Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 5

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 5
9 Kraftur 15 ára 8 Kraftur 15 ára Afmælis mál- þing Krafts Kraftur efndi til málþings sem bar yfir- skriftina „Ungt fólk og krabbamein“, en þemað var málefni sem sérstaklega snerta ungt fólk. Málþingið hafði bæði forvarnarlegt gildi ásamt því að vekja fólk til umhugsunar um þau úrræði sem standa til boða hér á landi fyrir unga krabbameinsgreinda einstaklinga. Kristján Oddsson yfirlæknir Leitar- stöðvar KÍ, fjallaði um HPV veiruna, leghálskrabbamein og þá slæmu þróun að ungar konur mæta síður í krabba- meinsskoðun. Eins og fram kom í fyrir- lestri Kristjáns hefur dánartíðnin vegna sjúkdómsins stórlækkað sl. ár og áratugi og má rekja það beint til aukins eftirlits. Gunnar Bjarni Ragnarsson, sérfræð- ingur í krabbameinslækningum, var með erindi sem bar heitið „Það er ekki sama hvað þú lætur upp í þig“. Innihald erindisins var tóbaks- og áfengisnotkun og hvaða áhrif þessir vímugjafar geta haft á krabbamein; sérstaklega krabba- mein í munnholi og nefi. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahús- prestur, fjallaði um samskipti í fjöl- skyldum þegar veikindi á borð við krabbamein koma upp. Hann lagði sérstaka áherslu á opin samskipti og að ekki sé talað undir rós, ekki heldur þegar börn eiga í hlut. Kraftur gaf nýlega út bókina „Þegar foreldri fær krabbamein“ sem er leiðarvísir um hvernig ræða eigi við börn um jafn alvarlega hluti og krabbamein. Nánar verður fjallað um þá bók hér í blaðinu. Gyða Eyjólfsdóttir, sálfræðingur og Berglind Ósk Hinriksdóttir, hjúkrunar- fræðingur, voru með áhugavert erindi um krabbamein og ófrjósemi. Sumum krabbameinsmeðferðum getur fylgt ófrjósemi og því er það ábyrgðarhlut- verk heilbrigðisstarfsfólks að ræða þá hluti og benda á þau úrræði sem standa til boða. Jón Eggert Víðisson, stjórnmálafræð- ingur og stjórnarmeðlimur Neyðarsjóðs Krafts, flutti erindi um kostnaðarþátt- töku krabbameinssjúklinga í íslensku heilbrigðiskerfi. Einnig benti hann á hve höllum fæti við stöndum samanborið við nágrannalönd okkar. Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur, fjallaði um það starf sem hún stýrir í Ljósinu. Elísabet vinnur með börnum sem eiga náinn ást- vin sem greinst hefur með krabbamein. Kári Hinriksson, krabbameinsbardaga- maður til 10 ára, var með erindi um upplifun sjúklinga í heilbrigðisþjónust- unni. Þar benti hann á áhugaverða punkta, m.a. það hve nýr spítali myndi bæta aðbúnaðinn til muna. Á þessum tímamótum var ákveðið að heiðra einn af frumkvöðlum félagsins, Hildi Björk Hilmarsdóttur, sem hefur staðið þétt við bakið á sporgöngu- Afmælisdagur Krafts, 1. október, var haldinn sérstaklega hátíðlegur í ár mönnum hennar og sýnt félaginu með eindæmum mikinn kærleik alla tíð. Kraftur fékk skartgripaverslunina Sigga & Timo til liðs við sig og fékk Hildur fallegt hálsmen að gjöf sem ber heitið „Kærleikskúlan“. Neyðarsjóður Krafts var formlega stofn- aður á málþinginu eftir mikinn undir- búning. Í aðdraganda stofnun sjóðsins var ákveðið að fá einstakling til þess að gegna hlutverki verndara sjóðsins. Til þess fékk Kraftur Ástu Hallgríms- dóttur, sem sat í stjórn Krafts í nokkur ár og var formaður félagsins í 2 ár. Ásta var gift Atla Thoroddsen sem lést eftir nokkurra ára baráttu við 1 krabbamein árið 2009. Á meðan á veikindum hans stóð hélt hann úti bloggsíðu sem var svo gefin út í bók eftir andlát hans. Bókin heitir „Dagbók rokkstjörnu“ og lýsir hún á einstakan hátt reynslu Atla af veikindunum. Andvirði sölu bókarinnar ákváðu Ásta og dætur þeirra Atla að rynni í Neyðar- sjóð Krafts, en Atli hafði óskað þess að ágóðinn myndi nýtast ungum einstak- lingum sem greinst höfðu með krabba- mein. Ásta hefur tekið að sér hlut- verk verndara Neyðarsjóðs Krafts og er félagið stolt að fá þessa kjarna- konu til liðs við sjóðinn.Ónefndur vel- unnari Krafts styrkti málþingið svo unnt var að bjóða upp á veglegar afmælisveitingar. Verslunin 18 Rauðar Rósir stykrti einnig Kraft og gaf öll blómin á málþinginu. Starfsmaður verslunarinnar, Sigurrós Hymer, kom á staðinn og veitti ráð- gjöf við uppsetningu. Innilegar þakkir færum við versluninni 18 rauðar rósir fyrir þeirra rausnarlegu gjöf. Viðburður 1. Hildur Björk Hilmarsdóttir, heiðrsfélagi Krafts. 2. Formenn Krafts fyrr og nú. F.v: Hlín Rafns- dóttir, Daníel Reynisson, Halldóra Víðisdóttir, Hildur Björk Hilmarsdóttir & Ásta Hallgrímsd. 3. Verndari Neyðarsjóðs Krafts. 4. Séra Vigfús Bjarni Albertsson. 2 3 4

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.