Kraftur - 01.01.2015, Side 12

Kraftur - 01.01.2015, Side 12
12 Kraftur 1. tbl. 2015 Sigurður Jón Sigurðsson, þrítugur viðskiptafræðinemi og sjómaður, fékk höfuðverk og fannst hann svolítið þungur, síðustu vikurnar í námi sínu í viðskiptafræði við Háskólann að Bifröst sumarið 2013. Líklega grunaði hann síst af öllu að þessi einkenni stöfuðu af krabba- meinsæxli sem tekið hafði sér bólfestu í höfði hans. Sú var samt raunin. Sigurður og móðir hans, Guðrún Jóna Sæmundsdóttir, tóku þessum fréttum ekki vel í fyrstu, og lái þeim hver sem vill, en saman ákvað fjölskylda Sigga að takast á við þetta verkefni með bjartsýnina, baráttu- gleðina og húmorinn að leiðarljósi. Og víst er að þessi samheldna fjölskylda er staðráðin í að klára þetta. Siggi, sem svo er oftast kallaður, og mamma hans leituðu víða eftir baráttuaðferðum við meininu og hafa ekki alltaf farið hefðbundnar leiðir – hvað þá óumdeildar. Hér kemur saga þessa bjartsýna fólks. „Við héldum að þetta væri bara ofþreyta; ég yrði að hvíla mig eftir langvarandi álag í skólanum. Engum datt neitt annað í hug – enda var ég í erfiðu námi og vann á sjónum á sumrin og lítið um frídaga. Ég ákvað því að taka mér frí frá skólanum, taka nokkra túra á sjónum og fara í smá frí til Thailands áður en ég færi aftur á sjóinn. Eftir að ég kom þaðan fór ég að finna til höfuðverkjar og í nóvember 2013 fór ég að veikjast illa af þessum kvillum. Ég gekk á milli lækna og m.a fór ég á bráðamóttökuna og var sendur heim með þá sjúkdómsgreiningu að þetta væri sennilega skæður víris sem væri að ganga. Þann 6. desember sama ár var ég greindur með krabbamein í heila,“ segir Siggi aðspurður um upphafið og stýrkur sér um kollinn sem er merkilega flottur eftir hremmingar undanfarinna missera. Undir þetta tekur móðir hans og staðfestir að þau hafi aldrei grunað að þetta væri eins alvarlegt og síðar kom í ljós. „Eftir sneiðmyndatöku var okkur sagt að það hefði sést ein- hvers konar fyrirstaða í heilanum sem að öllum líkindum væri krabbamein. Engu að síður yrði að taka sýni úr þessari fyrirstöðu í skurðaðgerð sem var ákveðin nokkrum dögum Sigurður Jón Sigurðsson greindist með krabbameinsæxli í heila. Í lækningarskyni notast hann m.a. við kannabisolíu. Með húmorinn og vonina að vopni síðar, eða þann 10. sama mánaðar. Eftir þá skurðaðgerð kom í ljós að ekki kæmi til greina brottnám með skurðaðgerð – heldur yrði að ráðast gegn meininu, sem var 7 sm að stærð, með geislum og e.t.v. lyfjum. „Óneitanlega runnu margar hugsanir í gegnum huga mér þegar ég fékk sjúkdómsgrein- inguna. Hvað mun framtíðin bera í skauti sér, hvað með námið, sjómennskuna og líf mitt almennt?“ Um var að ræða svokallað blandað krabbameinsæxli af tegund sem nefnd hefur verið ependymoma anaplas- tic grade 3 með glioma blöndun,“ segir Guðrún. Siggi kinkar kolli og tekur við: „Ég var miklu rólegri en mamma og ákvað í samráði við lækninn minn að breyta ekki þeirri ákvörðun að fara með fjölskyldunni til Tenerife þann 22. desember. Það var löngu búið að ákveða þessa ferð og allt klárt og því gat ég alveg eins jafnað mig þar eftir aðgerðina og hér heima. En óneitanlega runnu margar hugsanir í gegnum huga mér þegar ég fékk sjúk- dómsgreininguna. Hvað mun framtíðin bera í skauti sér, hvað með námið, sjómennskuna og líf mitt almennt? Ætli það hugsi ekki allir um það sama þegar svona stendur á,“ segir Siggi. Móðir hans kinkar kolli og segir alla í fjölskyldunni hafa tekið þá ákvörðun að líta á þetta sem ákveðið verkefni sem yrði að leysa og að lífið héldi áfram þótt Sigurður væri með æxli í heilanum. Viðtal

x

Kraftur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.