Kraftur - 01.01.2014, Page 7

Kraftur - 01.01.2014, Page 7
1312 Kraftur 15 ára Kraftur 15 ára Hver er staðan hjá þér í dag? Ég fór í myndatöku eftir lyfjameðferðina og blóðprufur og myndir komu vel út. Ég veit svo sem ekkert endanlega fyrr en 1. október en allt lofar góðu. Er eitthvað spennandi á döfinni hjá þér? Ég er að fara í 10 km hlaup í Reykjarvíkurmaraþoninu. Ég tel mig geta náð ágætistíma og ætla mér að gera það. En það er kannski erfitt að útskýra hvernig svona hlaup virka fyrir lungun á mér en ég verð eiginlega þreyttur í lunganu við áreynslu. Þá finn ég ertingu við öndun, en ég hef ekki áhyggjur af því að ég geti ekki æft þolið aftur. Það kemur. „Maður áttar sig á því hvaða hlutir í lífinu það eru sem skipta máli og hvað það eru oft asnalegir hlutir sem skipta engu máli sem maður er kannski að láta fara í taugarnar á sér“ Hvernig var að greinast aftur? Það var rosalegt sjokk. Við vorum búin að sannfæra okkur um að þetta væri búið. Þótt að maður hafi greinst einu sinni þá býst maður aldrei við vondu fréttunum. En seinna skiptið var auðvaldara heldur en að greinast fyrst. Þá er hægt að nota reynsluna úr fyrri greiningunni. Í fyrra skiptið vorkenndi ég mér eflaust of mikið en í seinna skiptið var hugsunin önnur og einbeitingin á jákvæðnina og lífið var mun meiri. Ég tók andlega þáttinn í gegn eftir fyrri lyfjameðferðina. Ég fór að hugsa öðruvísi um lífið og eflaust á þessi klisja við að maður verður betri maður eftir að ganga í gegnum þetta. Maður áttar sig á því hvaða hlutir í lífinu það eru sem skipta máli og hvað það eru oft asnalegir hlutir sem skipta engu máli sem maður er kannski að láta fara í taugarnar á sér. Er erfitt að komast í gegnum meðferðina án styrkja og peningaúthlutana? Fyrir mig hefði það verið ómögulegt. Það er allskonar kostn- aður sem fellur til og safnast saman. Hver er kostnaðurinn við meðferðina hingað til? Kostnaðurinn sem ég hef þurft að greiða er yfir milljón, þetta eru litlar upphæðir sem safnast ótrúlega fljótt upp og verða stórar. Ég finn líka að gjöldin hafa hækkað, bara á þessum tveim árum sem ég hef staðið í þessu, og þetta er gríðarlega erfitt fjárhagslega. Það var sagt við mig og kærustuna í byrjun að við ættum engar áhyggjur að hafa af peningamálum, það yrði allt borgað fyrir okkur en annað hefur nú aldeilis komið á daginn. Ég hélt að svona lagað yrði borgað af skattpeningunum mínum. Allavega hugsa ég til þess þegar ég borga skatt að hann komi einhverjum til góða. En ríkið sveltir spítalann fáránlega mikið. Hvar endar þetta? Það ættu allir að geta farið áhyggjulausir í gegnum krabbameinsmeðferð án þess að hafa sértryggingar fyrir því eins og í Bandaríkjunum. Maður spyr sig hvort kemur fyrst. Hvað finnst þér ósanngjarnast í þessu öllu? Mér finnst ósanngjarnast sem lagt er á fólkið á spítalanum. Þetta fólk er svo fullt af vilja til að hjálpa sem best en það hefur ekki tíma í sólarhringnum til að sinna öllum eins og það vill. Það er alltof mikið álag á því. Það var heldur ekkert sem ég gerði sem varð þess valdandi að ég fékk krabbamein. Ég er 25 ára og maður er ekkert mikið að spá í sjúkdómatryggingu eða svoleiðis, þetta á ekkert að koma fyrir mann. En ég reyni að sjá bjartsýnina í öllu. Álagið á fjölskylduna og áhyggjur annarra eru líka eitthvað sem er erfitt að vita af. En í raun hefur líka svo margt jákvætt fylgt með í pakkanum að það er auðvelt að koma auga á það. Við fjölskyldan þurftum að flytja saman og það hefur þjappað saman fjölskyldunni. Systir mín á tvö börn og við búum öll saman. Þannig skapast oft ógleymanlegar stundir sem ég vildi alls ekki hafa misst af. „Ef allt fer á besta veg vonast ég eftir að geta spilað knattspyrnu aftur og náð sömu hæðum og ég var í“ Finnst þér sem þú getir lifað sama lífi fyrir og eftir krabbamein? Já, klárlega. Andlega hefur mér í raun aldrei liðið betur. Ég hef farið yfir hlutina með sjálfum mér og ég hef lagað svo margt í mínu fari og mér líður vel og er sáttur með sjálfan mig. Ef allt fer á besta veg vonast ég eftir að geta spilað knattspyrnu aftur og náð sömu hæðum og ég var í. Maður finnur hvað líkaminn er máttugur og hefur getu til að þola ýmislegt. Eitthvað að lokum? Já, ég er mjög þakklátur HK fyrir stuðninginn sem félagið hefur sýnt mér. Og allt sem HK og fólkið þar hefur gert sannar að íþróttafélög eru ekki aðeins félög heldur fjölskylda og vonandi get ég borgað þeim einhvern tíma til baka allt það sem þau hafa gert fyrir mig. 1. Bjarki ásamt Kolbeini Sigþórssyni fótboltakappa. 2. Samhent kærustupar, Bjarki og Ástrós Rut Sigurðardóttir 1 2

x

Kraftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.