Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 13

Kraftur - 01.01.2014, Blaðsíða 13
25 Kraftur 15 ára 24 Kraftur 15 ára Kostnaðarhlutdeild sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur rokið upp á síðustu árum og eru krabbameins- sjúklingar þar alls ekki undanskildir Heilbrigðiskostnaður sá sem krabbameinssjúkir bera á Íslandi þessi misserin hefur verið nokkuð í umræðunni upp á síðkastið og ekki að ástæðulausu. Kostnaðar- hlutdeild sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur rokið upp á síðustu árum og eru krabbameinssjúklingar þar alls ekki undanskildir. Greiðsluþátt- taka almennings í heilbrigðiskerfinu hefur rúmlega tvöfaldast á röskum þremur áratugum. Árið 1983 var greiðsluþátttakan 14,5 milljarðar, uppreiknað á verðlagi ársins 2012, en var komin upp í 30 milljarða árið 2012. Krabbameinsmeðferð hefur í flestum tilfellum í för með sér skerta starfsgetu og því lækka ráðstöfunartekjur heimilis umtalsvert. Fólk á aldrinum 20-35 ára er iðulega að koma úr námi, standa í sínum fyrstu húsnæðiskaupum, er með ung börn á sínu framfæri og oft ekki komið í þær tekjur sem það mun hafa seinna á ævinni. Þá er í mörgum tilfellum ekki neinum varasjóðum til að dreifa eins og seinna meir þegar fólk er orðið ráð- settara. Vegna þessarra þátta er ungt fólk sem glímir við krabbamein sérlega viðkvæmt fyrir þessum aukna kostnaði sem á það leggst þegar meðferðir hefjast. Sú breyting hefur átt sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu að kostnaðarþak sjúklings hefur verið afnumið. Nú er það svo að ungur, fullfrískur einstaklingur borgar kr. 33.600.- til heilbrigðiskerfisins á hverju almanaksári áður en Sjúkra- tryggingar Íslands koma til móts við þennan einstakling. Eftir að þessu þrjátíu og þrjúþúsund króna marki hefur verið náð minnkar greiðsluþátttaka sjúklings smám saman. Hins vegar verður það aldrei svo að einstaklingur sé gjaldfrjáls. Það er alltaf eitthvað fé sem einstaklingur þarf að reiða af hendi til heilbrigðis- kerfisins. Sjúkratryggingar Íslands borga 90% af þeim kostnaði sem til fellur hjá einstakling sem hefur undir tveimur milljónum á mánuði í árstekjur. Það er mesta niðurgreiðslan sem einstaklingur getur fengið hérlendis eins og staðan er í dag. Sjá má í hendi sér að þetta úrræði hentar mjög þröngum hópi fólks þar sem lágmarkslaun á Íslandi eru rétt yfir tvöhundruðþúsund krónum á mánuði. Kostnaður við krabbameins- meðferð Grein Jón Eggert Víðisson „Einstaklingur þarf að reiða fram um sextíu og fimm þúsund krónur í lyfjakostnað á ári áður en Sjúkratrygg- ingar Íslands taka alveg við“ Því stendur hinn dæmigerði einstaklingur, sem verður fyrir því óláni að veikjast af krabbameini, frammi fyrir því að greiða töluvert fé vegna sinna veikinda. Eftir að Sjúkra- tryggingar Íslands létta undir með hinum dæmigerða ein- stakling mun hann samt sem áður borga rúmar þrjú þúsund krónur fyrir hverja sérfræðiheimsókn, hann mun þurfa að borga ellefuhundruð krónur fyrir hverja blóðprufu, sem eru margar í þessu ferli, og borga frá fjögur upp í tuttugu þúsund krónur fyrir hverja myndatöku í hinum ýmsu tækjum sem þessi einstaklingur fer í. Kostnaður við aðgerðir er misjafn eftir eðli aðgerðanna en er alltaf einhver. Til að gefa einhverja hugmynd kostar það sjúkling um ellefu þúsund krónur að gangast undir aðgerð til að fjarlægja æxli úr þvagblöðru. Ekki er óalgengt að sjúklingar séu sendir vikulega í einhvers konar myndatöku og sérfræðiheimsóknir eru mjög tíðar í því ferli sem krabbameinsmeðferð er. Flest annað sem viðkemur veik- indunum, ógleðilyf, verkjalyf, plástrar, smyrsl, sjúkraþjálfun kostar einnig fé. Ótalinn er lyfjakostnaður sá sem einstaklingur með krabba- mein stendur frammi fyrir. Einstaklingur þarf að reiða fram um sextíu og fimm þúsund krónur í lyfjakostnað á ári áður en Sjúkratryggingar Íslands taka alveg við. Hins vegar er ekki sjálfgefið að Sjúkratryggingar taki við kostnaði vegna lyfja. Læknir þarf að skrifa greinargerð og rökstyðja það hvers vegna viðkomandi sjúklingur þarf á lyfjum að halda. Þegar allt er talið er meðferð við krabbameini á Íslandi mjög dýr og hefur hreinlega reynst sumum ofviða hér á landi. Tekið var viðtal við ungan mann á Stöð tvö í febrúar síðast- liðnum sem hefur þurft að ganga í gegnum stífar meðferðir og neyddust hann og unnusta hans til að flytja aftur til for- eldra hans vegna þess að rekstur á venjulegu tveggja manna heimili og meðferð við krabbameini var hreinlega of stór biti fyrir þau að kyngja í fjárhagslegu tilliti. Sambærileg dæmi eru því miður fleiri. Þessi kostnaður á Íslandi er í hrópandi mótsögn við löndin allt í kring um okkur. Má þar nefna Noreg, Svíþjóð, Dan- mörk, Skotland, England, Holland, Frakkland, Þýskaland og Spán. Kostnaður við læknisheimsóknir er misjafn í lönd- um Evrópu en það sem öll þessi lönd eiga sameiginlegt er það að þegar einstaklingur stendur frammi fyrir lífsógnandi sjúkdómum þá fellur allur kostnaður niður. Misjafnt er eftir löndum hvort að einstaklingar þurfi að leggja eitthvað fé út á einum stað og fá það endurgreitt á öðrum eða hvort það borgi ekkert en niðurstaðan er sú sama. Standi fólk frammi fyrir jafn alvarlegum sjúkdómi og krabbameini en þá fellur kostnaður niður. Einnig eru hjálparvörur ýmis konar mikið niðurgreiddar eða gjaldfrjálsar fyrir einstaklinga með krabba- mein. Má þar nefna hjálparlyf eins og verkja- ógleði- og stera- lyf, smyrsl og plástra og annað sem gerir líf krabbameins- sjúklinga bærilegra. Af þessu má sjá að stuðningur við ein- staklinga með krabbamein er ólíkt meiri í löndunum sem við svo gjarnan viljum bera okkur saman við heldur en hér á landi. Kraftur hefur komið á fót styrktarsjóð fyrir ungt fólk með krabbamein sem glímir við fjárhagslega erfiðleika vegna krabbameinsmeðferðar. Þetta var skref sem að fáum datt í hug að þyrfti nokkurn tímann að stíga á Íslandi fyrir örfáum árum en staðreyndin er sú að full þörf er á þessum sjóð. Von mín er sú að ráðamenn þjóðarinnar hugi vel að þessum málaflokki á næstu misserum og geri Neyðarsjóð Krafts óþarfan innan fárra ára.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.