Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Síða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2014, Síða 8
8http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2014 aett@aett.is Ekki er gott að segja hvernig næsti áratugur flýtur fram í Skaptabæ, með börnin þrjú, Guðrúnu ömmu þeirra og Guðrúnu Klængsdóttur, en 1874 er Guðrún amma frá Árbæ talin húsráðandi í Miðbýli/Skaptabæ. Með afkomendunum lifir þó sú saga að Guðrún Klængsdóttir hafi fljótlega eftir lát Skapta farið til heitmanns síns, Magnúsar í Melkoti. Þau giftast 1879, þá er Guðrún 46 ára. Klukkan góða Skapti og Þórdís kona hans áttu klukkuna góðu, sem tikkar ei-líbbð, ei-líbbð, sem Laxness gerði fræga í Brekkukotsannál og nú stendur á Gljúfrasteini. Það mun hafa verið Ísleifur sýslumaður á Brekku á Álftanesi, sonur Einars kúts Skálholtsrektors, sem keypti klukkuna af fylgisveinum Jörundar hunda- dagakonungs. Halldór Laxness segir að Jórunn dóttir Ísleifs, kona Páls Melsteð, hafi gefið Þórdísi frænku sinni, konu Skapta, klukkuna, en ég fæ nú hvergi séð að þær hafi verið skyldar. Önnur saga segir að Skapti hafi keypt klukkuna, þá mjög illa farna, á 8 kr af Páli Melsteð, tengdasyni Ísleifs, og gert við hana. Skapti mun hafa gefið Guðrúnu Klængsdóttur klukkuna þeg- ar hún kom til hans til þess að hugsa um börnin eft- ir að Þórdís dó. Guðrún fór síðan með klukkuna í Melkot til heitmanns síns, Magnúsar Einarssonar, þar sem Halldór Laxness kynntist henni. Þau Guðrún Klængsdóttir og Magnús búa í Melkoti þar til Guðrún deyr 1914. Melkot er rifið 1915 og þá tekur Guðjón í Laxnesi Magnús til sín ásamt klukk- unni góðu, og þannig barst hún fyrst að Gljúfrasteini þar sem hún enn í dag heldur áfram að tikka ei-líbbð, ei-líbbð meðan kynslóðirnar renna fram... Guðrún amma deyr 1883 flytur svo Guðný Klængsdóttir, amma Halldórs Laxness, þá nýorðin ekkja, suður í Melkot til Guðrúnar systur sinnar, ásamt Sigríði dóttur sinni, tíu ára gam- alli, sem lifði ein hennar mörgu barna. Guðrún Einarsdóttir amman frá Árbæ, á sjálfsagt enga ósk heitari en að fylgja litlu barnabörnunum sín- um eftir sem lengst, en aldurinn segir til sín. 24. mars 1874 eru hennar dagar taldir. Þá er hún 77 ára, titluð ekkja og húsráðandi í Miðbýli. Þá er Eyjólfur 12 ára, Guðrún ellefu ára og Guðný litla aðeins níu ára. 1876 tekur Eyjólfur, þá 14 ára, inntökupróf í Reykja víkur lærða skóla, fær einkunnina 3.95, af 5 mögulegum, og er tekinn inn í 1. bekk. Skólagangan þar mun þó ekki hafa varað mörg ár. Síðan tvístruðust börnin hvert í sína áttina. Guðrún fer í fóstur í Ráðagerði á Seltjarnarnesi, þar sem hún var látin þræla og átti erfiða ævi. Þó alltaf var gefið með henni. Skaptabær auður Í mt 1880 sést að mikil breyting hefur orðið á allra högum. Þá er enginn lengur í Skaptabæ af litlu fjöl- skyldunni eða börnunum. Guðný, sú yngsta, er nú 15 ára og orðin vinnukona í barnaskólanum. Guðrún er 17 ára og kölluð léttastúlka í Ráðagerði. Eyjólfur er orðinn 18 ára og fetar í fótspor afa síns Skapta Sæmundssonar, er hagur og er skráður gull- smíðasveinn í Aðalstræti 6. Í sama manntali, í Aðalstræti 7, er Margrét hálfsystir hans, húskona ásamt Guðnýju systurdóttur sinni, dóttur Guðríðar Skaptadóttur. Ári síðar, 1881, fer Eyjólfur til Kaupmannahafnar í gullsmíðanám. Ellefu árum síðar, árið 1892, andast hann úr tæringu á bæjarsjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Í blaðinu Sunnanfara í Kaupmannahöfn segir um Eyjólf: Hann var sonur Skapta læknis Skaptasonar, var gullsmiður og hafði verið hér í ellefu ár. Eyjólfur var skýr vel og hagleiksmaður af náttúru. Af Guðnýju, yngsta barni Skapta, er það að segja að hún flytur til vesturheims þar sem hún gift- ist Guðmundi Einarssyni, síðar presti á Mosfelli í Grímsnesi. Ekki áttu þau langt líf saman, því Guðný deyr vestra af barnsförum, ásamt litla, nýfædda drengnum sínum, árið 1897, aðeins 32 ára gömul. Í vesturheimi Af Jóhönnu Kristjönu Skaptadóttur er það að segja að hún yfirgefur fósturlandið árið 1873 og fer til vesturheims þar sem hún starfar langa ævi sem kennslukona og lést þar aldamótaárið 1900 að því er Klukkan sem tikkaði ei-líbbð, ei-líbbð í Brekkukotsannál var í eigu Skapta og Þórdísar og stóð í Skaptabæ. (Ljósmyndin er fengin að láni frá Gljúfrasteini)

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.