Kraftur - 01.01.2015, Qupperneq 20

Kraftur - 01.01.2015, Qupperneq 20
20 Kraftur 1. tbl. 2015 Einn desemberdag fyrir þremur árum sat ungur fjöl- skyldufaðir í Hafnarfirði, Örvar Þór Guðmundsson, og hlustaði á viðtal í útvarpinu við unga, einstæða móður sem sagðist ekki eiga neina peninga til að halda jólin. Þetta viðtal snart Örvar og ákvað hann á þeirri stundu að efna til söfnunar fyrir ungu móðurina. Hann virkjaði vini sína á Facebook sem gáfu peninga í söfnunina með þeim góða árangri að hin unga móðir gat haldið gleðileg jól með sínum nánustu. En Örvar lét ekki þar við sitja og hóf aftur söfnun fyrir bágstaddar fjölskyldur fyrir jólin 2013 og í það skiptið safnaði hann 1.700.000 krónum á sama hátt og styrkti 10 fjölskyldur langveikra barna. Fyrir síð- ustu jól hélt hann áfram á sömu braut og ákvað að styrkja bágstadda félagsmenn Krafts. Örvar Þór er viðskiptastjóri í prentsmiðjunni Prentmet og hefur starfað þar s.l. 20 ár, kvæntur og þriggja barna faðir. „Hugmyndin kom til mín fyrir jólin 2013 þegar ég áttaði mig á því hversu margir eru fjárvana fyrir jólin og þá einkanlega þar sem alvarleg veikindi hafa borið niður í fjölskyldunni. Mér varð hugsað til þess hversu lánsam- ur ég sjálfur er að eiga alla mína fjölskyldu heila og því fannst mér sjálfsagt að reyna að verða öðrum að liði, sem ekki eiga því láni að fagna,“ sagði Örvar aðspurður um kveikjuna á þessum söfnunum. „Þetta átti aldrei að verða stór söfnun í byrjun en þegar ég sá hversu vel gekk að safna fyrir langveik börn, ákvað ég að reyna aftur að ári og leyfa krabbameinsveiku ungu fólki að njóta – enda hefur ekki farið fram hjá neinum hversu mikill kostnaður fylgir því að sækja sér lækningu og kaupa lyf. Ég leitaði því til Ragnheiðar Davíðsdóttur, framkvæmda- stjóra Krafts, sem benti mér á félagsmenn Krafts sem þurftu á hjálp að halda. Söfnunin stóð til 19. desember og voru alls um 1700 þúsund krónur til ráðstöfunar. Við mátum það síðan saman, eftir aðstæðum hverrar fjöl- Hinn sanni jóla- andi Örvars Þórs „Hugmyndin kom til mín fyrir jólin 2013 þegar ég áttaði mig á hversu margir eru fjárvana fyrir jólin og þá einkanlega þar sem alvarleg veikindi hafa borið niður í fjölskyldunni“ skyldu, hvað hver þeirra fékk mikinn styrk en upphæð- irnar voru á bilinu 75 – 175 þúsund á fjölskyldu. Þessum fjármunum var komið til fjölskyldnanna þennan dag sem varð okkur Ragnheiði ógleymanlegur,“ segir Örvar og bætir við að eftir þennan eftirminnilega dag hafi aðilar frá Hagkaupsfjölskyldunni haft samband við sig og gefið 1200 þúsund í sama tilgangi auk þess sem enn bárust framlög í gegnum Facebook síðuna hans. „Ragnheiður benti mér á að þeir sem sæktu endurhæfingarstarfsemi í Ljósinu væru margir illa staddir og því varð það úr að við Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins, hringdum í tíu fjölskyldur til viðbótar sem fengu myndarlegan styrk fyrir jólin.“ Örvar Þór Guðmundsson er viðskiptastjóri í Prentmet Viðtal

x

Kraftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.