. ÍR endurheimtir Kevin Capers úr leikbanni í leik sínum gegn Njarð- vík. Það er svo spurning hvort Min- daugas Kacinas, miðherji Kef la- víkur, hafi hrist af sér meiðslin sem héldu honum frá vellinum í síðasta leik liðanna. – hó Tindastóll og KR geta komist áfram í kvöld GOLF Golf sam band Íslands hef- ur samið við Ólaf Björn Lofts son um að hann verði aðstoðarmaður nýráðins af reks stjóra GSÍ. Greg or Brodie tók við starfi af reks stjóra GSÍ fyrr á þessu ári og mun Ólafur Björn verða honum innan handar. Það var golf.is sem greindi frá þessu. Ólaf ur Björn hef ur lengi verið í fremstu röð af rek skylf inga á Íslandi. Hann varð Íslands meist ari í golfi árið 2009 og fetaði þar með í fót spor föður síns, Lofts Ólafs son ar. Ólaf ur mun starfa sem fram- kvæmda stjóri PGA á Íslandi sam- hliða því að leika sem at vinnukylf- ing ur og sitja á skólabekk í PGA kenn ara skól an um á Íslandi. Ólaf ur er einn reynslu mesti landsliðsmaður Íslands í f lokki áhuga kylf inga og hann er eini ís- lenski kylf ing ur inn sem hef ur fengið tæki færi til að keppa á PGA- mótaröðinni í Banda ríkj un um. „Við erum mjög ánægð að fá Ólaf til liðs við okk ur og erum full viss um að þeir í sam ein ingu með öllu því góða fag fólki sem starfar í golf- klúbb um lands ins og fag teymi GSÍ muni færa okk ar af rek skylf ing um og íþrótt inni í heild mikið á kom- andi miss er um,“ seg ir Brynj ar Eldon Geirs son, fram kvæmda stjóri GSÍ, í samtali við golf.is. – hó Ólafur mun aðstoða Brodie Kristófer Acox verður í eldlínunni með KR í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23F I M M T U D A G U R 2 8 . M A R S 2 0 1 9 2 8 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 A D -E 7 9 8 2 2 A D -E 6 5 C 2 2 A D -E 5 2 0 2 2 A D -E 3 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.