Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Qupperneq 41
FRETTIR UR SAFNAHEIMINUM
Höklcuð söfn?
MuseumHack er fyrirbæri sem nýtur
sívaxandi vinsælda vestanhafs. Um
er að ræða sérstalcar leiðsagnir um
Metropolitan-safnið og Náttúruminja-
safnið í New York. Leiðsagnirnar
eru mjög óhefðbundnar en fólkið
sem stendur að baki MuseumHack
lýsir sér sem uppreisnargjörnum
leiðsögumönnum sem leiða gesti sína
í gegnum söfnin með ástríðufullum
frásögnum og jafnvel safarílcu slúðri!
Skoðið nánar á www.museumhack.com
Bók um Húsið
Fá hús á íslandi geta státað af því að
um þau hafi verið skrifuð bók. Húsið
á Eyrarbaklca er nú komið í þann
flokk því Byggðasafn Árnesinga
hefur gefið út rit Lýðs Pálssonar
í máli og myndum helgað sögu þess
og íbúa. Húsið var byggt 1765 og
verður því 250 ára á næsta ári.
Handhæg norsk
leiðbeiningarrit
Norðmenn hafa verið virlcir í útgáfu
leiðbeingarrita um hvernig best
verði unnið í safnastarfi. Meðal efnis
ritanna er skipulag safnastarfs, sam-
starf slcóla og safna, forgangsröðun
í byggingarvernd, staðlar fyrir staf-
ræna eftirgerð ljósmynda og ástands-
mat safnkosts í söfnum. Ritin eru öll
aðgengileg til niðurhals á netinu. Sjá
www.kulturradet.no/publikasjoner
Afslappað náttúruminjasafn
í Kaupmannahöfn
í bígerð er nýtt safn undir náttúruminjar í Kaupmannahöfn. Gamla safnið,
sem verið hefur á þremur stöðum, á nú að sameina undir einn hatt í nýrri
byggingu í bótaníska garðinum. Á heimasíðu safnsins er hægt að skoða
stefnumótun og annan undirbúning fyrir sýningargerð. Athyglisvert er að
fyrsta setning í markmiðum safnsins er að búa til safn sem er „afslappende,
og hvor man nyder at være“ eins þeir segja. Reiknað er með að nýja safnið
verði opnað 2017. Til fyrirmyndar er að allar hugmyndir sem nýja safnið
varða eru aðgengilegar á heimasíðunni, www.nyt.snm.ku.dk
Manntalið 1703 á skrá UNESCO
Manntalið 1703 er líklega elsta varðveitta manntal heimsins þar sem allra
þegna heillar þjóðar er getið með nafni, aldri og stöðu. Það hefur nú verið
skráð á lista UNESCO um minni heimsins (World Memory). Hægt er að fræð-
ast meira um skráninguna á vefsetri UNESCO www.unesco.org.
41
L