Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Síða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Síða 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is hans þjáist af stöðugum þyngslum fyrir brjósti og í nóvember 1860 er hennar saga öll. Og Guðnýjar er minnst. Í blaðinu Íslendingi 1860 stendur: Hjer í Reykjavíkursókn hafa fyrir skemmstu dáið eftir langa legu tvær góðfrægar heldrimannakonur: Önnur var Húsfrú Guðný Sigurðardóttir, d. 3. nóv. kona Skapta dannebrogsmanns Skaptasonar. Hún var um sextugs aldur. Bestu árin Í Þjóðólfi stendur mánuði seinna um Guðnýju: „Hún hafði verið þjáð um mörg ár af þungri brjóstveiki, er leiddi hana um síðir til dauða, eftir langa og þunga banalegu. Hún hafði almannaróm á sér fyrir hátt- prýði og einstaka mannúð og góðsemi við hina mörgu veiku og bágstöddu, hvar af nálega alltaf var húsfyllir hjá þeim hjónum.“ Skapti er 56 ára þegar Guðný deyr. Tvö barna þeirra eru enn heima, þau Skapti 24 ára og Jóhanna Kristjana 27 ára. En það er skammt stórra högga á milli. Á næstu tveim árum deyja einnig tvö barnabörn Skapta, yngstu börn Margrétar dóttur hans sem býr á Skólavörðustíg 11, rétt ofan við Skaptabæ. Og svo deyr einkasonurinn Skapti 4. febrúar 1862, rúmu ári á eftir móður sinni, aðeins 26 ára gamall. Sjálfsagt hafa árin þrjátíu með Guðnýju verið bestu ár Skapta. Hann var vel metinn borgari, bæjar- fulltrúi, smiður og læknir, naut mikillar virðingar og var sæmdur dannebrogsorðunni. Þau Guðný virð- ast einnig hafa verið mjög samhent í mannúðinni og gæskunni. Það sýna ummælin um þau. Tobbukot Svo skemmtilega vill til að það var Margrét dóttir Skapta og eiginmaður hennar, Jörgen Guðmundsson, sem byggðu laust fyrir 1860 litla steinhúsið sem ég fæddist í, á Skólavörðustíg 11, ofan við Hegn- ingarhúsið, stundum kallað Tobbukot, eftir Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóður, föðursystur Einars Benedikts- sonar skálds, en hún keypti húsið af þeim Margréti og Jörgen er þau skildu. Á lóðinni stendur núna Bókabúð Eymundson. Ég er sem sagt fædd í þessu litla húsi og átti heima þar mín fyrstu ár. Þá kynntist ég mörgum afkomendum Skapta læknis sem bjuggu að segja má í næsta húsi. Ný kona Aðeins hálfu ári eftir að Guðný deyr er Skapti kom- inn með nýja konu, Þórdísi Eyjólfsdóttur, og hún flyt- ur inn í Skaptabæ. Þau giftast 24. maí 1861. Þórdís mun hafa verið sú eina af fimm börnum foreldra sinna sem upp komst. Hún var á aldur við börn Skapta, fædd 1831 og því 26 árum yngri en hann. Faðir hennar var Eyjólfur ríki Þorvaldsson, f. um 1790 í Alviðru í Ölfusi, lengst af mikill efnabóndi á Árbæ í Arnarbælissókn. Hann lést 1855. Móðir Þórdísar var Guðrún Einarsdóttir f. 1796 á Árbæ. Hún á eftir að koma hér nokkuð við sögu. Sagan hermir að á Árbæ hafi verið auður í garði og mun auðurinn aðallega hafa samanstaðið af stórhlunn- indajörðum m.a. Árbæ í Ölfusi, Útey í Laugardal og etv. Alviðru undir Ingólfsfjalli. Þau Skapti og Þórdís eignast þrjú börn á fimm árum: Eyjólf, Guðrúnu og Guðnýju Þórdísi Guðrúnu. Eyjólfur litli fæðist aðeins þrem vikum eftir að Skapti hálfbróðir hans deyr. Hann er skírður Eyjólfur eftir móðurafa sínum. Skapti læknir hefur ef til vill ekki þorað að skíra þriðja son sinn Skapta, enda búinn að missa þá tvo. Guðrún ber nafn Guðrúnar móðurömmu sinnar í Árbæ og Guðný litla fær sitt langa nafn eftir konunum í lífi Skapta. Þórdís deyr En ekki áttu þau Skapti og Þórdís langt líf saman, að- eins um sex ár. Þá dó Þórdís aðeins 36 ára gömul, árið 1867, frá litlu börnunum sínum þrem, Eyjólfi fimm ára, Guðrúnu fjögurra ára, og Guðnýju tveggja ára. Skapti Skaptason var orðinn ekkill í annað sinn. Aðeins nokkrum mánuðum áður en Þórdís dó, lést einnig Guðríður, dóttir Skapta af fyrra hjónabandi, þá prestsfrú í Borgarfirði, frá þrem börnum. Eiginmaður hennar sr. Jón Þorvarðarson hafði látist hálfu ári áður. Það var því mörg raunin sem að Skapta steðjaði þessi árin. Í Þjóðólfi 29. júlí 1867 stendur: 1. þessa mánaðar dó hér í Reykjavík merkiskonan Þórdís Eyjólfsdóttir Varðveist hefur teikning af Eyjólfi Skaptasyni áður en hann fór til Kaupmannahafnar í gullsmíðanám. Teikningin er í eigu Dagnýjar Ágústsdóttur, barnabarns Guðrúnar systur hans.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.