Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 19

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 19
37 Kraftur 15 ára 36 Kraftur 15 ára Hvað er HAM? Margir kannast við nafnið en vita lítið meira. HAM er skamm- stöfun fyrir hugtakið „hugræn atferlismeðferð“ og hefur þessi meðferð notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, Ráðgjafar- þjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á sérhæfð HAM námskeið fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, hefur haft umsjón með þessum námskeiðum. „HAM- námskeið hafa verið haldin í Ráðgjafarþjónustu KÍ frá 2008. Fyrstu árin sá Eggert Birgisson, sálfræðingur, með mér um námskeiðin, en ég kynntist Eggert þegar ég lærði HAM árið 2006. Haustið 2010 tók ég alfarið við HAM- námskeiðunum í Ráðgjafar- þjónustunni og hef síðan þróað þau áfram að þörfum krabba- meinssjúklinga,“ segir Una og kveðst byggja þann hluta námsefnisins á erlendri bók sem heitir Cognitive behavior therapy for people with cancer, og einnig á nokkrum rann- sóknum sem hún hefur gert, eða tekið þátt í að gera varðandi þarfir og stuðning fyrir fólk með krabbamein. En um hvað snýst þetta allt? „Hugrænt er allt það sem tengist hugarstarfsemi okkar og atferli er það sem við gerum. Markmið hugrænnar atferlis- meðferðar er að þjálfa fólk í að tileinka sér hugsun og hegð- un sem bætir líðan þess og lífsgæði. Í HAM lærum við að bregðast ekki sjálfkrafa við neikvæðum hugsunum og tilfinningum sem valda vanlíðan og auka vanlíðan þegar þær eru rifjaðar upp,“ útskýrir hún. Þegar hún er spurð hvort hægt sé að læra slíkt segir hún: „Já, það er alveg hægt að hafa stjórn á hugsunum sínum. Á HAM- námskeiðunum lærir fólk aðferðir til að endurskoða hugsunarhátt sinn, skoða hvernig það getur túlkað atburði og það sem fyrir það kemur á annan hátt en það er vant að gera. Við fjöllum um víxl- verkandi áhrif hugsana, tilfinninga, líkamlegra einkenna og hegðunar. Þátttakendur fá þá oft nýja sýn á atburði, samskipti eða aðstæður sem það er að upplifa. Þannig fá þeir þjálfun í að túlka aðstæður sínar á annan og uppbyggi- legri hátt. Þegar við beitum aðferðum HAM gerum við okkur betur grein fyrir hver við erum og hvað við viljum. Samhliða því vex sjálfstraustið og um leið trú á eigin getu.“ HAM hjálpar fólki með krabbamein Segir Gunnjóna Una félagsráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands En hvernig skyldi fólki ganga að tileinka sér þessa hugmyndafræði? Una segir ekkert eitt svar vera við spurningunni því fólk hafi lært og tileinkað sér svo mismunandi samskiptamynstur. „Í uppeldinu lærðum við samskiptareglur fjölskyldu okkar og annarra sem við vorum í samskiptum við. Við lærðum að túlka og bregðast við því sem fyrir okkur kom á ákveðinn hátt. Okkur leið vel þegar okkur var hrósað og fengum sektarkennd þegar við vorum skömmuð. Þarna skiptir því máli hvaða félagsmótun viðkomandi einstak- lingur fékk og hversu mikið hann þarf að breyta sínum hugsanavenjum til að uppskera sem besta andlega og líkam- lega líðan.“ „Þegar við beitum aðferðum HAM gerum við okkur betur grein fyrir hver við erum og hvað við viljum“ En hvernig nýtist þessi hugmyndafræði sérstaklega fólki með krabbamein? Una útskýrir að þegar fólk greinist með krabbamein ein- kennast viðbrögð flestra af tilfinningaleysi, dofa og vantrú. Í kjölfarið geti fylgt tilfinningar eins og afneitun, skelfing, reiði, kvíði, hjálparleysi eða depurð. „Við þessar aðstæður geta sumar hugsanir hjálpað fólki við að höndla aðstæðurnar á meðan aðrar hugsanir geta aukið vanlíðan,“ segir hún með áherslu. „Á HAM námskeiðunum eru íþyngjandi hugsanir og tilfinningar skoðaðar og kenndar eru aðferðir til að draga úr kvíða og öðrum neikvæðum tilfinningum,“ segir hún svo. „Algengt er að fólk sem greinist með krabbamein upplifi kvíða, en kvíði og spenna hafa einnig áhrif á at- hygli, einbeitingu og minni. Líkamleg einkenni sem geta tengst kvíða eru til dæmis vöðvaspenna, sviti, skjálfti, hröð öndun, flökurleiki, niðurgangur, höfuðverkur, svimi og óreglulegur eða hraður hjartsláttur. Hugsanir sem auka kvíða eru til dæmis hugsan- ir þar sem búist er við að hið versta muni gerast eða ótti við að mistakast. Kvíðahugsanir eru tengdar því sem á eftir að gerast í framtíðinni á meðan þunglyndi tengist því sem þegar hefur gerst. HAM hjálpar fólki að takast á við kvíða og rjúfa vítahring neikvæðra hugsana. Því er HAM svo gagnleg að- ferð fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og ætti að vera skyldu- námskeið í bataferli krabbameinssjúk- linga,“ segir hún ákeðin. Una segir HAM- námskeiðin einning gagnleg að því leyti að þar hitti fólk jafningja sem eru að fást við svipaða hluti. Þar ríki trúnaður og þar gefist góður vettvangur til að skiptast á skoð- unum og þiggja góð og uppbyggi- leg ráð frá öðrum. „Það er mikilvægt fyrir fólk sem greinst hefur með krabba- mein að hafa trú á eigin getu og vera vongott um að vel gangi. Hjálplegar hugsanir eftir greiningu krabbameins tengjast von og bjartsýni um velgengni í þeim verkefnum sem framundan eru. Gott er að setja sér markmið og hugsa um og sjá fyrir sér að því sé náð. Þannig getum við nært jákvæðar hugsanir og gefið þeim aukið rými í huga okkar.“ Að sögn Unu er hugræn atferlismeð- ferð mikilvægur hluti af endurhæfingu sjúklinga og er það skoðun hennar að hún ætti að hefjast strax eftir að fólk veikist. „Þessi meðferð er t.d. notuð á Reykjalundi, á heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, á geðdeild Landspítalans og víðar. Námskeiðin hjá Ráðgjafar- þjónustu KÍ eru sniðin að þörfum fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra,“ segir hún og bæt- ir við að sjálf hafi hún verið leiðbeinandi á HAM- námskeiðum í nokkur ár og á hverju námskeiði læri hún eitthvað nýtt. En telur hún nauðsynlegt að viðhalda þessari þekkingu reglulega? „Það er ekki einfalt að breyta hugs- anamynstri sínu og maður þarf sífellt að vera á varðbergi að hugsa ekki hugs- anir sem rífa mann niður. Við megum ekki túlka það sem við okkur er sagt okkur í óhag án umhugsunar, heldur þarf alltaf að skoða réttmæti gagn- rýninnar og íhuga hvort hún eigi við rök að styðjast. Námskeiðin hjá Ráð- gjafarþjónustunni eru haldin reglulega yfir vetrarmánuðina og er hvert nám- skeið fjögur skipti, tveir tímar í senn. Í fyrsta tíma er rætt um orsakir erfiðra tilfinninga og samskipti eftir greiningu krabbameins. Í öðrum tíma er rætt um algengar hugsanaskekkjur hjá fólki og áhrif krabbameins á athafnir daglegs lífs. Í þriðja tíma er rætt um hvernig breyta má neikvæðum hugsunarhætti og í fjórða tíma er rætt um grunn- viðhorf og lífsreglur sem við byggjum samskiptamynstur okkar á. Í lokin og ef tími vinnst til ræðum við meira um uppbyggileg samskipti. Í byrjun námskeiðs er gert ráð fyrir að fólk skrái virkni sína og taki eftir breytingum á lund og þeim tilfinning- um sem upp koma en svo fer fólk að gera þetta jafnóðum í huganum,“ segir Una og bendir áhugasömum á að fylgjast með dagsrká Ráðgjafarþjónustunnar á www.krabb.is Viðtal Texti: Gunnjóna Una og Ragnheiður Davíðsdóttir „Það er ekki einfalt að breyta hugsana- mynstri sínu og maður þarf sífellt að vera á varðbergi að hugsa ekki hugsanir sem rífa mann niður“ Gunnjóna Una félgsráðgjafi

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.